Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1948, Blaðsíða 26

Heimilisblaðið - 01.10.1948, Blaðsíða 26
186 HEIMILISBLAÐIÐ Vii) kyrtilfald kardinálans Framhaltissaga eftir Stanley J. Weyman — Ekki liarðar en á yfirsjóinim ríks manns, svaraói liann mildilega um leiiV og liann strauk kettinum. Þér getiiV veriiV viss um |>að, herra de Berault. Langar ySur til að segja nokkuð fleira? — Einu sinni gerði ég yðar hágöfgi greiða, sagði ég fullur örvæntingar. — Sú skuld hefur verið greidd, svaraði hann, —- oflar en einu sinni. En þólt svo hefði ekki verið, liefði ég ekki séð ástæðu til að veita yður viðtal. — Konungurinn! hrópaði ég og grcij) eftir hálmstráinu, sem liann virtist rétta mér. Hann hló við, ómannúðlegum en stillileg- um hlátri. Grannleitt andlit lians, svart yfir- skeggið og gráýrótt liárið, gerðu svip lians ólýsanlega slægvizkulegan. — Ég er ekki konungurinn, sagði hann. Þar að auki er mér sagt, að þér liafið þegar drepið sex menn í einvígum. Þér skuldið því konunginum að minnsta kosti eitl mannsHf. Það verðið þér að borga. Frekari umræður eru óþarfar, herra de Beraull, hélt liann áfram kuldalega, sneri sér undan og lók að safna saman ýmsum skjölum. Lögin verða að hafa sinn gang. Ég hélt að hann væri í þann veginn að gefa lautinantinum merki um að fara burt með mig, og ég fann kaldan svitann sjirelta út á baki mínu. Ég sá gálgann, fann fyrir snör- unni. Að andartaki liðnu mnndi allt verða um seinan. — Mig langar lil að biðja yður bónar, stam- aði ég í örvæntingu minni, -— ef yðar hágiifgi vildi lala við mig einslega. — Til livers? svaraði hann um leið og hann sneri sér við og leit á mig með kuldalegri vanþóknun. — Ég þekki yður — fortíð yðar allt. Það getur ekkert golt af því leilt, vinur minn. — Ekkert illt heklur! hrópaði ég. — Ég er hvort sem er á grafarhakkanum, yðar há- göfgi! Það er satt, sagði hann hugsandi. En samt virlist hann hika, og lijarta mitt barð- ist ákaft um. Að síðustu leit hann á lautin- antinn. - Þér megið fara, sagði liann stutt- ur í spuna.'— Nú, hélt hann áfram, Jiegar laut- inantinn var farinn og við vorum eftir einir, livað vakir fyrir yður? Segið fljótt, það sem yður liggur á hjarta, og umfram allt, reynið ekki að blekkja mig, herra de Berault. En þótl mér byðist nú tækifæri, þar seni ég var einn með honum, leið mér svo illa undir nístandi auguaráði hans, að ég gat ekki komið ujij) nokkru orði og stóð klumsa framini fyrir honum. Ég býst við, að lionum hafi fallið það vel í geð, því andlitsdrættir hans milduðust. Jæja, sagði hann. Er yður ekkerl fleira á höndum? — Maðurinn er ekki dáinn, tautaði ég. Hann yppli öxlum fyrirlitlega. — Hvað um það? sagði liann. Það var ekki það, sem þér ætluðuð að segja við mig! — Einu sinni bjargaði ég lífi yðar hágöfgi, stamaði ég eymdarlega. Ég hef þegar viðurkennt það, svaraði hann með hinni mjóu og livössu rödd sinni. Þér hafið getið þess áður. En hins vegar hafið þér bundið endi á sex mannslíf, sem ég veit um, lierra de Berault. Þér liafið lif- að sem fantur, oflátungur og fjárhættuspilari. Þér, sem eigið |)ó fjölskyldu! Þér ættnð að skammast yðar. Kemur yður það svo á óvart, að þannig er komiö fyrir yður, sem raun

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.