Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1968, Blaðsíða 32

Heimilisblaðið - 01.07.1968, Blaðsíða 32
bætti hún við og varð glaðari í bragði, „skaltu koma þér inn; allir bíða eftir því að bjóða þig velkominn. Eg kem ekki með, því að ég get það ekki. Ég verð að sinna Jill, og Niall þarf að fara í skólann — og, hamingjan góða, ég hef gleymt að gefa hænsnunum; það hef- ur verið í svo mörgu að snúast! Hlakka til að sjá þig aftur, elsku Nin, og ég vona að þú lítir inn til okkar, ha? Þú veizt við liöf- um alltaf gaman af að sjá þig, svo þú skalt ekki bíða eftir því að þú verðir boðinn liátíðlega, og þú þarft ekkert að vera að hringja fyrirfram — bara komdu þegar þér dettur í hug! Ég er viss um, að Jill hefur gaman af að sjá þig, og ég vil að hún hitti þig, því ég vona að þú hjálpir okkur til að hafa ofan af fyrir henni. Finnst þér liún ekki yndisleg stúlka V ‘ ,,Jú,“ svaraði Ninian sannfærandi og minntist um leið broshýra og vingjarnlega svipmótsins. ,,Jú, Joss, það finnst mér. Ég mun áreiðanlega þiggja heimboð þitt, og þakka þér fyrir. Þúsund þakkir fyrir það líka, að þú ólcst mér hingað. En mig langar til, að þú komir sem snöggvast inn með mér, viltu það ekkif ‘ En Jocelyn hristi höfuðið einbeitt. „Þakka þér fyrir, Nin minn, en ég ofur einfaldlega get ekki komið því við. Ég þarf svo mörgu að sinna fyrir hádegið, að mig hryllir við því. Ég verð bókstaflega að fljúga“. Síðan lét hún efndir fylgja orðum og setti bílinn í gang. Hún hvarf niður eftir malarveginum með aðra höndina á lofti í kveðjuskyni. Ninian gekk liægt upp tröppurnar á lieim- ili sínu. Elspeth gamla tók á móti honum. Hún var eilítið hrukkóttari en hann mundi hana, en móttökukveðja hennar var jafn stór og óað- skiljanlegur hluti af Guise-óðali og amma hans. Hann faðmaði hana að sér, og hún klappaði honum innilega og vissi ekki livort heldur hún átti að hlæja eða gráta. „Ó, elsku Ninian, það er svo gott að fá að sjá þig, svo sannarlega! Það var Guðs vilji, að þú fengir að lifa áfram hjá okkur, og þökk sé honum fyrir það, að þú ert kom- inn heim heill á húfi eftir öll þessi ár. Við liöfum ekki ráðið okkur fyrir kæti, síðan við fréttum að þú hefðir fundizt. Húsfrúin gamla var yfir sig glöð, get ég sagt þér, og hún hefur gefið þau fyrirmæli, að þú farir á hennar fund þegar í stað. En ..Hún þagnaði, til þess að kasta mæðinni. „Ég þyk- ist vita, að þú sért þreyttur, og þar að auki svangur. Hvernig væri, að þú fengir þér bað fyrst og skiptir um föt, áður en þu gengur á fund frúarinnar. Ég hef allt til reiðu, fötin þín hanga uppi í gamla her- berginu þínu, og ég gæti fært þér mat upp á bakka, ef þig langar í eitthvert snarl til bráðabirgða.“ Ninian brosti til hennar. „Ég hef snætt morgunverð, Elspeth, hjá frú Forquher. Bn varðandi bað — þá er það alveg ] jómanch hugmynd.' ‘ „Og smá kaffisopa, ha?“ spurði Elspeth aftur. „Þér þótti þó kaffið gott hér áður fyrr, var það ekki?“ Hann kinkaði kolli. „Jú, það þótti mér- En hvað um hana ömmu, ætti ég ekki að liitta hana fyrst af öllu, ef hún bíður eftir mér?‘ Vingjarnlegur svipur Elsepthar dofnaði eilítið. „Þú hefur nægan tíma, Ninian, og amma þín er rétt nýkomin á fætur; ég var að fara inn með morgunmatinn hennar. hún er farin að eldast, skilurðu, og er ekk1 upp á marga fiska. Hún hefur ekki gott af því að komast í of mikinn liugaræsing, og ég vil að hún borði matinn sinn í næði áður en hún sér þig. I gærkvöldi ... frú Farquhar hefur máski sagt þér þetta varðandi ungu húsfriina ... hana Cathrine ?‘ ‘ „Já, hún sagði mér af því,“ viðurkenndi Ninian. Þetta var það fyrsta sem Elspeth hafði minnzt á brottför Cathrine, og Ninian sá, að þetta hafði slæm áhrif á liana. En hún hélt áfram og forðaðist að gefa nokkra skýr' ingu: „Það hefur vakið óróleika hjá gönú'1 frúnni, meira en lítinn. Hún fékk eitt af til' fellum sínum, og ég varð að láta sækja læknn Hann lét hana fá svefnmeðal og bað nug um að láta liana njóta þeirrar hvíldar sem hægt væri, að minnsta kosti í nokkra daga. „En bróðir minn?“ spurði Ninian. Elspeth gamla, sem gekk á undan honum í áttina að lierbergisdyrum hans, sneri sér við og leh á hann: „Húsherrann ...“ Svo flýtti hún sér að leiðrétta sig: „Það er að segja liann Andrew, hann var ekki lieima. Og gamla frU' in fyrirskipaði, að ég segði honum ekkeH um þetta. Ég get hugsað mér, að hún ffitl1 sér að segja honum það sjálf.“ Fölleit aug11 gömlu konunnar urðu óróleg, og hún forð- 164 HEIMILISBLAKl5

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.