Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1968, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.07.1968, Blaðsíða 4
í hálsinn Eftir það hoppaði fuglinn í loft upp hvað eftir annað, líklega til þess að fá fæðuna til að jafna sig í maganum, og þegar hann hafði hoppað lengi vel, líklega í hálf- tíma, lagðist hann fyrir og mókti í stundar- fjórðung. En strax er hann raknaði við, tók hann að betla meiri mat! Atvinnufiskimenn kvarta einatt undan því, að pelíkanar séu einum um of ásæknir í fisk- inn. En dýrafræðingar segja, að 90 hundr- aðshlutar af þeim fiski sem pelíkanar éti séu annaðhvort einskisvirði fyrir veiðimenn ell- egar séu til í svo miklu magni, að skerfur pelíkananna skipti engu máli. Pelíkanar veiða aðallega á grunnmiðum, þar sem fiskurinn syndir gjarnan upp undir yfirborðið. Pelíkanar eru nefnilega mjög lélegir kaf- arar. Líkami þeirra flýtur of vel til þess að geta kafað nokkuð að ráði. Þegar pelíkani kemur auga á fisk, dregur hann að sér væng- ina og steypir sér niður á sjóinn, oft úr fimmtán metra hæð. Svo ágætlega miðar hann, að liann kemur sjaldan upp aftur án þess að hafa fisk í gogginum. En enda þótt hann teygi úr hálsi og goggi sem mest hann má, nær hann sjaldan í fisk sem syndir dýpra en 50—60 centimetra undir yfirborðinu. En jafnvel pelíkanar geta stundum tekið skakt mið, og þeim getur missýnzt. Eitt sinn tók ég eftir pelíkana, sem auðsjáanlega kom auga á eitthvað undir yfirborðinu og kafaði eftir nákvæma miðun að venju. Þegar liann kom upp aftur og opnaði gogginn, valt út úr honum lítil önd, sem flaug burtu og garg- aði hæðnislega í áttina að skömmsutulegum pelíkananum. Þegar veiðimenn eru að vitja neta sinna, getur pelíkaninn einnig orðið þeim að liði. Meðan verið er að draga inn netin, situr pelí- kaninn oft á duflinu eða sveimar yfir til þess að reyna að krækja sér í æti. Þetta veldur því, að fiskurinn heldur sig við botninn á netinu og getur því síður sloppið upp úr. Eftir á, þegar bviið er að flokka fiskinn, fær pelíkaninn sín laun; veiðimennirnir henda þá gjarnan til lians smáfiski þeim, sem á annað borð er ekki liirtur. Algengasta pelíkanategundir, sá brúnleiti, hefur tveggja metra langt vængjahaf. Höfuð hans er gulleitt og hálsinn gráhvítur (nema um fengitímann, þegar brún rák myndast frá höfði og niður eftir hálsinum). — Efri hluti skrokksins er grár, en neðri hlutinn brúnn. Fyrir kemur, að hann sést langt inni í landi, en yfirleitt lifir hann í hlýju lofts- lagi með ströndum fram. Ollu stærri og fegurri er hvíti pelíkaninn, sem lifir við vesturströnd Bandaríkjanna- Vængir hans eru svartir og þenjast upp í þrjá metra; goggurinn hefur fagran appel- sínugulan lit. Það er tilkomumikil sjón að sjá þennan fugl velta sér í ölduimi á bláuffi sjónum eða hnita stóra hringi undir heið- skírum himni. Hvíti pelíkaninn kafar aldrei eftir fæðu sinni. Þess í stað fara þeir í hópum út yfif sjó til þess að leita uppi fiskitorfur sem stefna til strandar Þá setjast þeir á sjóinn rétt aftan við torfuna og lireltja hana inn á grunnsævið sem næst landi. Ef fiskarnir reyna að snúa við, ýfir pelíkaninn sjóinn með vængjunum og hræðir þá, svo að þeir hrekjast til baka. Þegar fiskarnir hafa koin- izt á grynningar, tekur pelíkaninn til við að skófla þeim upp í belgvíða nefskjóðuna- Heimsæki maður varplönd pelíkananna — þar sem mörg hundruð fuglar hafast við.— kemst maður að raun um, að einhver stærsta dyggð þessara fugla er sú, hversu hljóðlátir þeir eru. Að vísu kvaka ungarnir eftir mat sínum hásri hvískurröddu, en venjulega heyr- ist ekki annað hljóð frá fullvöxnum fugluia en þyturinn , vængjunum þegar þeir fljúga, eða hátt og nokkuð hvellt hljóð séu þeir soltnir eða reiðir. Örsjaldan — til dæmis ef þeir fara að slást um fisk — reka þeir upp svipað hljóð og þeir gerðu á meðan þeir voru fuglsungar. I varplandinu spranga karlfuglamir stolt- aralega til og frá, blaka vængjum og þenja sig upp í fjaðurbelgi til þess að ganga í aug' un á kvenfuglunum. En einnig þetta fer fram í kyrrð og ró. Þegar bónorðið er utf1 garð gengið, fara karlfuglinn og kvenfugl' inn að gera sér hreiður af náinni samvizkii' semi og eindrægni. Hreiðurgerðin er engaU veginn áhrifamikil, aðeins stór hlaði greina og braks, sem lagt er á sandströndina, úti íl hárri eyju eða í skjóli nálægt vatni. Það má heita furða, hvað margir ungar lifa að' búnaðinn af. Fljótt verður maður þess var, að kveU' fuglinn kærir sig ekki um óboðna gesti 1 varplandið. Þær leggja ekki beinlínis til at' 136 HEIMILISBLAÐl®

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.