Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1964, Page 14

Heimilisblaðið - 01.07.1964, Page 14
í hringleikahúsinu eru dýr látin sýna ýmislegt, sem þau liafa verið tamin til að gera, en á milli þátta má oft sjá margt broslegt, sem þeim fer á milli. Myndin er af einu slíku atriSi. < Risafíllinn Diksi í dýragarð- inum í Lundúnum vegur 3,5 tonn. Menn biðu með eftir- væntingu eftir að sjá hvernig hann tæki á móti landa sin- um, ungum fíl, sem fluttur var frá Tanganika í Afriku i dýragarðinn. Það var ekki hægt að sjá annað en að það yrðu fagnaðarfundir. > í enskum skólum eru nem- endurnir hvattir til að æfa skilmingar, en skólarnir hafa svo keppni sín á milli, og þeir sem ná beztum árangri í þeim málum, fá að launum að fara á heimsmótið í skilmingum. Myndin er tekin í skóla i Lundúnum, þar sem 700 nem- endur æfa skilmingar. < > Panda er þessi bjarndýra- tegund nefnd. Heimkynni hans eru bambursskógar í fjallendi Kína. Hann er nú að verða útdauður í heimalandi sínu. Myndin er af hinu eina dýri, sem til er á vesturhveli jarðar, en það er í eigu dýragarðsins i Lundúnum. Hin fræga Lundúnaþoka veld- ur oft kvefpestum á veturna. Hringleikahússapinn „Rascal" fer þvi ekki út á þeim tíma árs, nema að hafa þetta önd- unartæki. < Gestgjafi í Norður-Indlandi á þennan einkennilega kanarí- fugl, sem ekki þiggur annan drykk en gin, blandað með vatni. Allan daginn situr hann á barmi gin-glassins, en þegar gestirnir yfirgefa veitingastof- una á kvöldin, fer hann í búr- ið sitt og dvelur þar til morg- uns. > 146 heimilisbla®111

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.