Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1948, Blaðsíða 32

Heimilisblaðið - 01.10.1948, Blaðsíða 32
192 HEIMILISBLAÐIÐ inu stytlri ■—- og sá maffur var ég; og því lengur, sem ég stæði við í þorpinu, þeim mun meira yrði ég tortryggður og þeim mun nánari gætur yrðu liafðar á mér. Einhver hefði gefizt upp í örváentingu, þar sem við slíka örðugleika var að etja, og flúið yfir landamærin. En ég lief alltaf talið trúmennskuna meðal höfuðdyggða minna, og ég lét ekki hugfallast. Ef ekki í dag, þá á morgun; ef ekki í þetta sinn, þá næst. Teningar koma ekki alltaf upp á sama hátt, þegar þeim er kastað. Ég herti því upp hugann, og strax þegar kyrrð var komin á í luisinu, skreið ég út að glugganum, sem var aðeins lítið, ferhyrnt op, með köngulóar- vefjum og heyvisk, sem troðið hafði verið upp í hann öðrum megin. Eg leit út. Þorps- búar virtust allir sofa. Fáein fet frá mér voru dökkar trjágreinar, sem skyggðu að nokkru leyti á gráan, skýjum þakinn liim- ininn, j>ar sejn aðeins grillti í tunglið annað veifið. Ég leit niður fyrir mig, og gat ekki greint neitt fyrst í stað, en þegar augu mín voru tekin að venjast dimmunni — ég var nýbúinn að slökkva á Ijóskerinu mínu — gat ég greint hesthúsdyrnar og útlínur ská- jjaksins. Þetla hafði farið að vonum, því nú gat ég haldið vörð, og að minnsta kosti gengið úr skugga um, hvort Cocheforét færi fyrir dagrenningu. Ef hann gerði það ekki, lilaut hann að vera enn í nágrenninu. Ef hann færi, gæti ég séð, hvernig liann liti út, og kannske komizt að fleiru, sem ég gæti haft gagn af í framtíðinni. Ég reyndi að sætla mig við óþægindin, settist á gólfið við gluggann, og hóf varð- setu, sem ég vissi, að gæti dregizt til morg- uns. En eflir khikkustund var henni lokið, ])ví ]>á heyrði ég livíslazt á niðri, og ein- hver gekk um, og svo heyrði ég komið fyrir liornið, og einhver talaði hátt og hirðuleysis- lega. Ég heyrði ekki, hvað sagt var, en þetta var karlmannsrödd, og ég réð það af sköru- legu máli lians og skipandi raddblæ, að liér væri enginn annar á ferð en lierra de Coche- forét. Ég þrýsti andlitinu út í opið, til að reyna að lieyra betur, og sá þá tvo menn koma, annan hávaxinn og grannan, klæddan kápu, en liinn var kona, að ég liélt, í snjó- hvítum kjól. En nú var lamið allt Iivað af NÝÚTKOMIN RIT FRÆKORN, II. Iiiiidi nf kristilegu Smáritasafni, sein Ólafur Ólufs- son, kristnilioiVi, liýr undir prentun, en Smúritaútgáfan gefur út, er nýlega komiiV' AiValefni Jiessarar bókar er: Kristnir leiötogur II., |iar skrifar Ólafur Ólafsson um séra Cumiar Cunnarsson á Halldórsstödum, þann mikla inerkismann, og liirtir grein eftir liann: A ao- fangadegi þjólShátíöar, sem birtist í Noróanfara i inai 1873. — Þá er Kynnisför til Kína, eftir Jakoli Straunie, me<V formála eftir Ólaf OlafsSon, nijög fróiVleg grein prýdd fjölda mynda. Ég vil vekja atbygli lesenda HeimilisblaiVsins a Frækornum. í fyrra, í I. Iiindi, var meiVal annars skrif- aó um séra Jón í MöiVrufelli, sem fyrstur bóf upP raust sína á nióti vantrúar- og efasemdarkenningum þeirra tíma. Þeir, sem kristindómsmálum unna, þurfa aiV kynnast þessum ágætu prestum og ættjariVarvinum- Frcekorn er góíV en ódýr bók. ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGSINS 1948 er komió út nieð fjölbreyttu og bugðnæniu efni al' vandu, því hugðnæmt ætti bverjum íslendingi a<' vera inV lesa um skógræktarmálin, sem ættu að' vcru mál málanna, hinnu veraldlegu mála, vor á meðul- En skógræktarmálunum er alll of lílið sinnt og ótru- lega lítið til þeirra lagt af opinberu fé, eins og þat er þó ausið og liruðlað á Iiáður hendur í margs koniu hégóma. I þessu liefti eru þessar ritgerðir: Ferö til !\oregs sumariii 1947, og önnur Um Hattkadal, báðar eftu Húkon Rjarnason, skógræktarstjóra. Ari I’orgilsson og Landnámabók, eftir Halldór Hermannsson, Skógar 1 FljótsdalshéraSi fyrr og nú, eftir Guttorm Pálsson, Rannsóknir á þela i jarSvegi, eftir Hákon Bjarnason, Furan í RauShólsey, eftir Helgu Jónasson, Merk bóh, eftir Hákon Bjarnason. Ennfremur: Rikjsstyrkíir skog- rœktarfélaganna, Starf Skpgarœkturfélags tslands, reikn- ingar o. fi. Heimilishlaðið vill minna lesendur sína á Þ ið þýðingarmikla sturf skógræktarfélaganna og vill hvetja alla til þess að styðja þau í orði og verki. tók á þakherbergishlerann. Ég lók ttndir nug sliikk frá glugganum, og lagðist niður á bálk- inn. Það var lamið aftnr. Framh.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.