Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1964, Qupperneq 2

Heimilisblaðið - 01.07.1964, Qupperneq 2
SKUGGSJA FENIN GARNIR. Hvar sem menn hafa tekið sér bólfestu hafa þeir tekið í notkun peninga eða einhvern gjaldmiðil. Jafn- vel þar, sem varla er um að ræða persónulegan eignar- rétt, eru til peningar, þótt hvorki séu þeir mynt né seðlar, eins og þeir eru okkur kunnastir. Steingjald- miðill sá, sem notaður er á eyjunni Jap í Suðurhöfum, á að minnsta kosti það sameiginlegt með okkar pen- ingum, að hann er sjaldgæfur og erfitt að afla hans. Fyrir einn af risapeningum eyjarskeggja, sem helzt líkjast mylnuhjóli (1), er hægt að kaupa heilt þorp eða plantekru, því að á Jap fyrirfinnast engir steinar — þaö verður að sækja þá langa og hættulega leið í steinnámurnar á eyjunni Palau, sem liggur langar leiðir frá Jap. — Kauri-skeljamar (2) eru líka not- aðar sem gjaldmiðill. Þaö er ekki hægt að sópa þeim saman eftir viid á ströndinni, því að þær eru sjaldgsef' ar og negrarnir leggja á sig mikla fyrirhöfn til að afla þeirra. — Slegnir peningar hafa ekki alltaf verið kringlóttir. Gömlu kínversku peningarnir, sem notaðif voru fyrir 2000 árum (3), líktust mest þvottaklemmUJn í laginu. — Fyrstu peningarnir á menningartímabili okkar voru slegnir i Litlu-Asiu (4). — Fyrir löngo fundu menn upp á því að miða verðmæti gjaldmiðils sins við gullþyngd, en nú er löngu hætt að móta gulli® í peninga, því að hentugra er að fara með það í stykkj' um eða stöngum. Það er víða notað sem trygging fyrir seðlum þeim og mynt, sem í umferð eru. Hafa þarf nákvæma stjórn á seðlaútgáfunni og forðast að gefa út of mikið af þessum eftirsóttu pappírsmiðum, þvl að annars mundu þeir glata verðgildi sínu. EINKENNILEGAR UPPFINNINGAR. Ekki hafa allir uppfinningamenn verið jafnokar Edisons. Margt gáfnaljósið hefur talið uppfinningu sína færa mannkyninu hina mestu blessun, en margar slíkar uppfinningar liggja enn þann dag í dag ónot- aðar í einkaleyfaskrifstofunum. Einn þessara vitringa lét sér mjög annt um öryggismál meðbræðra sinna og fann upp fyrir okkur regnhlíf með eldingavara, og dró sá, sem hana bar, jarösambandsleiðsluna á eftir sér (1). — Annar uppfinningamaður lýsti því yfir, að í framtíðinni mundu allir ferðast á rafknúnum reið- hjólum, sem rynnu staur eftir staur eftir símalínun- um (2). — Margar uppfinningar eru til þess ætlaðar að gera mönnum lífið léttara, svo sem t. d. sígarettu- haldarinn. Honum er fest yfir eyrað og nefið, og þá hafa menn hendurnar lausar til hvers sem vera ska1 (3). — Sagt er, að loftbelgs-jámbrautin hafl í rauh og veru verið reynd eitt sinn í hættulegu og bröttú íjalllendi í Kanada (4). Vagninn rann eftir teinuiú og var loftbelg fest í þak hans, til þess að létta hoU' um stritið upp brekkuna og verja hann falli. — Einu fann upp ferðatösku úr korki, sem hafði þann kost> að ef háska bar að höndum í sjóferð, þurfti ekki ann' að en tæma töskuna og síðan mátti nota hana sein björgunarhring (5). — Ein þessara furðulegu upP' finninga var vatnshatturinn (6). Hann hafði það sér til ágætis, að þegar eigandi hans ferðaðist um vatnS' laus héruð, safnaði hatturinn í sig vatni í hvert skipt1 sem rigndi, og mátti svo síðar hella vatninu úr honum i ílát.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.