Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 32

Heimilisblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 32
„Það getið þér áreiðanlega fengið saum- að saman á skammri stundu,“ svaraði hann óþolinmóður. Hún gafst upp á mótspyrnunni. „Jæja þá,“ svaraði hún róleg. „Ef þér þá haldið, að bezt sé að hafa það þannig.“ XVI. MARGIE KEMUR AFTUR Dan hafði fylgt Kitten heim, en frú Swaything varð kyrr eftir. 1 skaphöfn þeirrar konu eimdi enn mikið eftir af gam- alli stríðskempu, og nú hafði verið komið við innstu kviku hennar. Það að nokkur — auk þess ættingi hennar sjálfrar — skyldi hafa farið að gera opinberan upp- steyt út af öðm eins, það var ekki aðeins hryllilegt að hennar dómi, heldur bein- línis óskiljanlegt með öllu. Frænka henn- ar hafði ekki aðeins auðmýkt sjálfa sig, heldur hafði hún gert það sem var miklu verra: — veitt þessari óþolandi Norman- stelpu tækifæri, sem hún aldrei skyldi hafa fengið. Það hvarflaði ekki andartak að frú Swaything, að Margie væri trúlofuð Alek Wyman. Henni fannst tilhugsunin bein- línis hlægileg — og hún fór ekki í felur með það gagnvart vinum sínum og kunn- ingjum, sem viðstaddir voru. Þar að auki þvingaði hún sig til að brosa að smá-tækifærum Margiear, en þau bros voru reyndar fljót að stirðna á vörum hennar. Nú voru þau Margie og Alek kom- in aftur á dansleikinn; og þau mösuðu og hlógu. Frú Swaything starði úr sér augun. Það var ekkert efamál, að þau hlógu, um leið og þau dönsuðu fram hjá henni út á gólfið. Þegar þau höfðu nálgazt danssalinn, hafði Alek spurt hana: „Haldið þér, Mar- gie, að þér getið hlegið, — hlegið eins og þér skemmtuð yður í rauninni forkunnar vel?“ Hún hugsaði sig um andartak, áður en hún svaraði: „Já, það hugsa ég, að ég geti. Annað hvort það — eða grátið.“ „Fyrir alla muni, stillið yður um að gráta!“ „Yður geðjast ekki að konum, sem gráta.“ „Nei, mér geðjast ekki að þeim; og ef þér grétuð myndu allir góna á okkur eins og verðlaunagrísi á landbúnaðarsýningu." „Oh —“ „Lítið nú á þessa gömlu kalkúnhænu þarna í hárauða flauelinu!" sagði hann. „Augun eru að springa út úr hausnum á henni, og ég óttast að hún gleypi staf- glyrnið sitt af einskærri geðshræringu.“ Margie brast í hlátur. Ekki þó vegna þess eins, sem hann hafði sagt, heldur vegna þess að henni var umhugað um að taka sérhverri átyllu, sem gafst til að hlæja. Hann lagði handlegginn þéttar yfir um hana. Sú breyting var varla merkjanleg, en samt fann Margie fyrir stórum létti. Hún hafði þá undarlegu tilfinningu, að hún svifi í lausu lofti. Allt í einu varð henni ljóst, að hún hafði aldrei á ævi sinni dansað betur en nú. Og henni var einnig ljóst, að það skipti hana engu máli, þótt hvarvetna umhverfis stæði fólk á öndinni af furðu. Það væri ónóg að segja, að Dan væri aðeins reiður út í Kitten, sem sat við hlið- ina á honum í vagni frú Swaythings og snökkti aumkunnarlega. „1 guðanna bænum, Kitten, hættu nú þessu!“ sagði hann önugur. „Finnst þér ekki, að þú hafir hagað þér nógu heimsku- lega í kvöld, þótt þú bætir ekki ofan á?“ „Eg hafði rétt fyrir mér í öllu, sem ég sagði um þessa andstyggilegu stelpu,“ sagði Kitten upp úr sefasjúkum grátinum. „Ég get svarið það, Dan. Hvernig heldurðu annars að hún hafi farið að því að ginna Clive frá mér? Og Alek — þú getur bara ímyndað þér, hvaða ráðum hún hefur beitt til að krækja í Alek! Ég skil bara ekki, hvernig hann gat fengið af sér að koma með henni á dansleikinn í kvöld. Ef það var þá ekki til þess eins að vera dónalegur í minn garð. Eða hélt hann kannski, að mér myndi finnast það gott og blessað? Hélt hann, að ég myndi láta sem ekkert væri, án þess að hefjast handa —“ „Það hefði allavega litið betur út, ef þú hefðir látið sem ekkert væri,“ greip bróðir 252 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.