Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1948, Blaðsíða 29

Heimilisblaðið - 01.10.1948, Blaðsíða 29
HEIMILISBLAÐIÐ 189 É|i reikna með, að ég fái að liggja liér inni, sagði ég, og lagði taumana fram á makka liestsins, sem hengdi höfnðið. Það veit ég ekki, svaraði hann aulalega. Ég henti á skiltið. Þetta er gistiliús, er ]>að ekki? sagði ég. Jú, svaraði hann silalega. Það er gisti- hús. En —- En það er fullt hjá ykknr, eða þið hafið engan mat eins og er, eða konan yðar er veik, eða eittlivað annað er að hjá ykkur, svaraði ég önugur. — En mér er alveg sama, ég ætla að gista hérna. Þér verðið því að gera eins gott úr því og liægt er, og konan yðar líka — ef þér eruð kvæntur. Hann klóraði sér í höfðinu og leil á mig með Ijótu augnaráði. En liann sagði ekk- ert, og ég steig af haki. — Hvar get ég látið hestinn minn inn? spurði ég. — Ég skal sjá um liann, svaraði hann ólundarlega, gekk til mín og tók í beizlis- tauminn. Gott og vel, sagði ég. En ég kem með yður. Miskunnsamur maður er miskunnsam- ur við dýr sín, og hvert sem ég fer, sé ég um, að hestinum mínum sé gefið. — Honum verður gefið, sagði hann stutt- ur í spuna og beið þess, að ég færi inn í húsið. Konan er þarna inni, liélt liann áfram og leit þvérmóðskulega á mig. Imprimis -— ef þér skiljið latínu, vin- ur minn, svaraði ég; — hestinn í liúsið. Hann sá, að ekki tjáði að malda í móinn, sneri við með hestinn og liélt vfir götuna. Bak við gistiliúsið var skúr, sem ég hafði tekið eftir og lialdið að væri liestliús. Ég varð hissa, er ég sá, að liann ætlaði ekki þangað, en sagði þó ekki neitt, og innan fárra mín- utna hafði liann séð vel fyrir liestinum í kofa, sem éinhver nágranni hans virtist eiga. Þcgar þessu var lokið, fvlgdi maðurinn uii'r aftur til gistiliússins og har tiisku mína. Eru ekki aðrir gestir hjá yður? sagði ég kæruleysislega. Eg vissi, að hann gaf mér nánar gætur. -— Nei, svaraði hann. ■— Þessi staður er sennilega ekki mikið í þjóðbraut? — Nei. Það var að vísu auðséð, því að ég hef aldrei séð afskekktari stað. Skógarþykknið, sem náði liátt upp í brattar hlíðamar, af- girti dalinn svo gersamlega, að ég gat varla ímyndað mér að nokkur leið lægi út úr lion- um önnur en sú, sem ég hafði komið. Kof- arnir, sem ekki voru annað en litlir og ljótir skúrar, stóðu í tveim gisnum röðum, og var víða langt á milli þeirra — þar lágu fallin tré og illa hirt engi. Milli kofanna rann straumharður lækur. Og íbúarnir — kola- brennslumenn, eða svínahirðar, eða lítils meg- andi ræflar af slíku tagi, voru engu betri en liíbýli þeirra. Ég litaðist árangurslaust um eftir kastalanum. Hann var hvergi sjá- anlegur og ég þorði ekki að spyrja um hann. Maðurinn fór með mig inn í veitingastofu krárinnar. Þar var lágt undir loft, stofan óað- laðandi, enginn reykháfur né glerrúður í gluggum, enda var allt þakið sóti og óhrein- indum. Eldstæðið var hlaðið úr steini, um það hil eitt fet á liæð, og brann þar stór trjábolur. Yfir honum kraumaði í geysi- stómm potti, og út við einn gluggann var einhver sveitamaður að tala við liúsfreyjuna. Það var orðið of dimmt til að ég gæti greint andlit lians, en ég kallaði í konuna, og settist niður til að bíða eftir kvöldverði mínum. Hún virtist ekki vera eins málgefin og kon- ur af hennar tagi eru að jafnaði, en það gat stafað af því, að maður liennar var viðstadd- ur. Meðan hún var á stjái við matreiðsluna, stóð maðurinn við dvrastafinn, og tók að veita mér svo nánar gætur, að mér var ekki farið að verða um sel. Hann var hávaxinn og kraftalegur, með loðið yfirskegg og hrúnt kjálkaskegg, klippt svo sem tízka var á dög- um Hinriks fjórða; og konungur sá reynd- ist eina umræðuefnið, se.111 ha^gt var að fá manninn til að taka til máls um, og ég vissi, að um það væri í alla staði óliætt að tala við Béarnbúa. En samt var tortryggnisglampi í augum hans, sem aftraði mér frá að spyrja nokkurra spurninga; og er myrkrið seig yfir, og bjarminn af eldinum varpaði æ kynlegri hlæ á svip hans, og mér varð hugsað til liins óravíða skóglendis, sem skildi milli þessa afskekkta dals og Auch, minntist ég aðvör- unar kardínálans um, að ef mér tækist ekki að leysa þetta starf mitt af hendi, væru ekki miklar líkur til að ég gerði frekari óskunda af mér í París en orðinn var.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.