Heimilisblaðið - 01.07.1968, Blaðsíða 30
annað meðan á máltíðinni stóð3 og í hvert
sinn sem hann leit upp sá hann samúðina í
augum hennar, enda Jpótt hún gerði sér far
um að leyna henni og lialda uppi skemmti-
legum samræðum við Jill.
Loksins er hann sat einsamall með henni
í bílnum á leiðinni til Guise sagði hann óþol-
inmóður: „Iívað er það, Joss? Eru það —
slæmar fréttir f‘
Svipur Joeelyn stirðnaði, og hann vissi,
að það boðaði ekki gott. „Já? Hvað er það?“
endurtók hann.
„Það er varðandi Cathrine,“ svaraði Joce-
lyn og leit fram á veginn sem hlykkjaðist
fyrir framan þau. „Eg vildi ekki segja það
svo Jill heyrði til, en — Cathrine er farin
að heiman, Nin. Hún fór frá Guise — í gær-
kvöldi.“
3. KAFLI
„Cathrine ... farin frá Guise?“ Spurning-
in kom frá Ninian eins og undrandi bergmál.
Honum varð svo um þetta, að hann gat varla
orði upp komið. Hann starði á ávalan and-
litssvip Jocelyn, og enn sá hann hregða fyrir
samúðinni í augum hennar, auk þess sem
málrómurinn bar vott um hana svo að ekki
varð um villzt.
Jocelyn kinkaði kolli til samþykkis. „Eg er
hrædd um að hún sé farin, Nin. Eg veit
reyndar ekki mikið — amma þín sagði mér
engin smáatriði í símanum. Hún sagði bara
að Cathrine hefði farið að heiman, og að
hún hefði skilið eftir bréf — síðan farið.“
„En hvert?“ spurði Ninian. „Hvert fór
hún?“
„Elsku Nin, það veit ég ekki. Amma þín
gat ekkert um það. Hún hafði tekið bílinn
— hún á lítinn Fordvagn, sem Andrew gaf
henni í jólagjöf — og farið skömmu eftir
kvöldmat. Ég þykist vita, að hún hafi farið
heim til sín.“
„Einmitt,“ sagði Ninian dapurlega. Joee-
l.yn var fornvinur hans, en samt sem áður
fékk hann sig ekki til að spyprja hana að
því hvort hún áliti að það væri vegna aftur-
komu mágs síns sem Cathrine hafði farið
að heiman. Því að jafnvel þótt Jocelyn hefði
einhverja skoðun á þeim hlut, þá var ólíkt
henni að láta slíkt í ljós. En hvaða aðra
ástæðu hefði Cathrine getað haft? Ef And-
rew var ekki ...
„En Andrew,“ sagði hann og hugsaði vand-
lega hvert orð. „Yeiztu hvar Andrew er niður
kominn?“
Jocelyn dró úr ferðinni og svaraði ekki
strax. Hún einbeitti sér að akstrinum. A<5
lokum svaraði liún blælaust: „Ég býst við
því að Andrew sé heima. Það var samkvæffli
í Ruach Lodge í gær. Ég held þeir hafi verið
saman á veiðum í gær, Andrew og Munro-
arnir, og síðan farið í gleðskapinn á eftir;
John minn líka. En samkvæminu lauk ekki
fyrr en um þrjúleytið; þú veizt hvernig það
er, þegar Munroarnir skemmta sér! Ég býst
varla við því, að Andrew vakni til lífsins
aftur fyr en komið verður langt fram á dag-
Amma þín sagði mér, að hún hefði ekki sagt
honum neitt um það, sem gerzt hefði. Els-
peth fann bréfið sem Cathrine hafði skilið
eftir, og hún afhenti ömrnu þinni það uö1
leið og hún bjó um rúmin í gærkvöldi.“
„Öldungis.“ Ninian fann ekkert annað orð
yfir öll þessi tíðindi. En honum var mikið
niðri fyrir, og líðan hans var svippuð líðau
hans í lestinni, þegar honum fannst verið
að kyrkja sig. Þetta var ömmu hans líkt,
hugsaði hann, og reyndi að bæla niður
breiskjuna. Enginn mátti láta Andrew vita
neitt, af því að hann var í samkvæmi,- og það
mátti ekki eyðileggja ánægjuna fyrir honuiu-
Hann varð sömuleiðis að fá að sofa í friði-
Enda þótt hann liefði átt að sjá, að Cath'
rine var ekki viðlátin, þegar hann kom lieiu1
og háttaði í tómt rúmið. Eða höfðu þau ef
til vill sitt hvort svefnherbergið ?
Ekki gat hann lieldur spurt Jocelyn uiu
slíkt. Vildi það heldur ekki í rauninni.
Það ríkti þögn á milli þeirra. LeiðinFí
og vandræðaleg þögn, sem Ninian langaði til
að rjúfa, en gat ekki. Til þess að dylja vand'
ræðin jók Jocelyn hraðann. Svo komu þal1
að síðustu beygjunni, og þarna blasti GuisO'
óðal við þeim, grá bygging og háreist, svo
undursamlega kær. — Turnirnir stóðu seU1
skuggamyndir andspænis liæðunum fyrir
liandan, og dauf morgunsólin gljáði á fjöld*1
smárra glerrúðna.
Ninian var andstuttur, en samt var andaf'
dráttur hans óreglulegur. — Óðalið að tarna
leit út eins og það hafði gert í 400 ár
eins konar virki hér inn á milli fjallanna, ekk1
H E IM IL I S B L A Ð 15
162