Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1964, Qupperneq 15

Heimilisblaðið - 01.07.1964, Qupperneq 15
Hve lífið, — landið, — barnið sér lék við júní-sól. Sólargeislinn Þú sól, er aldrei sefur, en signir höf og lönd, — og allt hið veika vefur þin voldug kærleikshönd. Þú vekur börn af blundi, og blómum skrýðir mold; og jökulkuldinn klökknar með kristaltár á fold. Þú ríkir yfir öllu um allan stjarnageim. Þú lífgar allt sem lifir, þú lýsir allan heim. Skal mannsins hjarta og hugur þá hafna Ijósi því, er dauðans dægurflugur sig draga geislann i? Þá húm og hregg þig felur, vill hrasa andi minn. Er aftur sér til sólar, hve sæll er maðurinn. Og ýmsum aldrei gleymist oð án þín, geisli, oss kól. — Við söfnum öllu sjúku í sólargeislans yl,----- þar lifir Ijúfust vonin eins lengi og hún er til. Með blóm og börn og vonir, — hið bezta er á eg til, — eg sæki í sólargeislann, i sólarljós og yl. Eg sé — að baki sólar er sólarguðsins hönd að benda manna börnum á björt og ylrík lönd. Eg sit með sögu Mána og sólarguðinn bið, — unz andans hrjóstur hlána og hjartað eignast frið. í helgum sólarhita eg hjarta Guðs míns finn. — Þeim sólaryl eg safna og sofna — í geislann inn. Þeim yl eg fel minn anda og að því Ijósi’ eg sný. Sem barn eg vona að vakna þeim vonargeisla í. Jónas A. Sigurðsson. 1ieimilisblaðið 147

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.