Heimilisblaðið - 01.10.1948, Blaðsíða 31
HEIMILISBLAÐIÐ
skildist allt í einu, livað um var að vera.
En éfi lét sem é<i IieftVi ekki liugmynd um
neitt, o{i 1,16 fyrirlitlega.
— Sjón er sögu ríkari, sagði ég. íig efast
um, a8 1 >ér liafió sérlega mikii'i vit á liest-
um, vinur minn.
Jæja, sagði liann og þótti miður. Þér
haldið ]>að. Einmitt ]>að!
— Ég efast um }>að, sagði ég (irákelknis-
lega.
Komið þér ]>á með mér, og ég skal
sýna yður fallegan liest, lireytti hann í mig,
og liégómleiki lians hafði alveg hugað þag-
mælskuna. Ég sá, að kona hans og gestirnir
litu orðlaus á hann, en liann virti þau ekki
viðlits, lieldur stóð á fætur, tók ljósker og
opnaði dvrnar með slíkum svip, sem hann
hvggi yfir dularfullri vizku, Komið með mér,
hélt liann áfram. Svo ég hef ekki sérlega
mikið vit á hestum, haldið þér. Ég get að
minnsta kosti sýnt yður fallegri hest en yðar!
Ég hefði ekki orðið hissa, þótt hinir menn-
irnir hefðu skorizt í leikinn, en ég geri ráð
fyrir, að þeir hafi ekki gert það, af því að
liann liafi verið foringi þeirra. Við gengum
úl fvrir. Við gengum fáein skref í myrkrinu,
og vorum þá komnir að hesthúsinu, sem var
hyggt áfast við gistihúsið. Maðurinn opnaði
dyrnar, gekk inn á undan mér, og lvfti ljós-
kerinu. Hesturinn hneggjaði lágt og leit á
okkur björtum og mildum augum. Hann
var snöggliærður og jarpur að lit, með hvít
hár í taglinu og einn fóturinn var hvítur.
-— Sjáið þér! hrópaði maðurinn, og sveifl-
aði Ijóskerinu fram og aftur hinn hreykn-
asti, svo að ég gæti séð hestinn sem bezt.
Hvað segið þér nú? Er þetta kannske ein-
hver smáhests-afturkreistingur?
Nei, sagði ég, og gerði mér far um að
dylja aðdáun mína. — Hann er allgóður
þegar miðað er við þennan landsliluta.
— Iivaða landshluta, sem er, svaraði hann
reiðilega. — Hvaða landshluta, sem er, skal
ég segja vður mér er sama, livar hann væri
sýndur! Og ég ætti svo sem að vita það!
Ég skal segja yður, maður minn, að þessi
hestur er — Já, þetta er góður liestur, ef
nokkur góður liestur er á annað horð til!
Hann þagnaði — allt í einu og vandræða-
lega, lét Ijóskerið síga og sneri til dyranna.
Honum lá skyndilega svo mikið á að komast
191
út, að við sjálft lá, að liann rvddi mér um koll.
En ég skildi. Ég vissi, að hann liafði næst-
um því gert allt uppskátt —• að liann hafði
verið í þann veginn að glopra því út úr sér,
að þetta væri hestur herra de Coclieforéts!
Iíg sneri mér undan í myrkrinu, svo hann
yrði þess ekki var, að ég brosti, en mig furð-
aði ekki á því, að maðurinn liafði breytzt
í einni svipan, og orðið eins ódrukkinn og
tortrygginn og áður, jafnskjótt og hann lok-
aði hurðinni: skömmustulegur, reiður við
mig og í skapi til að skera mig á háls út af
smámunum.
En ég mátti ekki lenda í illdeilum. Ég
lét því, sem ég liefði einskis orðið vísari, og
þegar við komiun aftur inn í veitingastof-
una, hrósaði ég hestinum; þó ekki með sterk-
um orðum, lil þess að svo liti út, sem ég
væri alls ekki sannfærður uin kosti lians.
Það livatti mig til varkárni, að hvert sem
ég leit, sá ég bilur vopn og óhýr augnatillit,
enda þvkist ég mega lirósa mér af þ ví, a3
enginn ltali liefði getað leikið hlutverk sitt
betur en ég gerði. En feginn var ég, þegar
þessu ölhi var lokið, og ég var að síðustu
einn í þakherberginu, sem niér var fengið
til gistingar. I5að var hrcinasti lianabjálki,
allt undir súð, og var augsýnilega notað fvrir
ávaxtageymslu. Það var lélegt svefnhús -—
lítt búið að húsnmnum, kalt og óþrifalegt.
Upp þangað lá laus stigi, og fyrir livílu varð
ég að bjargast við kápu mína og visk af
burknum. En samt var ég feginn að fá þetta,
því þar gat ég verið í einrúmi og liugsað
mitt ráð, án þess að gætur væru hafðar á mér.
Cócheforét var auðvitað staddur í kastal-
anum. Hann hafði skilið hest sinn hér eftir,
og haldið áfram fótgangandi; var sennilega
vanur því. Hann var því á næstu grösum
við mig, frá vissu sjónarmiði séð •— því ég
hefði ekki getað komið á heppilegri tíma —
en væri litið á málið frá öðru sjónarmiði,
var hann mér jafn fjarlægur og þótt ég
væri enn kyrr í París. Það var svo langt frá
því, að ég gæti klófest hann, að ég þorði
ekki einu sinni að spyrja nokkurrar spurn-
ingar, né láta nokkurt ógætilegt orð falla,
og jafnvel ekki að líta frjálsmannlega í kring
um mig. Ég vissi, að ég mátti það ekki. Ef
nokkur fengi liinn minnsta grun um erindi
mitt, mundi viss maður verða gerður höfð-