Heimilisblaðið - 01.07.1964, Page 8
Hindurvitni
Smásaga eftir Cyrus Brooks.
Evelyn Knox var hjátrúarfull. Fólki
fannst það reyndar heillandi, rétt eins og
blásvartir hárlokkar hennar og augu,freist-
andi munnur hennar, netta hakan og un-
aðarfullur líkamsvöxturinn.
Hjátrú Evelynar birtist í ástríðuþrungnu
dálæti á því að leggja kapal, spá í kaffi-
korg og tegums, auk þess sem hún hafði
mikla ást á köttum, að ógleymdum ýmsum
verndargripum. Einn slíkan verndargrip,
sem hún nefndi „Litla Hugh“, bar hún
að jafnaði í bláum borða um hálsinn. Og
hér erum við komin að efninu. Kvöld eitt,
þegar Evelyn var að fara heim úr bíói,
týndi hún þessum verndargrip.
Hún varð þessa fyrst vör, þegar hún var
komin heim og ætlaði að fara að hátta.
Og óðara en hún áttaði sig á þessu varð
henni ljóst, að örlögin höfðu eitthvað sér-
stakt í hyggju með því að láta þetta ske.
Hún stóð með hárburstann í annarri
hendi fyrir framan spegilinn og virti fyrir
sér sorgmæddan svip sinn. Hún var að því
komin að klæða sig aftur og fara út til
þess að leita að „Hugh litla“. En til hvaða
gagns yrði það? Pínulítill verndargripur,
sem búið hafði í ró og tilbreytingarleysi
við barm hennar, innanklæða, myndi óum-
flýjanlega vera að eilífu glataður, úr því
hann var á annað borð sloppinn út í botn-
lausa ringulreiðina á götum Lundúnaborg-
ar. Evelyn lét sér því nægja að fella nokk-
ur hljóðlát tár og gekk síðan til hvílu, yfir-
buguð af harla slæmum grun.
Það fyrsta, sem hún gerði morguninn
eftir, var að fella um koll saltstaukinn á
eldhúsborðinu. Þetta gerði hana svo upp-
næma og viðutan í senn, að hún var ekki
fyrr komin út á gangstéttina nokkru síðar,
en hún lagði leið sína beint undir stiga,
sem reistur hafði verið upp við húsvegg-
inn.
Éveíyn nam staðar í kuldalegri morgun-
kyrrðinni. Var það annars þess vert að
fara í vinnuna í dag? Það var ekki háttui'
hennar að vanrækja starf sitt, og hún
gerði slíkt ekki nema í neyð. Hitt var svo
aftur vafamál, hvort hún þorði yfirleitt
að fara í vinnuna, eftir að dagurinn vai'
byrjaður með jafn skelfilegum hætti. Var
ekki eins gott að snúa við, loka sig inni
það sem eftir var dags og láta örlögin —■
þær óheilladísir — leggja niður skottið í
eitt skipti? Á meðan hún var að velta
þessu fyrir sér, kom fram í huga henni
sólbrennt andlitið á Hugh Porrits. „Litli
Hugh“ var einmitt heitinn í höfuðið á
honum. Kannski myndi Hugh hringja til
hennar í dag. Nei, hún varð að láta eins
og ekkert væri og fara í vinnuna.
Örlögin héldu sig á mottunni unz áliðið
var dags, en þá brugðu þau fyrir sig Hari'-
iet nokkurri Fisher. Enginn skyldi ætla um
Harriet, að hún gæti reynzt handbendi
sjálfra örlaganna. Hún var kringluleit og
þybbin, nærsýn, hafði sérstakt dálæti á
rjómakökum, og var friðsamasta mann-
vera á öllu jarðríki.
„Þú getur ekki ímyndað þér, hvað ég
skemmti mér vel í gær,“ sagði hún með
ákafa og tók undir handlegg Evelynar í
stigaganginum. „Ég fór nefnilega til spá-
konu — þessarar sem býr uppi á kvistin-
um fyrir ofan bakaríið. Hún sagði méi'
bókstaflega allt — um foreldra mína, hvað
ég ætti mörg systkini, og um Bertie frænda,
— hluti, sem ég hafði ekki hugmynd um-
Ja, hann Bertie frændi ætti bara að korna
núna og halda yfir mér siðferðisræður, ^
sá skyldi fá að heyra það, það máttu bóka '•
Og hugsaðu þér, þetta kostaði ekki nema
krónu. Komdu, við skulum skreppa snöggv-
ast upp til hennar!“
Þegar Harriet var í þessum ham, vai'
ekki um annað að gera en að hlýða. Evely11
veitti enga mótspyrnu, heldur lét teyma
sig upp snúinn og skakkan stigann til
spákonunnar. Hún hefði reyndar átt að
hugsa sig betur um og ekki láta þetta
henda sig eftir hina þreföldu viðvöruW
fyrr um daginn. En hugur hennar hafð1
140
heimilisblaðið