Heimilisblaðið - 01.03.1947, Qupperneq 18
62
HEIMILISBLAÐIÐ
Inger Bentzon
Typtu föður pinn í tíma
/ATTÓSEN kaupmaður komst alls ekki við,
er einka barn lians sagði: — Þú ert svo
fornfálegur í liugsunarhætti, að bráðum verð-
ur reynt að fá þig keyptan á forngripasafnið!
En frú Ottósen grét ákaft.
— Að lieyra, hvernig þú talar við liann
föður þinn, barn! Þú veizt, að hann vill þér
ekkert nema liið bezta!
— Það er líka forn-norræna! Nú á dög-
um láta foreldrar börn sín fara í hundana
á þann hátt, sem þau helzt vilja. En ég skal
sannarlega ekki fara í hundana! Ég ætla bara
að giftast Eðvarði, og búið með það! Hann
er bráðduglegur strákur, og það hefur pabbi
kannazt við, þangað til ég triilofaðist honum
— og það veiztu vel.
Frú Ottósen þurrkaði sér um augun og
varð íbyggin.
— Þú veizt nú líka, Stella litla, að þang-
að til Hólm kom hingað í búðina, gaztu vel
liugsað þér að giftast From.
— Nú, jæja, — svo langt var málinu nú
ekki komið, en ég bannaði ekki From að
gera sér gyllivonir. Finnst ykkur það ekki
mikið liapp, að Eðvarð skyldi koma, áður
en ég lilypi svo hrapallega á mig? Það hefðu
orðið læti í lagi, ef ég liefði sagt From upp
eða skilið við liann, ef við hefðum þá þegar
verið verið gift! Því að það er og verður
Eðvarð, sem ég ætla mér!
En Ottósen vék ekki um hársbreidd. Hann
átti í fullu tré við unga fólkið, því að Stella
var ekki tvítug, og það vantaði því meir en
ár á að hún gæti gengið í lijónaband án sam-
þykkis foreldra sinna, og svo var líka fjár-
hagshliðin, því að Hólm var félaus. En það
var From ekki! Hann var sonur kaupmanns-
ins, sem hafði verið keppinautur Ottósens,
þangað til liann fluttist til næsta bæjar og
keypti verzlun þar. Ottósen hafði jafnan átt
í fullu tré við eftirmann hans, og hann var
nú sjálfur umsvifamesti kaupmaðurinn í bæn-
um. En það var mikil bót í máli, að Hólm
hafði gengið í heimavarnarliðið, svo að Ottó-
sen slapp við að reka hann úr vistinni. En
nú var Stella að reyna að neyða liann eða
kvelja bann til að kaupa lianda þeim sölu-
turn niður við járnbrautarstöðina. Það yrði .
líka ævi. sem dóttur lians yrði búin, að sitja
sýknt og lieilagt í slíkri holu!
— Já, en það er bægt að græða á þvn
pabbi, sagði Stella. Það verða nokkur erfið
ár fyrst, en þá verðum við líka búin að safna
nógu til að kaupa litla verzlun, og við skul-
um sveimér setja líf í tuskurnar, það máttu
reiða þig á.
— Þú veizt ekkert hvað það er, sem þú ert
að fleipra um! sagði Ottósen. Og svo minn-
umst við ekki á það framar.
Stella varð hnarreist og leit með fyrir-
litningu á veslings From, þegar hún gekk frain
lijá lionum, svo að liann bað Ottósen enn
einu sinni um að mega fara.
—- Já, ef þér viljið rófa niður leggina —'
ég meina leggja niður rófuna og laumast
burt, þá þér um það! sagði Ottósen bálreið-
ur. Og From varð kyrr. Honum leizt vel a
stúlkuna, og "honum leizt líka vel á vænt-
anlegan lieimanmund. Hann var búinn að
kvnna sér verzlunina hérna, og hún gaf góð-
an arð, betri en verzlun föður lians, því að
Ottósen fylgdist betur með.
Og Stella fór upp á lierbergi sitt og kom
skömmu síðar niður með nótnaliefti og for
í spilatíma. Á leiðinni braut hún beilann
um, hvað til bragðs skyldi taka, því hún
vildi ekki afsala sér hamingjunni fyrr en i
fulla linefana.
Hálftíma eftir að spilatímanum lauk, var
liún á gangi með Eðvarði á sjávargötunni og
skýrði honum frá fyrirætlunum sínum. Hann
ýtti einkennisbúfunni sinni fram og aftur a
Ijósu hárinu, og virtist á báðum áttum. En
Stella lét ekki aftra sér.
— Jæja, þá! saq;ði Eðvarð.
Stella var mjög hæglát næstu daga á eftir.
Móðir hennar varð áhyggjufull, og lét í ljós
kvíða sinn kvöld eitt, er þau gömlu lijónin