Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1965, Side 6

Heimilisblaðið - 01.01.1965, Side 6
Þegar ísa leysir Snuísaaia eftir Hans Kirk. Frá uppljómuðu gluggum krárinnar barst músíkin og drynjandi fótatak dansendanna. Úti fyrir, í frostbirtu þessa tunglskins- bjarta vetrarkvölds, stóðu þau tvö og töl- uðu saman í lágum hljóðum, en af ákafa. Hann var hávaxinn og herðabreiður með veðurbitið andlit. Hann var sjómaður og hét Anders Hög. Hún var þreklega vaxin stúika með fagra og viðkvæma andlits- drætti og hýr og brún augu. Hún var dóttir bátsformanns í veiðistöðinni og hét Kristín. Sagt var, að þau tvö ættu saman, en í kvöld voru þau samt engir sérstakir mátar. ,,Þú hagar þér ekki eins og þér ber að gera,“ mælti Anders Hög hispurslaust. ,,Þú þýtur af stað með einum eftir annan, og ef maður þekkti þig ekki skyldi maður ætla það versta um þig — eins og þú lætur við strákana. Er það ætlun þín að gera þá alla snarvitlausa eða hvað?“ „Ég veit ekki til, að ég hafi gert neitt. rangt,“ svaraði stúlkan. „Ég er þó komin á ball til að skemmta mér, og ég dansa við þá, sem bjóða mér upp. Hvernig viltu annars, að ég hagi mér?“ „Þú gætir ósköp vel skemmt þér á dá- lítið stillilegri hátt,“ svaraði sjómaðurinn. „Ég kæri mig ekkert um, að þú lendir á vörum almennings.“ Stúlkunni rann í skap, rödd hennar varð hrjúf og fráhrindandi. „Ég veit ekki, hvers vegna þú þarft að vera að tala um það, hvernig ég hagi mér,“ mælti hún. „Ég hef ekki gefið þér neitt leyfi til að stjórna mér. Ég er nógu gömul til að ráða mér sjálf og mun ekki spyrja þig um leyfi, þegar einhver strákur fer 6 fram á að dansa við mig. Við erum hvork* trúlofuð eða gift — og ef þú gefur mér ekki leyfi til þess að vera eins og ég á að mér að vera, þá verðum við það heldm' aldrei!“ „Vertu nú róleg og skynsöm," svarað1 Anders Hög og stillti sig. „Þú veizt vet að ég tala þannig af því að mér þykir vaent um þig og vil alls ekki, að neitt ljótt se sagt um þig. Fólk er alltaf reiðubúið að leggja allt út á verra veg.“ „Mér finnst líka, að þú hafir nægan vilJa til að skipta þér af mér,“ svaraði Kristí11 afundin. „Það hefur þó enginn beðið Þ1” um það.“ Andartak leit sjómaðurinn þögull á han^ síðan sneri hann sér undan án þess 9 segja orð og gekk burtu. Kristín var að því komin að hlaupa a eftir honum og biðja hann um að láta 11 *' indin vera gleymd. Hann meinti auðvita ekkert með þessum orðum sínum. En hLin stóð kyrr í þrjózku sinni, því að hen111 fannst engin meining í því, hvernig ha1111 var stöðugt að ámæla henni og setja 11 á framkomu hennar. Hann var einum 11 nl of alvarlegur og átti ekki til að bera h®11 leika hennar til að njóta augnablikS' skemmtunar. En var hann fyrir þær saK1 eitthvað betri en hún? Kristín hnykkti 1 höfðinu og gekk inn í danssalinn. Tve1 ungir menn komu samstundis í áttina hennar, og munaði minnstu að þeir ííBl' í hár saman út af því, hvor þeirra felln, að dansa við hana fyrst. Það sem eftir val kvöldsins fór hún ekki af dansgólfinu. Dökkt, gljáandi hárið stóð í sveip um ho uð henni, og fagurlagað andlit hennar v HEIMILISBLAPi£)

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.