Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1965, Qupperneq 39

Heimilisblaðið - 01.12.1965, Qupperneq 39
„Sjáðu, Kalli, ég er búinn að ná í ferðatöskurn- ar, nú förum við í ferðalag.“ ,,Já, það er ágætt, en hvert eigum við að fara?“ segir Kalli. „Já, það er nú það, ég hef alveg gleymt að athuga það. En það er létt að ráða fram úr því. Þú bind- ur fyrir augun á mér, og ég geng yfir að landa- kortinu og set fingurinn við þann stað, sem við förum til. „Það verður spennandi að sjá hvar það verður,“ segir Kalli, þótt hann vilji helzt vera heima og hafa það rólegt. Með bindið fyrir aug- unum gengur Palli að landakortinu og leggur fingurinn á það. „Hvert förum við?“ hrópar hann um leið og hann rífur bindið frá augunum. En þá kom i ljós að hann hafði sett fingurinn þar sem þeir áttu heima. „Þú þarft nú ekki að vera leiður yfir þessu, Palli, því alltaf er bezt að vera heima,“ segir Kalli. Palli á svo annrikt við að smiða hús handa skjaldbökunni, að hann tekur ekkert eftir glor- hungruðum strútnum, sem stendur og étur nagl- ana hans. Það var ekki fyrr en Kalli kom út að strúturinn var stöðvaður. „Hvað vilt þú með nagl- ana okkar, ræninginn þinn!“ hrópaði Palli og hleypur á eftir strútnum. En strúturinn hleypur hratt, svo það er erfitt að ná honum. Kalli finnur þó ráð. Hann bindur stórt segulstál á reipi, sem hann notar sem slöngvivað, og þar sem strútur- inn er með magann fullan af nöglum, dregst segulstálið að honum og festist við hann. „Hókus pókus, nú ert þú á okkar valdi", segir Kalli. — Og nú verður strúturinn að spýta út úr sér nögl- unum. Skjaldbakan stendur og telur þá, svo að Palli má vera viss um að hann fær þá alla aftur með t.ölu.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.