Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1948, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.10.1948, Blaðsíða 8
168 heimilisblaðið stund, sem biSlinum fannst vera eilífðar- tími, og mælti svo: — Elsa er eina bamið mitt og þér getið ímyndað yður, að engum er annara um bam- iugju bennar í lífinu en mér. Þegar þér nú biðjið mig um hönd hennar þykist ég vita, að þér eigið bjarta hennar. Um þá blið máls- ins er því ekkert að ræða. Ég bef heldur ekkert á móti yður sjálfum, og ég get bætt því við, að engan mann í þessum bæ met ég meira en yður. En ég tel ])að skyldu mína sem föður að líta á málið frá öðrum hlið- um h'ka. Enginn getur lifað á ást konu og virðingu tengdaföður síns í þessum heimi, maður getur ekki framflevtt fjölskyldu sinni á því einu. Ef þér væruð embættismaður og IiefðuS föst laun, jafnvel þó þau væru lág, eða sjálfstæður kaupsýslumaður, sem væri sér meðvitandi um kunnáttu til að starfa fyrir sjálfan sig af kostgæfni og áhuga, skyldi ég með glöðu geði leggja framtíð dóttur minn- ar í yðar hendur. En þér vinnið nú hjá öðr- um og ég veit, að þér starfið hjá „Seifferts ekkju & syni“. Ég veit líka, að lmsbóndi yðar er ánægður með yður, og ég efast ekk- ert um það, og ekki lieldur um, að þér gæt- uð staðið vel í stöðu yðar annars staðar. — En eins og nú standa sakir ríkir mikil óvissa í smábæjunum um stöðu jieirra, sem undir aðra eru gefnir, og á ég þá við, eins og ])ér skiljið, ])á, sem vinna bjá einkafyrirtækjum, vegna þess, að eftirspurn eftir starfsmönnum er minni en framboðið. Gamli maðurinn talaði svo rólega og vin- gjarnlega, að Axel Wang jafnaði sig og náði fullkomnu öryggi sínu aftnr. — Ég get vel skilið áhyggjur vðar, herra Redwitz, og bið yður því leyfis að mega bæla nokkrum orðum við það, sem ég sagði áður. Það er ásetningur minn að verða sjálfstæður atvinnurekandi áður en ég bind örlög ungfrú- arinnar, dóttur vðar, ólevsanlega við mín. Það verður smáfelld byrjun og vafalaust ekki auðveld, en ég vona fastlega, að mér takist að sigrast á örðugleikunum. — Áform yðar er vafalaust gott, Iierra Wang, sagði Redwitz en þér minnist lík- lega, að ég er fyrrverandi bankaemba:ttis- maður með lág eftirlaun, bef dregið mig í blé og setzt að í þessum smábæ einmitt vegna þess, að það er ódýrara að lifa bér. Ég er því ekki þess megnugur að geta veitt tengda- svni mínum neina efnalega aðstoð. Ungi maðurinn roðnaði við þessi orð. — Afsakið, lierra Redwitz, en það hefur mér aldrei komið til bugar. Áform mitt er aðeins miðað við mína eigin getu. Innstu þra bjarta míns er fullnægt ef mér auönast að fá Elsu, en mér hefur aldrei komiö í hug að það ætti að stuöla að efnaliagslegri undir- stöðu undir væntanlegu lieimilishaldi mínu. Hið eina, sem hefur gefiö mér kjark til bon- orðs míns nú þegar, á meðan ég er í háðri stöðu, er fullvissan um það, að tilfinningar ungfrú Elsu og mínar fara saman. Við erurn bæði ung og getum bæglega þolað nokkra bið, ef við erum bvort öðru ákvörðuð. Tru- lofunin, staðfesting á framtíðargæfu minni, mundi tvöfalda starfsorku mína og flýta fynr uppfyllingu óska minna. Redwitz kinkaði kolli samsinnandi. — Hversu sannfærður sem ég er um það, að vel tryggð framtíðarstaða er nauðsynleg undirstaða undir lilveru bverrar fjölskyldu, veit ég |)ó jafn vel, að maðurinn sjálfur og skapgerð bans er það, sem heldur öllu 1 skorðum, og ég hef ekkerl að athuga við skapgerð vðar. Nú, jæja, ég vil þá ekki stand- í vegi fyrir hamingju yðar, lierra wang, Elsa samþykkir þetta. En ])ér verðið aö gelU út um hað við hana sjálfa, og nú skal ég kallu ef a hana. Hann gekk beint til dyranna, sem Elsa stó<^ binum megin við og bafði verið að reyna a lieyra lil þeirra, en lieyrði ekkerl fyrir hjaH slættinum. Hann opnaði dyrnar og sagði; Hann lierra Wang langar að tala vi< þig, Elsa. Viltu gera svo vel að segja honum þína skoðun. Elsa gekk inn til þeirra, rjóð og niðurlul, söiui ímynd kvenlegrar óframfærni. Hún veitti því ekki eftirtekt, að faðir bennar gekk 111 úr lierberginu um aörar dvr og skildi bana eftir eina lijá elskbuga bennar. Axel ldjóp fagnandi á móti benni. - Elsa, liann faðir þinn sagði ekki »el’ Hverju svarar þú mér? Svar bennar var aðeins eitt orð, -—- ,|U hans. — Axel! Svo féll bún í faðm bans.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.