Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1948, Blaðsíða 15

Heimilisblaðið - 01.10.1948, Blaðsíða 15
HEIMILISBLAÐIÐ 175 markalaus. Sé hann einu sinni vakinn, getur ekkert ráðið niðurlögum lians. Hinar traust- ustu og voldugustu stofnanir lirynja til grunna, hinum beztu fyrirtækjum verður ekki við bjargað, ef menn eru einu sinni farnir að efast um áreiðanleik þeirra. Minnstu þessa nú, þegar við þér blasir svona vænleg fram- tíðarbraut! Menn voru ekki á einu máli nm það, livern- ig Redwitz mundi gera dóttur sína úr garði. Mundi bann gefa lienni þá heimanfylgju, er konungsdóttur sæmdi, eða liaga því á þann hátt, er tíðast var á meðal almennra borgara? Þeir, sem þess gátu ti! liöfðu á réttu að standa. Þótti mönnum slíkt látlevsi lofsvert og fara vel á því. Það er fátt, sem kenmr eins ónota- lega við menn og það, er nýríkir menn láta mikið yfir sér, og láta sem mest bera á auð- æfum sínum. Kaupmenn bæjarins voru hin- ir ánægðustu. Þeir höfðu enga óhófsmuni á boðstólum, og ef þeirra befði verið óskað, befðu bæjarbúar ekki notið góðs af inni- baldi peningaskápsins. í þess stað voru kevpt- ir traustir og góðir munir og andvirði þeirra greitl út í bönd, alveg andstætt binum óheppi- legu og skaðlegu lánsviðskiptum, sem tíðk- uðust þar í bænum. Virðingin fyrir Redwitz og fjölskyldu hans fór því, ef mögulegt var, stöðugt vaxandi. Menn fóru að vmpra á því sín á milli, að það væri óverjandi að gera ekki slíkan mann sem Redwitz að heiðurs- borgara bæjarins það væri aðeins tíma- atriði það hlvti að koma á sínum líma. IV. Að afstöðnu brúðkaupi þeirra Elsu og Axels fluitist nokkuð af ljómanum, sem var um arfinn frá Brasilíu, til hins nýja verzlunar- búss, því að stóri peningaskápurinn var flutt- "t' þangað undir eins eftir brúðkaupið. Red- 'vitz liélt aðeins einu liólfi í honuin eftir banda sér, en liann lét lykilinn að því aldrei af bendi við nokkurn mann. Nýja verzlunarfyrirtækið „Wang & Co.“ 'arð aðnjótandi velvilja almennings. Eink- "m var eins og sérstakur liljómur af Brasilíu- gnllinu í þessu ókunnuglega viðskeyli: „Co.“ Ehginn var fær um að komast undan að- dráttarafli þess. Það var enginn banki í bænum og kusu stórbændurnir í nágrenninu því að leita ráða hjá Redwitz varðandi verðbréfakaup og ávöxt- un fjáruppliæða. Hvers vegna áttu Jieir að vera að taka á sig langferðir, fyrst að í ná- grenninu var maður, sem nauðsvnlega varð að bera skvn á þessa bluti? Það var því ekki liðið meira en hálft ár, er fyrirtækið varð að stofnsetja sína eigin bankadeild og loks fólu menn þeim allt, er á einhvern liátt snerti kaup eða sölu á verðbréfum. Jafnt ríkir sem fátækir kepptust um að láta „Wang & Co.“ annast ávöxtun sparifjár síns og stór- upphæða. Þegar fimm árin voru nákvæmlega liðin, var Seiffert gerl aðvart um að nú ætluðu þeir að borga kaupverð verzlunarinnar út. Hinn aldni piparkarl varð skelfingu lost- inn. Hann hafði lifað áliyggjulausu lífi og næðissömu á vöxtunum af eignurn sínum og nú ætti Iiann að flytja fé silt, seni var iiriigglega komið fyrir þarna? Hann rauk til Wangs og Redwitz og ræddi við þá fram og aftur og loks létu þeir til- leiðast, vegna gamallar vináttu og fvrir þrá- beiðni hans, að háta féð standa áfram gegn fjórum af liundraði í vexti. Hann sneri aft- ur að daglega borðinu hjá Hutt, hinn ánægð- asti, — já, var liann nú ekki ágœtismaSur, þessi Redwitz? Lánið Iiélt áfram að fylgja Brasilíu-arfin- um. Viðskiptasambönd fyrirtækisins urðu æ víðtækari og tekjurnar meiri og meiri. Velgengni bæjarins óx ótrúlega mikið vegna iðnaðarstofnana, sem Wang & Co. voru þátt- takendur í, ýmist sem meðeigendur eða lánar- drottnar. Blað bæjarins liafði, meira að segja, orðið svo marga kaupendur, að því var breylt í dagblað. En því viðurkenningarverðara var það, að eigendur „Wang & Co.“ béldu hin- um látlausu lífernisháttum sem áður að heita mátti. Það var ekki svo að skilja, að þeir lifðu ekki notalegu og þægilegu lífi, en þeir sýndu ekkert prjál eða fordihl með neins konar óliófslífi. Þeir höfðu keypt gamlan jurtagarð rétt við bæjarmúrinn og þar byggðu jieir sér snoturt og rúmgott liús. Þar ríkti Elsa sem fögur, ung og lífsglöð húsmóðir. Þar bjó Redwitz gamli hjá börnum sínum og þar voru jn jú liraust barnabörn að leikjum síuum hjá honurn og ungu, gæfusömu hjónunum. En afi var jió sálin í snotra heimilinu.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.