Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1948, Blaðsíða 3

Heimilisblaðið - 01.10.1948, Blaðsíða 3
Albert Thorvaldsen f i áws-T; Um 180 ár eru lifiin frá fœðingu hans. Hann gat sér orSstí um heim allan fyrir snilli sína, <>g verk lians munu eins og hingaS lil verSa dáfi um ókomna framtíS. / þessari stuttu grein verSur drepiS á nokkur atriSi úr lífi listamannsins. jlíÖNNUM ber ekki saman um fæðingarár Alberts Tborvaldsens. Sumir álíta bann fæddan 19. nóvember 1770, en aðrir segja bann fæddan tveim árum lyrr, 1768. Alll bendir ])ó til þess, að árið 1770 sé hið rétta fæðingarár. Líkur bafa jafnvel verið færðar fyrir |)ví, að Albert sé fæddur á dönsku kaup- fari, er beið byrjar inni á Skagafirði síðla bausts 1770. Faðir lians var fslendingur, Gottskálk Þor- valdsson, kominn af ágætum íslenzkum ætt- uni. Hann var myndskeri, og listamaður að eðlisfari, en drykkfelldur. Vann hann m. a. við að skera út gallionsmyndir á stefni skipa, í þá daga tíðkaðist mjög að skreyta kaupför nieð filíkum fígúrum. Það leikur enginn vafi á því, að listgáfur sínar befur Albert erft frá föðurnum, enda kom snemma í Ijós hjá hon- nni löngun og hæfileiki til að móta myndir. Móðirin var józk prestsdóttir, Karen Grön- bmd að nafni. Hún var afburðafríð á sínum yngri árum og erfði Albert andlitsfríðleik bennar. Ellefu ára gamall byrjaði Albert að nema dráttlist í listbáskólanum. Auðvitað var bann settur á bekk með byrjendum, en bann tók skjótum framförum og þótti frábær nem- andi, enda naut liann tilsagnar ágætra kenn- ara. Ekki leið á löngu, unz Albert fór að vinna með föður sínum og veita bonurn alla þá aðstoð, er bann mátti. Eru enn til smíðis- gripir, er þeir feður unnu saman. Albert mun bafa verið fremur ósýnt um bókleg efni. Um það leyti, sem liann gekk til prestsins, hlaut liann verðlaun í listliáskól- anum. Þess er getið, að prestinum, sem átti að ferma hann, ltafi þótt hann illa búinn undir ferminguna. Ákvað liann því að setja liann neðstan af bömurtum. Einhverju sinni minntist prestur lofsamlega á ungan mann að nafni Thorvaldsen, er þá var á allra vör- um. Spurði hann Albert, livort þeir væru skyldir, úr því þeir bæru sama ættarnafn. Albert sagði sem var, að bann væri þessi piltur. Presti varð svo mikið um þessar upp- lýsingar, að hann skipaði Albert í efsta sætið og nefndi hann upp frá því aldrei annað en monsjer Tliorvaldsen. Albert minntist oft á þetta atvik á lífsleiðinni. Þann 15. ágúst 1791 hlaut Albert hina minni gullmedalíu listliáskólans. Tveint ámm seinna fékk liann einnig hina stærri gullmedalíu og þá um leið rétt til utanfararstyrks list- liáskólans. Það fór ekki lijá því, að Albert eignaðist marga vini. Þeir reyndust honum vel og bvöttu hann til framlialdsnáms. Meðal þeirra var Abilgaard, sem var formaður list-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.