Heimilisblaðið - 01.07.1964, Qupperneq 6
verið settir á land áður. Þá vildi svo til,
að Selkirk var kominn upp á kant við
sjálfan skipstjórann og krafðist þess að
fá að fara í land og taka með sér allt, sem
hann átti um borð.
Þetta var snemma vors á þessum slóð-
um, og eyjarnar hafa óefað haft laðandi
áhrif á hann. Hinir sjómennirnir höfðu
komizt prýðisvel af í hálft ár, svo að hon-
um taldist svo til, að sér myndi einnig
geta vegnað þar vel. Auk þess voru iðu-
lega skipaferðir framhjá eyjunum. Engu
að síður skipti hann um skoðun á síðustu
stundu og vildi halda siglingunni áfram, —
en þá var skipstjóri með öllu ófús til að
taka hann um borð aftur.
Fjórum árum og f jórum mánuðum síðar
var Selkirk bjargað af Woodes Rogers
skipstjóra. Og þá lenti hann í því, sem var
litlu betra en ógnun mannætanna: Blaða-
mennirnir köstuðu sér yfir hinn heim-
komna útlaga. Orð sem hann lét falla við
það tækifæri urðu áhrifamikil fyrir alla
þá, sem síðar hafa fjallað um efnið: mað-
urinn á eyðieyju — það voru þau ummæli
hans, að „óttalegt væri að vera skilinn
eftir einn á öryggislausum stað“. Sjálf bar-
áttan fyrir tilverunni, sem svo mikið kem-
ur við sögu í bókinni um Róbinson, snart
í rauninni Selkirk harla lítið.
Staðurinn, sem hann hafði sjálfur valið
sér til útlegðar, var engan veginn illa til
slíks fallinn. Eftir að Juan Fernandez og
nokkrar landnemafjölskyldur höfðu dval-
izt á eyjunum, var þar urmull af hálf-
villtu geitfé — „lamadýrin“, sem talað er
um í bókinni. Kettir höfðu einnig komizt
þar á land, þegar skip höfðu nálgazt eyna
til að sækja sér vatnsbirgðir. Síðar höfðu
nokkrir Indíánar dvalizt þarna; þeir höfðu
gleymzt við einhverja landgönguna, og þeir
höfðu ræktað landið að nokkru leyti, sem
kom sér vel fyrir Selkirk. Hann fann fjöld-
ann allan af ætilegum plöntum. Sjórinn
var auðugur af fiski, og í fersku vatninu
var aragrúi af lostætum, stórum kröbbum.
Hið eina, sem olli Selkirk raunverulegri
viðurstyggð, voru rotturnar, sem bitu hann
í fæturna og nöguðu fatnað hans á meðan
hann svaf. Og svo vantaði hann salt og
brauðmeti.
Þessi raunverulegi Róbinson átti þannig
margs kost, sem bæði Róbinson skáldsög-
unnar og aðrir uppdiktaðir eða raunveru-
legir skipbrotsmenn hafa ekki átt. Hann
var vel fataður og útbúinn á ýmsan hátt.
Síðar, þegar föt hans voru orðin útslitin,
var hann orðinn það slyngur í höndunum,
að hann gat saumað sér föt úr geitarskinn-
um, sem hann njörvaði saman með skinn-
þráðum. Hann notaði langan tréstaut í
nálar stað. Aftur á móti var eldurinn
vandamál, bæði í raunveruleikanum og
skáldsögunni. Vasahnífurinn var hins veg-
ar miklu auðleystara efni. Selkirk hafði
haft hann með sér í vasanum.
Upplifun Selkirks á eynni þolir engan
samanburð við þá hugmyndaauðgi, sem
Róbinsonssagan gefur tilefni til. Eða
skyldi Róbinson ekki lesa með öfund list-
ann yfir það, sem Selkirk raunverulega
flutti með sér í land ? Útifatnaður, sængui’-
föt, skotvopn, púður, högl, tóbak, öxi og
önnur hagnýt áhöld, siglingafræðitæki og
bækur. f farangri hans var einnig glerhúð-
uð steinkrukka og geysistór drykkjar-
kanna. Hafi maður lesið um erfiðleika
Róbinsons við leirkeragerðina, getur mað-
ur skilið notagildi krukkunnar og könn-
unnar.
Ekki var Selkirk samt hamingjusamur.
Vöntunin á umgengni við annað fólk olli
hinum samkvæmisglaða Selkirk mikilli
raun. 0g hann þjáðist af ótta við hina villtu
náttúru umhverfis. Sigurinn yfir öllu þessu
vonleysi hefur verið hugþekkt efni öllum
siðalærdómsmönnum. Eftir nokkurn tíma
sökkti Selkirk sér niður í Biblíurannsókn-
ir og athuganir með siglingartækjunum.
Hann las, söng sálma og baðst fyrir —
jafnframt því sem hann varð að afla sér
fæðu. Loks háði hann harða en með öllu
vonlausa baráttu við rottumergðina. Nokk-
uð rofaði til, þegar honum tókst að hæna
til sín fáeina villiketti og beita þeim á rott-
urnar.
Þann 31. janúar 1709 sá Selkirk til
skipsferðar frá útsýnishæð sinni. Þegai’
hann hafði fullvissað sig um, að það vai’
enskt, kveikti hann bál. Reykurinn sást,
og báti var skotið í land. Sjómennirnir sáu
þar fyrir einsetumann, „klæddan í geitar-
138
HEIMILISBLAÐI®