Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1965, Side 34

Heimilisblaðið - 01.12.1965, Side 34
Við, sem vinnum eldhússtörfin Nú eru saumaklúbbar, spilaklúbbar og klúbbar, sem ég kann ekki að nefna, í al- gleymingi, og við húsmæðurnar göngum hver fram af annarri í leit að nýjum og skemmtilegum uppskriftum. Líklega eru það ekki margar, sem hafa notað kartöfl- um í kökurnar sínar, en hér eru nokkrar uppskriftir. Jarðarberjakökur. 350 gr. flysjaðar kartöflur. 300 —- hveiti. 400 —• smjörlíki. Jarðarberjasulta. SKRAUT: Egg, grófur sykur, hakkaðar möndlur. Sjóðið kartöflurnar mjög vel í ósöltuðu vatni, hellið vatninu frá og þurrkið kart- öflurnar vel í pottinum. Kælið kartöflurn- ar og raspið þær síðan á grænmetisjárni og vigtið síðan. Það á að vera 300 gr. Blandið kartöflunum saman við hveitið og hnoðið saman við smjörlíkið. Fletjið deig- ið og látið afganginn af smjörlíkinu í smá- slöttum yfir deigið. Leggið deigið þrisvar sinnum saman, fletjið út og leggið deigið saman þrisvar sinnum á hinn veginn — eins og þegar búið er til búítudeig. Endur- takið þetta fjórum sinnum. Látið deigið helzt hvílast til næsta dags, og að minnsta kosti í nokkrar klukkustundir. Fletjið deig- ið út í ca. 1 mm þykkt og látið í smurð linsuform. Látið 1 tsk. af jarðarberjasultu í hvert form og látið lok af deigi yfir. — Penslið yfir með þeyttu eggi og sáldrið sykri og hökkuðum möndlum yfir. Bakið kökurnar Ijósbrúnar í meðalheitum ofni. Falin epli. Deig eins og lýst er á undan; epli, val- hnetukjarnar, þeytt egg, sykur. Fletjið deigið vel út og skerið út sæmi- lega stórar kringlóttar kökur. Leggið eina sneið af flysjuðu epli, V2 valhnetukjarna og 1 tsk. af sykri á helming af kökunum og leggið hinar yfir. Þrýstið kökunum saman með gaffli á jöðrunum og penslið þær með samanþeyttu eggi. Sáldrið sykri yfir og bakið kökurnar á smurðum plötum við meðalhita, þangað til þær eru Ijós- brúnar og stökkvar. Ostatappar. Deig eins og að fi’aman er lýst, saman- þeytt egg, salt og rifinn ostur. Fletjið deigið út í ca. 3 mm. þykkt og búið til litlar kringlóttar kökur. Smyrjið kökurnar með eggi og sáldrið ofurlitlu salti yfir og rifnum osti. — Látið kökurnar á smurða plötu og bakið þær Ijósbrúnar við meðalhita. Tertan hennar jómfrú Önnu. 150 gr. smjör. 150 — hveiti. 150 — soðnar, kaldar kartöflur (stappaðar). 2 eggjahvítur. 200 gr. flórsykur. Ca. 1/4 1. eplamauk. Hnoðið smjörlíki, hveiti og kartöflur vel saman. Látið deigið vera á köldum stað, 254 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.