Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1968, Blaðsíða 10

Heimilisblaðið - 01.07.1968, Blaðsíða 10
iC "NJO Skipbrot Hinar viðamiklu dyr Medalena-kirkjunnar opnuðust um leið og hinztu orgelhljómarnir kváðu við, og ung nýgift hjón gengu út úr kirkjunni. Brúðurin, einstök að fegurð, nam staðar andartak og virti fyrir sér hina fögru útsýn sem við blasti fyrir framan hana. Kannski var hún að reyna að geta sér til, hvað framtíðin bæri í skauti sínu. Síðan gekk hún rólega við lilið manns síns niður kirkju- tröppurnar, en mannf jöldinn ruddist nær til þess að virða hana fyrir sér með aðdáun. Hún steig inn í bílinn sem beið brúðhjónanna, sem héðan í frá áttu að fylgjast að á lífs- leiðinni í blíðu og stríðu. Bak við eina súlu xitgöngunnar stóð ung- ur maður með fallegan síðhærðan hund í bandi. Roskinn maður klappaði á ösl hon- um vingjarnlega og sagði kampakátur: „Velkominn heim frá Ástralíu, Calvo, hve- nær komuð þér ?“ „Þakka yður fyrir, Moriez, en ég hef ver- ið í Madrid í tvo mánuði,“ svaraði Calvo og sleppti hundinum, sem stökk, frelsinu feg- inn, niður kirkjutröppurnar. „Iívað er þetta, og þér liafið enn ekki litið inn til mín?“ „Nei, þér verðið að afsaka það,“ sagði Calvo. „Á vissan hátt hef ég verið önnum kafinn, og svo hef ég verið fremur niður- dreginn og ekki hitt marga að máli.“ „Það hlýtur þá að vera eitthvað sérstakt, sem íþyngir yður,“ sagði Mariez á þann hlýlega hátt sem aldursmunur veldur svo iðulega. „Segið mér, kæri Calvo, hver orsökin er, nema þá að þér hafið sérstaka ástæðu til að láta hana liggja í þagnargildi. En trúið því þegar ég segi: Maður vinnur ekki bug á sársaukanum með því einu að bera hann í hljóði, heldur er betra að hugsa ekki um hann, og þá hverfur hann af sjálfu sér smám saman. — Þekktuð þér annars ekki þessa ungu brúði sem við vorum að sjá, hana ung- frú Ilopkins ? Þér hljótið að hafa hitt hana í Ástralíu?“ Ungi maðurinn leit í svip alvarlegur á þann roskna, en sagði svo: „Þér eruð bezti vinur sem ég á meðal eldri manna, Moriez, og þér hafið á réttu að standa; það yrði mér fyrir beztu að rekja fyrir yður raunir mínar. Jú, ég þekkti ung- frú Hopkins og vil gjarnan segja yður hvers vegna ég er hingað kominn ásamt Nanaitu til þess að vera við hjónavígsluna — allt að því á laun.“ „Jæja, svo að hundurinn kemur þá við söguna V ‘ „Já. Ég skal segja yður allt af létta. Unga stúlkan sem við vorum rétt áðan að dást að, — ég hitti hana lijá spánskri fjölskyldu í Sidney. Við þekktum bæði þessa fjölskyldu, ungfrú Hopkins hafði komið á það heimili á meðan fjölskyldan var búsett liér í Mad- rid. Allt frá þeim degi er ég sá þessa stúlku í fyrsta sinn, dáðist ég að henni, ekki að- eins fegurð hennar, heldur líka þeim yndis- þokka sem geislaði frá persónu hennar. Eg bættist óðara við í skara aðdáenda hennar, þann aðdáendahóp sem brenndi vængina af hitanum frá því báli sem logar úr augum ungfrú IIopkins.“ „Aha,“ greip Moriez fram í, „maður tek- ur eftir því, að þér eruð ósvikinn sonur Spán- ar, þar sem fólk er hrifnæmt og ástin er sett ofar öllu í tilverunni. En, fyrir alla muiu haldið áfram; saga yðar hefur mikil áhrif á mig . . .“ „Já,“ hélt Calvo áfram. „Að sjálfsögðu varð ég stöðugt ástfangnari og ástfangnari af hinni fögru Ástralíu-stúlku og notaði sér- hvert tækifæri til að hitta hana, tala við hana og taka þátt í samkvæmum og dansleikjum, sem ég vissi að hún myndi sækja; en mér gafst aldrei færi á því að tjá henni ást mína.‘ „Iívers vegna tókuð þér aldrei rögg á yð' ur?“ spurði Moriez. „Nei, einmitt vegna þess að ég elskaði haua varð ég hræddur. Og enda þótt liún væri allt' af elskuleg við mig, gaf hún mér aldrei neina ástæðu til að halda, að ég hefði meiri þýð' ingu fyrir liana en aðrir vinir hennar og kunningjar. — Þegar fréttist, að hún ætl- aði til Evrópu, komst ég að raun um að hun 142 HEIMILISBLAÐI5

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.