Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1968, Blaðsíða 12

Heimilisblaðið - 01.07.1968, Blaðsíða 12
«**> MISSTIG «« Smásaga eftir PIERRE VALDAGNE A kyrrlátu hótelinu þar seni Georges Lab- Hvert skyldi hún ætla sér ? Ilún gekk fram- are hafði setzt að til að njóta hvíldar og næðis voru næstum einvörðungu gamlar kon- ur, en niðri í öðrum enda borðsalarins sem vissi mót hafinu kom hann samt auga á hnakka ungrar og ljóshærðrar stúlku. Það var erfitt fyrir hann að virða hana fyrir sér, jafnvel þótt hann beygði sig fram á við, því að hún sat sömu megin og hann, og á milli þeirra voru nokkuð margir gestir. Enda þótt hann væri búinn að ákveða að stofna ekki til kunningsskapar við neinn, tók hann að velta því fyrir sér hvort hún væri ekki fögur og frískleg -—■ og hlyti ekki að vera hér á hótelinu í fylgd með roskinni móð- ur sinni. Hann hélt jafnvel áfram vangaveltum sín- um og sagði við sjálfan sig: ,,Ef ég ætti eiginkonu nákvæmlega eins og liana, yrði ég hreykinn og hamingjusamur — og afbrýðissamur Ilvað ég myndi vaka yfir henni og fórna sjálfum mér fyrir hana .. .“ Meðan á morgunverðinum stóð gat Ge- orges ekki haft augun af þessum hnakkasvip, þessari ljósu húð, þessum fagra vanga þegar hún renndi til höfði, löngum augnahárunum, fagurlega löguðum munni. Stúlkan leit snögglega við hvað eftir ann- að, til þess að segja eitthvað við fólkið sem sat til hliðar við hana við borðið; þá var það sem Georges fékk nasasjón af barnslegu og glaðlegu andliti hennar. Hálfgramur hugs- aði hann sem svo: Hún hefur ekki í eitt einasta skipti litið beint hingað sem ég sit; hins vegar stara allar gömlu kerlingarnar á mig og velta því fyrir sér hvað ég sé að gera hér, hvaðan ég komi og liver ég muni vera; hún er sú eina sem ekkj hefur minnsta áhuga á mér.“ En allt í einu reis unga stúlkan á fætur og gekk brosandi í áttina þangað sem Georges sat. Há og grönn gekk hún eftir gólfinu, og í fyrstu virtist hún alls ekkert taka eftir honum; en svo mættust, augu þeirra — og enn var bros um varir hennar. hjá honum og kastaði kveðju á gamla koint sem sat einsömul við borð úti í horni. „Góðan dag, ungfrú Aliee ...“ Hann lieyrði ekki orð af samtalinu; greindi aðeins lilátur hennar, og hann svipaðist w" eftir spegli sem hann gæti virt hana fyrir sér í, þareð hann vildi ekki þurfa að snúa sér við. En þarna var engan spegil að sjá. Þegai’ hann hafði lokið við kaffið sitt, stóð hann á fætur, en hann þorði ekki að líta í átt til hennar um leið og hann gekk framhjá henni- „Bros hennar er háðskt,“ hugsaði hann, „ég virði hana ekki þess að hugsa um hana meir, hún er daðurdrós ... Mér má líka vera sama, því ég er kominn hingað til að vera í friði og ró ... en óneitanlega er liún mjög fögur.“ Hann reikaði úti í náttúrunni, en lands- lagið heillaði hann ekki; hann arkaði eirðar- laus um stigi og götur og kom ekki heim a hótelið fyrr en rnyrkur var skollið k. Flestir voru búnir að borða kvöldverð, og matsal- urinn var næstum tómur. Samt kom hann auga á ungfrú Aliee, sem gekk út úr salnum ásamt móður sinni. Til' lit stúlkunnar beindist i áttina til hans, eU var hún að líta á hann eða gömlu skrukkuna sem sat í horninu á bakvið hann og hámaði1 sig vínber? „Maður á ekki að byrla sér neitt inn, hugsaði hann, „það veldur aðeins vonbrig®' um. Eg ætla mér að láta héðan af sem eS sjái hana ekki, og á morgun verð ég burta allan daginn.“ En þessi ágæta og þrauthugsaða átæh111 komst aldrei í framkvæmd, því þegar lian11 gekk framhjá skrifstofu hótelsins kom for' stöðukonan út og sagði við hann: „Eg hef verið beðin um að iitvega fjórða mann í tennis. Eg sagðist skyldi tala við yðm'- því ég mundi að ég sá tennisspaða upp1 1 herberginu yðar eftir að þér höfðuð tekið upp úr töskunum. Leikurinn á að fara fram HEIMILISBLA5Í® 144

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.