Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1964, Qupperneq 40

Heimilisblaðið - 01.07.1964, Qupperneq 40
Kalli og Palli hafa mikinn áhuga á tunglinu. „Það er eitthvað svo spennandi þar uppi,“ segir Kalli, „og í kvöld verður það svo nærri, að við getum ábyggilega snert það, ef við förum upp á fjallstoppinn. Komdu, Palli.“ En svo virðist sem máninn sé jafn fjarri þarna uppi. „Það er sannarlega ergilegt eftir allt stritið við að komast hingað upp,“ rymur Palli ergilega. „Nöldrari getur þú verið,“ segir Kalli, „þetta hefur þó alls ^ verið til einskis, því vatnið hinum megin á fjallinU0g alveg eins og máni, og það getum við þó snert. svo hendast þeir niður fjallið, en þegar birnirnir 1 nálgast vatnið, dregur ský fyrir mánann og „mánarnir" hverfa. Og Kalli og Palli eru sammála 11 að það sé ekki hægt að treysta á þennan mána. Sóiin skín og sjórinn er hlýr. Kalli og Palli halda niður til strandarinnar með baðfötin sín og sigla hreyknir út á hið bláa haf. „Þetta er vissulega eitt- hvað annað en að vera heima og gera hreint og þvo upp, ha, Palli!" „Satt segir þú,“ anzar Palli. Allt er svo friðsamlegt. Birnirnir tveir geta ekki vitað, að sverðfiskurinn er í slæmu skapi einmitt í dag. „Ha,“ hugsar hann meinfýsinn, „þarna koma Kalli og Palli á gúmmídýnunni sinni. Það er tilvalið." Og allt í eib'* byrja bangsarnir að sökkva. „Hér er djúpt, bara ® þetta fari ekki illa,“ hugsa þeir kvíðandi. Sem betu fer eru þarna tveir vingjarnlegir selir í námund^ „Hæ, hvað erúð þið að gera hér niður á hafsbotni? segja þeir, „við verðum víst að flytja ykkur heim aftnr' Heimferðin er ekki ósvipuð og ferðin út á sjóinn, 0 það eru bangsarnir ánægöir með.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.