Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1948, Blaðsíða 25

Heimilisblaðið - 01.10.1948, Blaðsíða 25
HEIMILISBLAÐIÐ 185 Heldurðu, að hann elski mip, svo vond- u r sem é<; lief verið? Það segir mamma mín. Jæja, mælti Tom gamli. Ef til vill gerir liann það. Mikið þætti mér vænt um, ef þú lilir inn til mín á morgun, stúlka mín. Svo fór Helen lieim til mömmu sinnar og sagði henni allt af létta um Tom gamhi og livað þeim hafði farið á milli. Næsta dag fór Helen aftur til Tom og færði honum hressingu. En nú sagðist liann vera húinn að missa lystina, þó nærðist liann dá- lítið. Síðan fóru þau að ræða saman, litla stúlkan og gamli maðurinn. Mig grunar, stúlka mín, að ég muni ekki stíga á fæturna framar. Og livað gerir það til? Mennirnir liafa hatað mig, og ég hef liat- að þá. Ef ég þekkti einlivern, sem þætti ofnrlítið vænt um mig, yrði mér hugliægra. Hefurðu ahlrei elskað, Tom? spurði Helen litla. — Hvað þýðir það að elska og vera svik- inn? Mamma segir, að Jesú liafi verið svik- inn, og samt elskaði hann þann, er sveik hann. Hefurðu aldrei elskað Jesú? (), nei, nei. Ég Iief ekki skipt mér af honum frekar öðrum. En liann elskar þig samt, ínælti Helen. Mamma mín segir það. Og ef þú biður liann af lieilum liug fyrirgefur liann þér allar þín- ar syndir. Sú barnslega einlægni er fólst í orðum litlu stúlkunnar bafði ótrúleg áhrif á gamla mann- inn. Ef liann tæki þetta saklausa barn sér til fyrirmyndar og bæði lausnaranh að misk- unna sér, gæti þá ekki átt sér stað, að liann yrði bænheyrður? Þegar Helen bjó sig undir að fara, mælti Tom: Mér hefur verið mikil huggun og ánægja að komu þinni. Hehlurðu, að þú kornir ekki aftur á morgun? —- Jú, ég liugsa það. Ou kannske vildirðu, að mamma mín kæmi líka? - Ef lmn liefði tíma til þess þætti mér það ekki verra. Svo fór Helen heim til mömmu sinnar og sagði lienni frá samræðum sínum við Tom. Daginn eftir fóru báðar mæðgurnar lil Tom. Þá var töluvert (lregið af gamla manninum, og gat hann ekki nærzt á neinu nema dreypt á vatnsdropa. Þegar mæðgurnar böfðu hagrætt lionum sem bezt, sagði liann: Dagar mínir eru þegar taJdir. Lífið lief- ur verið mér sem lieljarslóð. En þó liefur mér verið sendur ljósgeisli síðustu dagana, ég á við blessaða stúlkuna, liana Helenu litlu. Hún liefur bent mér á þá leið, sein okkur ber öllum að fara, að ákalla Drottinn vorn Jesúrn Krist. í nótt fól ég lionum sálu mína og bað liann að fyrirgefa mér svndir mínar. Og nú bef ég öðlast óumræðilegan frið. Ég dey sáttur við Guð og menn. En það á ég dóttur þinni að þakka, kona góð. Hún er elskuleg og góð stúlka. Um kvöldið var svo af lionum dregið, að liann mátti varla mæla. Hann rétti fram böndina og mælti svo lágt að tæplega beyrðist: ViJtu ekki, kona góð, lofa barninu að halda í liönd mína? Aðeins saklausu barni liefði tekizt að snúa mér til Guðs. Helen litla tók í liönd gamla mannsins og yfir ásjónu bans færðist djúpur friður. Eftir stundarþögn beyrðist liann segja: — líg sé ljós. Guð vertu mér syndugum líknsamur. Að svo búnu tók liann andvörpin og var liðið Jík. Á meðan ekkjan veitti gamla manninum nábjargirnar þakkaði liún Guði fyrir, að liann skyldi liafa sent Helen litlu til Tom ein- búa, áður en það var um seinan. Kristín Ölaf sson frá Hábœ ritaSi. GetiS ])ér haldiS jafnvœgi? Franski sálfræiVilipurinn Coué var fræpur fyrir tutt- ujíu og fimni áruni síiVan fyrir bók sína og kennslu- aiVferðir scm miiVuiVu aiV því, acV stjórna undirvitund- inni. Hann skýrgreindi aiVferiVir sínar með þessu dæmi: I.eggið nijóan planka þvert yfir stofugólf, og allir geta gengið eftir honuin fyrirhafnarlaust. En ef þér leggið sama planka yfir þvera götu, niilli tveggja húsþaka, er hæpið', að þér fáið nokkurn inann til að ganga eftir honuni. Hver er munurinn? Plankinn er hinn sami, vöðvarnir eru óhreyttir, viljinn hinn sanii. Munurinn er einungis sá, að meðan plankinn liggur á gólfinu, hugsuni við aðeins uin að ganga eftir hon- um, þegar liann er uppi í loftinu liugsum við mest iim það, að við getum dottið. Magazine Digest.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.