Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 19

Heimilisblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 19
<— Það. er ekki vindill, sem hinn frægi spánski knattspyrnu- maður Ferenc Puskas er með, heldur pylsa, því að hann rek- ur pylsuverksmiðju i Madrid, sem hann ætlar að gefa sig allan að, þegar hann verður að yfirgefa knattspyrnuna. —’> Á málverkasýningu í Louvre- safninu í Paris var þessi mynd sem er eftir spánsk—franska málarann Pablo Picasso, og sem hann kallar „Nakin í skógi“. Börnin eru nú bara að kíkja á móður sína, en hún tók ný- lega þátt í fegurðarsamkeppni á enskum baðstað, og vann í keppninni. ~> Á hverjum laugardegi er hald- in listaverkasýning undir ber- um himni i Hugsburgerstræti í Berlín. Mikil aðsókn er á sýninguna, því að margt er á boðstólum, málverk, margs konar skraut og mikið úrval af dúkkum. Verið er að steypa sjö metra háa myndastyttu í bronsi af Theodore Roosevelt forseta, í Milano á Italíu, en fullgerð á hún að standa í Washington- borg í Bandarikjunum. — Á myndinni sjást aðeins fætur styttunnar. Vegna tilboðs fransks kvik- myndafélags kom hinn búlg- arski Gulliver, Ivanov Georgi, til Parisar, en þegar þangað kom var kvikmyndafélagið orðið gjaldþrota. En kappinn hefur að undanförnu verið að leita sér að atvinnu, en finnst allt svo lítið í París. Bíl hef- ur hann ekki fundið í borg- inni, sem rúmaði hann í sæti. Hann er 2,18 m hár og vegur 156 kg. HEIMILISBLAÐIÐ 239

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.