Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 11

Heimilisblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 11
meðan kýrnar hlupu í áttina til mín, auð- mýkingin við það að láta koma að mér jafn fáklæddri, og það af ókunnugum karl- manni, hin nagandi vissa um það að ég hafði verið aumleg og hláleg, gremjan yfir því, hversu samúðarlaus hann hafði verið, — allt þetta var meira en ég þoldi. Ég hnipraði mig saman í víðri regnkáp- unni og leyfði tárunum að fljóta yfir þær skrámur og mýbit, sem andlit mitt var nú útsteypt í. Og að sjálfsögðu gætti hann þess að snúa við aftur áður en ég var búin að jafna mig. Hann kom án þess ég tæki nokk- uð eftir þvi, þangað sem ég sat þarna í lyngmóanum eins og smákrakki, sem hef- ur fengið rassskell. < „Látið yður standa á sama,“ sagði hann eilítið vandræðalegur. „Það er ekki hægt að ætlast til þess, að svona borgarstúlka kunni neitt á hlið og girðingar." Það vott- aði fyrir iðrun í rödd hans, en þegar ég leit á hann skein aðeins reiði og fyrirlitning úr augum hans í garð þessarar veimiltítu, sem fór að skæla við fyrstu ákúrurnar, sem hún fékk um dagana. „Álit yðar kemur mér ekki hið minnsta við,“ svaraði ég eins kuldalega og ég gat. „Ekki það? Jæja þá. — En hér er ann- ars kjólinn yðar. Ég er hræddur um, að hann sé ekki fallegri en hann var, eftir meðferðina sem hann hefur hlotið. Ef þér dveljizt yfir á Canfields-búgarðinum, get- ið þér skotizt gegnum hliðið þarna, og þá komizt þér heim um engjaveginn. En eitt orð til viðbótar — það þykir ekki kurteisi hér um slóðir að skilja. girðingarhlið eftir opin.“ Tveim vikum síðar rakst ég á hann aft- ur, og ég get ekki sagt að mér iélli betur við hann en í fyrra sinnið. Það stóð líka merkilega á, eins og fyrri daginn, og enn komu nautgripir við sögu. Canfield skorti vinnukraft, þegar kálfarnir voru sóttir til bólusetningar, svo ég bauðst til að hjálpa til við serum-sprauturnar. Það var fólgið í því að liggja í moldinni í steikjandi sól- arhitanum, slást við flugur og mý og reyna að koma nálinni á réttan stað í kálfinn. Þetta var öldungis nýtt starf fyrir mig, en ég vildi gjarnan geta gert Canfield einhvern greiða, svo margt hefur hann gert fyrir mig. I byrjun fórst mér þetta mjög illa úr hendi, ég var skjálfhent, og mér fannst eins og innyflin ætluðu að ganga upp úr mér. Ég sá þá Shep, sem hélt höfði kálfsins, og Pimento Pete, sem hélt afturfótunum, líta á mig með kvíðnisvip. „Það ætlar þó ekki að líða yfir yður?“ spurði Shep. „Sjúklingurinn yðar virðist vera eitt- hvað órólegur, ungfrú,“ sagði þá stillileg og nokkuð kuldaleg rödd fyrir ofan okkur. Við litum upp, og kálfurinn greip tæki- færið. Hann spratt rymjandi á fætur og tókst um leið að gefa mér undir hökuna með hausnum, svo ég féll um koll. Meira en það, ég kútveltist og var að því komin að hrapa fram af bakkanum og ofan í for- arpoilinn, þegar gripið var hraustlega um annan fótinn á mér. Síðan var ég dregin upp með þessari sterku hendi, rétt eins og hver annar kálfur! En hún var ekki eins harðhent, þegar hún hjálpaði mér á fæt- ur og dustaði af mér óhreinindin. Ég leit upp og sá þessi sömu kaldhæðnislegu augu, sem ég hafði horft í daginn sem kýrin reif kjólinn minn. Það var kúrekinn. „Jæja, svo það eruð þér?“ tautaði ég dálítið móð. „Það var gaman að hitta yður aftur. Fallegt veður í dag.“ „Bara að það haldist," svaraði hann. „Það munaði annars minnstu að illa færi í þetta sinn-----“ „Var það?“ Ég setti upp undrunarsvip. „Þér misskiljið mig víst áreiðanlega. Ég steypi mér stundum svona kollhnís mér til skemmtunar. Það er grennandi. En ann- ars þakka ég yður fyrir að forða mér frá að detta í pollinn þann arna.“ Ég þurrk- aði framan úr mér á erminni. „Afsakið," sagði hann alvarlegur. „Þér breiðið úr þessu. Þér hafið nefnilega feng- ið blóðnasir. Kálfurinn gaf yður ærlega utanundir." Hann tók fram hreinan vasaklút og þerraði framan úr mér. „Það er furðulegt hvað yður tekst alltaf að koma á réttum tíma.“ „Ég gæti látið yður allt í té,“ svaraði Heimilisblaðið 231

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.