Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1965, Side 20

Heimilisblaðið - 01.12.1965, Side 20
Þegar bæerisku bændurnir fara til októberhátíðahald- anna i Miinchen í Þýzkalandi, klæðast þeir í gamla þjóðbún- inginn, og ekki gleyma þeir fallega skúfinum í hattinn. <— Fyrsta konan, sem hefur feng- ið sæti i hæstarétti i Englandi heitir Elizabeth Sane. Romina Power, dóttir kvik- myndaleikaranna Tyrone Po- wer og Lindu Christian, er nú að leika í sinni fyrstu kvik- mynd („Italian Menage“). — Með henni leikur hin fræga italska sopransöngkona, Anna Moffo. Það þarf hraust lungu til þess að blása þessi alpahorn. — Mennirnir standa fyrir framan Feldherrnhalle í Miinchen og tóku þátt í októberhátiðahöld- unum í borginni. Sparisjóðsbankinn í Köln hef- ur fengið sér nýjan peninga- skáp, sem mun verða erfitt að brjóta upp. Hurðin er úr stáli og steypu og 70 cm. þykk, 13 tonn að þyngd, en er þó létt í meðförum, því að hún er á kúlulegum. — Sam- bandslás er á hurðinni, sem hefur 10 milljón möguleika, en þegar búið er að stilla hann á rétt samband er hægt að opna hurðina með tveim hálfs meters löngum fjarsjá- lyklum. Drengurinn heitir Ian McGlo- cin og er 11 ára. Hann faldi sig í farangursrými farþega- þotu á flugvellinum í Sidney í Astralíu, og án þess að nokk- ur vissi, fór hann með henni til Manilla á Filipseyjum, en þar urðu flugmennirnir hans varir áður en hann komst út úr flugvélinni. Hann fékk fría ferð heim, ásamt ýmsum gjöf- um frá flugmönnunum. ; " ^ÍIV. 240 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.