Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1964, Síða 12

Heimilisblaðið - 01.07.1964, Síða 12
pakka, sem Evelyn hélt á undir hendinni. „Eruð þér með kvittun?“ Hún svaraði ekki. Duggan var ekki þannig maður, að hann tæki með silkihönzkum á afbrotum. Hann teygði fram höndina eftir pakkanum og opnaði hann. Hann tók upp stolnu peys- una og hélt henni í grófri hendi hátt á loft, svo að allir viðstaddir mættu sjá. Ungu stúlkurnar teygðu hálsinn og ráku upp hálfkæfð óp. Sumar skríktu, því þeim fannst þetta furðu-ómerkilegur hlutur til að gera sig að þjófi fyrir: brún peysa með hvítum ermum og ekkert sérlega falleg né verðmæt! „Eruð þér með kvittun?“ endurtók Duggan. Evelyn svaraði engu, en Duggan pakk- aði peysunni aftur inn í bréfið og lagði pakkann til hliðar. f sömu andrá heyrðist myndugleg rödd. Þar var komin ungfrú Crump deildar- stjóri, forvitin eftir að vita, hvað á seyði væri við útgöngudyrnar. „Hvað er hér um að vera?“ spui'ði hún. „Hvers vegna segið þér ekki neitt?“ spurði hún og sneri sér að Evelyn. Síðan leit hún á Duggan. „Þetta er í full- komnu lagi,“ sagði hún. „Ég hef sjálf selt ungfrú Knox þessa peysu. Hins vegar gleymdi ég að gefa henni kvittun, en ég skal senda hana á morgun. Þér skuluð heldur halda pakkanum þangað til, Dug- gan. Komið með mér, ungfrú Knox.“ Evelyn opnaði munninn til að segja eitt- hvað, en hvað gat hún sagt? Hún var í senn skömmustuleg og sái’lega vonsvikin. Hún var með kökk í hálsinum. Tárin brut- ust fram í augun og runnu niður vangana. „Nei, hættið nú þessu!“ sagði frú Crump hvatskeytislega. „Ekki hér úti á miðri götu. Farið nú bara heim til yðar, stúlka mín. Við skulum tala um þetta á morgun. Mér kemur ekki til hugar, að þér hafið raunverulega ætlað yður að gera nokkuð sem var ólöglegt — og allra sízt að fremja þjófnað. Þurrkið yður nú um augun og flýtið yður heim.“ Hún kinkaði kolli í kveðjuskyni, og Evelyn sá hana hverfa inn í mannþröngina með litla svarta flauels- hattinn. Hægum skrefum og lotnu höfði gekk Evelyn í áttina að St. James skemmtigarð- inum. Ásetningur hennar og ráðagerðii' höfðu farið út um þúfur. Nú var ekki um annað að ræða en segja Hugh Porrit allan sannleikann — ef hann þá skyldi biðja hennar í dag. Hún varð að vera heiðarleg við hann og taka afleiðingunum eins og þær yrðu. Hún kom stundarfjórðungi of seint og hitti hann þar sem hann var á gangi fram og aftur um grasflötina. Andlit hans ljóm- aði upp, er hann sá hana nálgast. „Góðan dag, Evelyn — hvernig líður henni fi'ænku þinni?“ „Fræ — frænku, æjá! Ójú, henni líður miklu betur, þakka þér fyrir.“ Hann leiddi hana að tveim garðstólum, sem stóðu hálf faldir bak við ródódendron- runna hjá vatninu, og greip um hönd henn- ar. „Evelyn —“ hóf hann máls, og rödd hans var svo óvenju hátíðleg, að hún var ekki í minnsta vafa um fi'amhaldið. „Nei — bíddu,“ greip hún fi'am í fyrii' honum. „Ég veit, hvað þú ætlar að segja, en ég vil ekki, að það séu nein leyndai’mál á milli okkar — við verðum að gera út um þau áður.“ Það var eins og Porrit kipptist við. Hann roðnaði, en Evelyn tók ekki eftir því. Hún starði fram fyrir sig út á vatnið. „Leyndai’mál ?“ endurtók Porrit óróleg- ur. „Við hvað áttu, góða mín?“ „Ég á við,“ hóf Evelyn máls. „Ég á við . ..“ Hún þagnaði, en síðan lét hún það koma: „Við getum ekki lifað í skugga fang- elsisins!“ Hugh Porrit dró andann þungt, laut fram á hnjákollana og greip báðum hönd- um fyrir andlitið. „Hvernig vissirðu þetta?“ spurði hann lágt. Evelyn botnaði ekki í því hvað hann vai' að fara. En nú var hún reiðubúin að segja honum allt. „Ég fór til spákonu,“ sagði hún, „og hún sagði mér allt eins og það var ...“ „Spákonu? Ég hefði sjálfur átt að segja þér það,“ svaraði Hugh miður sín. „Efl ég ... ég skammaðist mín svo fyrir það- Ég var hræddur við að segja þér það.“ 144 HEIMILISBLAÐl0

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.