Heimilisblaðið - 01.07.1964, Blaðsíða 34
Kelmer, „virðist hafa gleypt Róbert með
húð og hári.“
„Giftist hún honum af ást eða vegna
peninganna?" spurði Rinna beisk.
„Af hvoru tveggja, býst ég við,“ svaraði
frú Kelmer. „Hún heldur, að hún hafi
gripið gæsina. Ég hef ekki sagt henni
sannleikann ennþá.“
„Hvernig skyldi hún svo taka honum?“
mælti Martin þurrlega.
„Ekki veit ég það. Hún sagði, að pening-
ar hefðu enga þýðingu fyrir sig í þessu
sambandi. Ég fel þér í hendur, Martin,
að tala við hana einslega og komast að því,
hvernig allt er 1 pottinn búið.“
Martin Grove var maður, sem jafnan
var hægt að bera traust til, þegar vanda
sem þennan bar að höndum.
„Þú ættir þó sjálf að hafa þá ánægju
að veiða upp úr henni, Dahlia,“ sagði
Rinna við frú Kelmer. „Það myndi ég
gera í þínum sporum — eftir bréfið sem
hún skrifaði þér. Það hlægilega bréf —
smjaðurslegt, rétt eins og hún héti því að
annast þig í ellinni — og ekki að komast
upp á milli þín og Róberts. Hún er öldung-
is sérstæð.“
„Þú hefur ekki séð bréfið ennþá, Martin,
er það?“ sagði frú Kelmer.
„Nei. En má ég lesa það?“
„Mér finnst, að Martin ætti að sjá það,“
sagði Rinna.
Frú Kelmer leitaði að bréfinu í "skrif-
púlti sínu, sem stóð á milli glugganna.
Martin gekk að henni og stóð úti í öðru
gluggaskotinu á meðan hann las.
Honum var ljóst, að báðar þessar konur
voru svo gramar í geði, að þær gætu með
Ijúfu geði heyrt hina ungu konu Róberts
dæmda til dauða og séð hana tekna af lífi
— aðeins ef hún mætti komast burt úr
tilverunni. Hann vissi, að Rinna var kven-
hugsjón hans sjálfs, en samt var hún ekki
síður harðbrjósta en frú Dahlia Kelmer.
Bréfið, sem hann nú las, virtist honum
barnslegt, en engu að síður vakti það hjá
honum nokkurn efa. Hann átti bágt með
að trúa því, að stúlkan, sem hafði skrifað
það, væri á höttunum eftir skjótfengnum
auði, eins og þær konurnar álitu hana vera.
Bréfið hljóðaði þannig:
Kæra frú Kelmer!
Ég skrifa þetta bréf án vitneskju K°'
berts, vegna þess að mér finnst við maW1'
eskjurnar stundum vera harðneskjuleg^
hver við aðra, og ég gat ekki hugsað wel
að reynast harðbrjósta við aðra konu, síd
af öllu móður Róberts.
Við Róbert urðum ástfangin hvort oj
öðru við fyrsta augnatillit, og þegar Peí
lesið þetta, erum við gift og í brúðkauVs',
ferð. Við höfum í hyggju að setjast að 1
Veiðimannakránni í Vithel. Ef yður keW
ur ekki þetta þeim mun meira óþægileV6
á óvart, þætti mér fjarska ánægjulegt, e1 j
þér vilduð senda mér kveðju.
Ég myndi verða glöð og hamingjusÖtil>
ef ég vissi, að móðir Róberts hefði dál&^
á mér. Róbert hefur óskað þess, að 1$
giftum okkur strax og í algjörri kyrrþe*•
Hann þolir ekkert umstang, eins og Pc>
munuð vita. Þér þekkið hann sjálfsa^
miklu betur en ég geri.
Það olli mér kvíða, þegar hann tjáði mer'
að þér byggjuð hjá honum og að þér my^'
uð vera því mótfallin, að hann kvæntisj'
En kæra frú Kelmer — kæra tengdamóðV'
ef ég má leyfa mér að kalla yður það
fyrir alla muni verið ekki áhyggjufull.
hef ekki minnstu löngun til að taka K°'
bert frá yður — fram yfir það sem ég se)C
eiginkona hefi að sjálfsögðu mín réttind
En þau þurfa ekki að stangast á við yðof'
eða finnst yður það? Ég er ekki ásælt1>'
Ég óska aðeins, að ég falli yður vel í 96;
og þér komið til með að láta yður þyMlt
vænt um mig.
Ég elska Róbert svo innilega.
Yðar tengdadóttir
Tía.
Martin las bréfið þrisvar sinnum. Kjá'1'
inn sá arna, hugsaði hann. Að yður þý^1
vænt um mig — að ég falli yður í geð!
Ogþó...?
„Ég hef ekki hugmynd um, hvaðan hu1]
er upprunnin eða hvar hún á heim^'
heyrði hann frú Kelmer segja.
Hann sneri sér hægt við og braut bréf1
saman. Þessi athugasemd hafði snert vi0'
kvæman streng í brjósti hans og vakið t1
166
HEIMILISBLAPÍ®