Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1965, Page 5

Heimilisblaðið - 01.12.1965, Page 5
Súlan í múrveggnum. Hœgra megin teikning af gröfinni, eins og ólitið er að hún hafi verið. st. Markius ásamt eiginkonu sinni og son- um alla leið frá Persiu, og 284 kom St. Maurus frá Afríku. Ofsóknum gegn kristnum mönnum lauk í raun og veru ekki fyrr en á stjórnar- árum Konstantíns (306—337), fyrsta róm- verska keisarans, sem játaði að nafninu til kristna trú. Konstantín veitti Sylvester páfa I. leyfi til þess að reisa stóra kirkju yfir legstað Péturs og fyrstu rómversku biskupanna við Via Corrielia. Gröf Péturs var ekki hreyfð, en höfuðaltari kirkjunn- ar smíðað utan um hana. Kirkjan var byggð úr steini úr gamla hringleikahúsi Caligúlu — veðhlaupabrautinni — í ná- grenninu. Norðurveggurinn umhverfis leiksviðið var notaður sem grundvöllur kirkjunnar, suðurhluti kirkjunnar náði al- veg inn á gamla bardagasviðið. Vinnan við kirkjuna stóð yfir um aldar- fjórðung, frá 326 til 349. 35 þrep lágu upp að stórum, marmaralögðum, opnum for- Sarði, sem umkringdur var bogagöngum. í miðjum garðinum var lítill gosbrunnur, í gylltri skál undir himni á súlum, — það var aflátsgosbrunnur. Sjálf kirkjan var basilíka með fimm skip. Inni í marmarasúlnaskógi hennar voru 52 ölturu, þar sem iogaði á 700 kert- um dag og nótt. Mósaik-skreytingar glitr- uðu og ljómuðu á veggjum og hvelfingu. Hátt súlnaþak hvelfdist yfir gröf postul- ans. Pílagrímarnir voru vanir að stinga dúkpjötlum eða öðrum smáhlutum niður um sprungu á gröfinni til þess að snerta steinlíkkistu Péturs. Líknarbróðurinn Agi- ulf frá Tour heimsótti kirkjuna um árið 600, og lýsing hans á því, sem hann sá, hefur varðveitzt: „St. Pétur er grafinn í kirkju, sem er kölluð Vatikanið frá fornu fari. Mjög sjaldan er stigið á grafmerki hans, sem er undir altarinu. En ef einhver óskar að biðjast fyrir, er girðingin um- hverfis staðinn opnuð og þá er gengið inn á grafmerkið, lítil lúga ~ er opnuð, menn stinga höfðinu inn og mæla fram sorgir sínar og áhyggjur." Sennilega var gröf Péturs algjörlega hEIMILISBLAÐIÐ 225

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.