Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1948, Blaðsíða 23

Heimilisblaðið - 01.10.1948, Blaðsíða 23
HEIMILISBLAÐIÐ 183 anna, að gajíiislanst mundi verða að lýsa þeim annars staðar en á fundi verkfræð- inga, og jafnvel þar niundu sérfræðingar einir Jiafa gagn af lýsingunni“. Sinclair Smitli liét sá, sem stjórnaði unpsetningu tækjanna. Hann vissi, að liann átti aðeins skammt eftir ólifað, en hann neitaði að taka sér hvíld þá, sem honum var svo bráðnauðsynleg, vegna ákaf- ans í að ljúka verki því, sem hann hafði liafið. Þegar starfsbræðrum lians tókst um síðir að koma lioinun á spítala og undir læknishend- ur, var það þegar um seinan. Hann dó áður en Jiægt var að liefja aðgerðina. Hlutverk 200 þumlunga kíkisins verður tví- skipt. Þann hálfan mánuð, sem tunglið skín, verða gerðar víðtækar litrófsrannsóknir, þar sem hægt er að beita litsjánni þótt tunglskin sé, því litrófið í tunglsskininu er sjaldan svo sterkt, að það liafi áhrif á 1 jósmyndaplötur. En bein myndataka af stjörnunum og stjörnu- þokumun, og litrófsrannsóknir á stjörnuþok- unum eru því aðeins mögulegar, að geimur- inn sé dinnnur. Kíkisins bíða mörg og margvísleg vanda- mál til úrlausnar. Yonir standa til, að liann geti veitt svör við spurningum um vetrar- brautir, fjarlægðir milli linatta, þróun stjarn- anna, Jitróf þeirra, afstæðiskenninguna og ótal margt fleira. Auðvilað getur verið, að plánetunum verði veitt einliver atliygli, en það er mjög ólíklegt, að niiklum tíma verði eytt til þess með risakíkinum. Sex milljónum dollara Jiefur verið varið í smíði stærsta sjónaukans, sem enn liefur verið hygííður í lieiminum, Jiar eð þeir, sem að snn'ðinni stóðu, álitu, að sú eyðsla væri réttlætanleg. Kannske vakna einnig fyrir Jians tilstilli fleiri spurningar, en hann getur leyst úr — eins og fór urn 100 þumlunga kíkinn — og þá munu framsýnir menn reisa ennþá stærri kíki, livað sem öllum kostnaði líður og örðugleikunum, sem liljóta að verða óvið- jafnanlega stærri en þeir, sem byggjendur 200 þumlunga kíkisins urðu fj'rir. LausJ. þýtt og stytt úr Discovery. Góðlátleg rödd í símamuu: —- Læknir, þelta er lón Jónsson. Konan mín er gengin úr kjálkalióunum. Ef þér skyldud eiga leió hérna framhjá í næstu viku eiVu vikunni þar á eftir, vilduiV þér þá gera svo vel og líla inn? FAÐIRINN Frh. af Ids. 162. — Vcrlu rólegur! hrópaði faðirinn. Hann reri í áttina til sonarins. Þá fjarlægðist hann, leil á föður- inn — og sökk. Þórður ætlaði ekki að Irúa sínum eigin augum. Hann Iiéll hátniim kyrrum og slarði á staðinn, þar sem sonurinn hafði sokkið, eins og honum mundi skjóta upp aftur. Þuð komu í ljós nokkrar vatns- bólur, nokkrar í viðhót, síðan ein stór, scm brast — og vatnið varð aftur spegilslétt. 1 þrjá sólarhringa sá fólkið föðurinn róa umhverfis saina staðinn án þess að matast eða sofa. Hann slæddi eftir syni sínum. Og að morgni þriðja dags har leitin árangur og liann har hann upp bakkana heiin lil sín. Það hefði vel getað verið liðið eilt ár síðan. Þá beyrði presturinn seint um haustkvöld einhvern bauka \ið dyrnar franuni í anddyrinu og fálma varlega eftir lokunni. Presturinn opnaði dyrnar og inn gekk hár, hoginu maður, niagur og hæruskotinii. Presturinn virti liann lengi fyrir sér, áður en liann þekkti liann aftur. Það var Þórður. -— Þú kenmr seint, sagði presturinn og stóð kyrr Iiiá honum. — 0, já, ég kem seint, sagði Þórður. Hann setlisl niður. Presturinn settist lílca, cins og hann biði. Það varð löng þögn. Þá sagði Þórður: —- Eg hef dálítið meðferðis, sem ég vil gjaman gefa til fátækra. Það á að reuna í sjóð, sem á að bera nafn sonar míns. Hann stóð upp, Iét peningana á liorðið og setlist aftur. Presturinn taldi þá. — Þetta er há upphæð, sagði liann. — Það er helmingurinn af andvirði jarðar niinnar. Eg seldi hana í dag. Presturinn sat lengi þögull. Ilann spurði að lokiim af hógværð: — Hvað ætlarðu nú að taka þér fvrir liendur, Þórður? — Eitthvað hetra. Þeir sátu góða stund. Augu Þórðar livíldu á gólfinu, augu prestsins á Þórði. Þá sagði prestur lágt og stilli- lega: — Nú hygg ég, að sonur þinn liafi orðið þér til blessunar. — Já, það Iiugsa ég líka sjálfur, sagði Þórður. Hnnn leit upp, og tvö stór tár runnu niður andlit hans.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.