Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1948, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.10.1948, Blaðsíða 4
164 heimilisblaðið háskólans uin langt skeió og ágætur listmál- ari. Hann gyllti mjög fyrir Albert alla dýró Rómaborgar og livatti hann til utanferSar. í bók Helga Konráðssonar um Albert Thor- valdsen, lýsir einn af æskuvinum Thorvald- sens lionum svo: „Thorvaldsén var 66 til 67 þumlunga hár og samsvaraði sér aðdáanlega vel. Hann var eygður manna bezt, en aug- un miðlungi stór. Augnaráðið var Idýlegt og á fagurlega sköptu enni lians mátti sjá ættar- mót hans við það liáa — það hæsta, skrifað þar með sjálfum fingri Guðs. Thorvaldsen var mjög dulur, ekki tortrygginn, en varkár í orðum. Hann hafði þann liyggins hátt, að héyra margt, en skrafa fátt, sem ef til vill stafaði að nokkru leyti af fáfræði hans, en þó ekki síður af þekkingarþrá. Hið fráhæra látleysi hans brást lionum ahlrei alla ævi né heldur sjálfstæði lians og smekkvís fram- koma. Hann Kat verið glaður í góðra vina liópi, gerði Iitlar kröfur 'til annarra, en var veitull á allt það, er liann átti“. Þrem árum eftir að Thorvaldsen varin hina stærri gullmedalíu, lagði hann af stað til Rómaborgar, háborgar liinnar sönnu listar. Hann fékk meðmælabréf til fornfræðingsins Georgs Zoega, er reyndist lionum að ýmsu leyti vel, gagnrýndi verk Iians og veitti hon- nm ]>á •undirstöðufræðslu, er hann þarfnað- ist. 1 Danmörku frétlu menn fátt af Thor- valdsen fyrstu þrjú árin, sem hann var í Róm. Þegar Zoega var spurður um liann, svaraði hann: „Honum er í mörgu áfátt, það er fátt, sem hann gerir vel, og iðinn er hann ekki heldur“. Það var að vísu ekki sannleikan- um samkvæmt, að Tliorvaldsen væri ekki ið- inn, því í litlu vinnustofunrii hans gaf að líta mörg hrotin listaverk. Verk þessi liafði Thor- valdsen gert, en fargað þeim. Fyrstu mynd- ina af Jason hraut hann, en skapaði nýjan og stærri Jason, er vakti jafnvel aðdáun ítalska myndhöggvarans Canova og jók hróður og gengi Thorvaldsens. En fyrstu árin í Róm urðu listamanninum býsna erfið, og hefði hann ekki átt Abilgaard að í Danmörku, er óvíst livernig farið liefði um framlengingu á námsstyrknum. Og þegar (”)ll sund virtust lokuð og ekki annað sýnna en Tliorvaldsen yrði að venda sínu kvæði í kross og halda aftur áleiðis til Danmerkur, rakst eriskur auðmaður, Sir Tliomas Hope að nafni, inn í vinnustofu Tliorvaldsens og sá Jason. Hann varð fullur aðdáunar á lista- verkinu og bauð Thorvaldsen allliáa peninga- upphæð fyrir myndina höggna í marmara, auk þess greiddi liann honum töluvert fyrirfrani- Það er engin efi á því, að kaupin á Jasons- myndinni ráða algjörum tímamótum í hfi Thorvaldsens. Það fór að birta til á listabraut hans, og ekki leið á löngu, unz liann liafði nægum störfum að sinna. Frægðin jókst og tekjurnar jafnframt. Eftir því sem hróður Tliorvaldsens marg- faldaðist í Róm, fóru landar lians heima 1 Danmörku að veita honum meiri athygli en verið liafði. Loks kom að því, að menn fóru að ræða um í fullri alvöru að fá Thorvaldsen og verk lians til Danmerkur og reisa þeuu þar veglegt safnhús. Svo var það í júlí 1838, að freigátan Rnta lagði áleiðis lil Italíu til að sækja listanianu- inn Albert Thorvaldsen og verk lians. Og 17- september sama ár kom freigátan til Kaup' mannaliafnar. Þar hlaut hinn dáði listamaður konunglegar móttökur. H. C. Andersen, ævin- týraskáldið fræga, segir um heimkoniu Thor- valdsens m. a.: „Ákveðið var að draga fána að liún a Nikulásarturninum strax og freigálan R°ta sæist frá Kaupmannaliöfn. En það var þok-1 uni daginn, og skipið var komið fast að borg inni, áður en menn urðu varir við þa ^ Fólkið streymdi í stórum hópum niður a höfninni. Hvílík sjón! Sólin brauzt allt í einu fra,n úr skýjunum. Þarna lá freigátan. Yfir heiu11 var dásamlegur regnbogi, „heiðurslilið rl 1 Alexander“. Fallbyssurnar þrumuðu. a sundinu var mergð af bátum, skreyttum f ‘ul uin. Einkennisfánar gáfu til kynna, að í ein um bátnum væru myndhöggvarar, í öðruu1 málarar, í þeim þriðja skáld og fjórða slu entar. Og þarna voru skraulklæddar ung* meyjar. En í stærsta bátnum, sem róið var frá freigátunni, sal sjálfur Tliorvaldsen llV1 ur fyrir hæruni. Fagnaðarópin kváðu V1 Öll ströndin var full af fólki, höttum og vasa klútum veifað, fagnaðarópin margendurte Það var veizla, fagnaðarveizla. Fólki spennti hesta frá vögnum og fagnaði hon Frh. á hls. 176.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.