Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1964, Blaðsíða 38

Heimilisblaðið - 01.07.1964, Blaðsíða 38
Við, sem vinnum eldhússtörfin Flestar höfum við húsmæðurnar gaman af að reyna nýjar kökuuppskriftir, en aft- ur á móti erum við ekki eins duglegar við að reyna nýjar miðdagsuppskriftir. Ég ætla nú samt að koma með nokkrar, sem ég held að flestir meðlimir fjölskyldunnar yrðu ánægðir með. Sumareggjakaka: 6 egg 2 msk. hveiti 1% dl. mjólk 50 gr. smjör eða smjörlíki Eggin eru vel þeytt ásamt hveitinu, og mjólkin látin út í. Hitið smjörið á pönn- unni og hellið eggjadeiginu á hana. Bakið eggjakökuna við hægan hita í ca. 10 mín. Leggið grænmetið í raðir á eggjakökuna og skreytið með tómatsneiðunum utan með. Leggið steiktar bacon-sneiðarnar ofan á og skammtið eggjakökuna beint af pönn- unnni. Risakjötbolla: 375 gr. kjötfars 125 gr. sveppir 1-2 laukar 250 gr. tómatar smjör eða smjör- salt, pipar. líki Kjötfarsið er steikt á pönnunni eins og stór kjötbolla og er steikt á báðum hliðum. Það má ekki vera of mikill hiti, því þá gæti orðið erfitt að steikja farsið í gegn án þess að það verði of dökkt. Skerið nú sveppina í tvennt, og skerið laukana niður. Brúnið hvorttveggja í ofurlitlu smjöri. Skerið tómatana í sneiðar og snúið þeim augnablik í smjöri og leggið síðan ofan á bolluna, þegar búið er að snúa henni. Kryddið með salti og pipar og hellið sveppablöndunni yfir. Bollan er látin heil á fat og skorin eins og terta. Kartöflur og salat er borðað með. Buff með Figaro-sósu: 4 sneiðar nautakjöt smjör eða smjöf' (hver sneið ca. líki, salt, pipar. 125 gr.) 4 sneiðar ristað brauð. *£) Berjið kjötsneiðarnar aðeins og reyn1, að hafa þær kringlóttar. Steikið þssf * nokkrar mínútur á hvorri hlið, með WJ0* litlu smjöri og kryddið þær þegar þær el|! tilbúnar með salti og pipar. Leggið þ®1! ^ nýristað brauð og hellið ofurlitlu af unni yfir. Figaro-sósa: 1 tsk. rifinn laukur 1 msk. edik 100 gr. smjör 2 eggjarauður, 6-8 sneiðar af bacon baunir, aspargus, sveppir og tómat- sneiðar. sítrónusafi, kjö1' kraftur, salt, P'Pf, ca. 1 tsk. pip&rr 170 HEIMILISBLAP15

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.