Heimilisblaðið - 01.07.1968, Blaðsíða 34
Við. sem vinnum eldhússtörfin
Heimatilbúinn ís er bezti sumarábætirinn.
Að vísu er sumri tekið að balla, en ég geri
ráð fyrir að flestir hafi lyst á góðum ís eftir
sunnudagssteikina. Hér eru nokkur atriði,
sem gott er að vita til að ísinn heppnist vel.
Kæliskápinn á að stilla á mesta kulda tveim
klukkutímum áður en ísinn er búinn til. Ann-
ars verður ísinn kornóttur.
Kjóminn má alls ekld vera stífþeyttur. Stíf-
þeyttar eggjahvítur og matarlím bæta útlit
íssins. Með því að hræra varlega í ísnum eft-
ir fyrsta hálftímann og heila tímann, kemur
maður í veg fyrir að ávextir, egg eða mjólk
sökkvi til botns og frjósi sem leiðinlegt botn-
lag.
Það er að mestu leyti undir ísskápnum
komið og að nokkru leiti hvað í honum er,
hvað lengi liann er að frjósa. 2—6 klst. er
algengast.
Sítrónuís:
2 dl sykur
1 dl vatn
1 blað af matarlími (sem hefur verið
lagt í bleyti)
1 dl sítrónusafi
2 stífþeyttar eggjabvítur
rifið hýði af sítrónu
% 1 rjómi
Sjóðið sykur og vatn saman í nokkrar mín-
útur. Bætið matarlími og sítrónusafa út í.
Kælið. Látið hvíturnar varlega út í kaldan
massann, bætið sítrónuberkinum og þeytta
rjómanum í. Frystið í 4—5 tíma og fram-
reiðið í sítrónunum.
V anillurjómaís.
3 eggjarauður
5 msk sykur
1 matarlímsblað (brætt)
2 tsk vanillusykur
2 stxfþeyttar eggjahvítur
2 dl stífþeyttur rjómi
Iírærið eggjarauðurnar hvítar ásamt sykr-
inum. Bætið matarlími og vanillusykri út í,
því næst hvítunum og rjómanum. Hellið ísn-
um í einn eða fleiri forma, sem eru smurðir
með olíu. Látið aluminíumblað yfir og látið
ísinn í frystihólfið. Frystið í 3—4 tíma. Til
bragðbætis má láta út í massann áður en
hann er frystur: saxað súkkulaði, fínt söxuð
coektailber eða smátt skorna ávexti.
Mokkaís:
50 gr súkkulaði
1 bolli sterkt kaffi
2 tsk vanillusykur
M 1 stífþeyttur rjómi
1—2 msk sykur
Bræðið súkkulaðið í kaffinu, bætið van-
illusykri út í. Hellið blöndunni í form og
hálffrystið. Látið þá þeyttan rjóma út í og
bætið sykur út í eftir smekk, og frystið aft-
ur. Hrærið í ísnum hálftíma eftir að han»
hefur verið settur inn og síðan klst. eftir.
Karamelluís:
1 dl sykur
2 dl sjóðandi mjólk
1 blað af matarlími (bræddu)
2 eggjarauður
2 msk sykur
2 stífþeyttar eggjalivítur
3/i 1 rjómi
Bræðið sykurinn í þykkbotnuðum potti
þangað til hann er orðinn ljósbrúnn, hellið
mjólkinni út í, látið það sjóða saman, takið
af eldinum og bætið matarlíminu út í. Þeytið
eggjarauður, sykur og vanillusykur saman
°g þeytið út í karamellumassann. ICæli®
blönduna. Látið þeyttan rjóma og þeyttaf
hvítur varlega út í kaldan karamellumassanu-
Látið þetta í olíusmurð form og frystiö’
Hrærið í þessu eftir fyrsta liálftímann og
heila tímann.
'Tarðáberjaís:
% kg jarðarber (1 dós jarðarber)
% dl sykur
1 stífþeytt eggjahvíta
1 matarlímsblað (brætt)
kí 1 þeyttur rjómi
Merjið jarðarberin og þeytið þau samao
við sykurinn, látið þeyttar hvíturnar og
matarlímið út í. Frystið massann hálfstífaöi
látið þeyttan rjómann út í og frystið ísiM1
í olíusmurðum formum. Skreytið með jarð'
arberjum. Frystið í ca 3 klst.
166
HEIMILISBLAÐl®