Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1968, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.07.1968, Blaðsíða 8
Seppi, sem nefndisf Shep Eftir PATJL PRIGGENS Gamli fjárhundurinn vissi, að liann átti að halda vöku sinni unz húsbóndi hans kœmi aft- ur. ... Sagan um trúmennsku dýrsins hafð i djútp áhrif á þúsundir manns — og afleið- ingarnar voru engu að síður óvœntar en áhrifaríkar. Fort Benton heitir svipfagurt en lítið sléttuþorp í hæðardrögunum norður mót Missouri-íljóti, þar sem það bugðast norður á við um mitt Montanafylki. Agíistdag einn árið 1936 kom líkvagn þang- að til járnbrautarstöðvarinnar með jarðnesk- ar leifar fátælcs sauðasmala. I líkfylgdinni var aðeins ein lifandi vera — stór og lubba- legur fjárhundur af vafasömum uppruna Þegar kistan var flutt inn í einn járnbraut- arvagninn, rak liundurinn upp eymdarlegt væl og vildi fylgja á eftir. „Mér þykir fyrir því, gamli vinur,“ sagði varðmaðurinn, „en nú getur þú ekki fylgzt með lengur.“ Lestin mjakaðist á brott, en fjárhundurinn sat kyrr eftir, harla eymdarlegur á að sjá. Síðan lagðist hann til hliðar við brautartein ana, og þegar nóttin skall á, skreið hann í skjól undir brautarpallinn til þess að bíða afturkomu húsbónda síns. I hálft sjötta ár beið liann kyrr á sama stað; í liálft sjötta ár beið liann þess, að hús- bóndi sinn vitjaði sín. Þá átti dauði hans eft- ir að hafa hinar óvæntustu afleiðingar. Fjárliundurinn stóð á brautarpallinum hvernig sem viðraði, í þau fjögur skipti á degi hverjum sem lestin kom. Ilann gaum- gæfði vel hvern einasta forþega, rétt eins og liann vildi spyrja, hvort enginn þeirra hefði orðið liúsbónda hans var. Síðan stóð hann kyrr og góndi á eftir lestinni, unz hún hvarf í fjarska. Einn góðan veðurdag hlaut hann að koma aftur ... Stöðvarstarfsmenn komust smám saman að raun um, að hundurinn gegndi nafninu Shep. En að degi til þýddi ekkert að kalla á hann; hann vék ekki af verði sínum. Þjónustu sinni gegndi hann, þótt undir annarlegum kring- umstæðnm væri, og það var ekki fyrr en myrkur var skollið á, að hann lét freistast til að þiggja smávegis kjötleifar, sem einn af stöðvarmönnunum, Tony Schanehe, fleygði til lians. Síðar á kvöldin ráfaði hann röskan kílómetra niður að ánni til að svala þorsta sínum. En jafnvel hundur getur fengið meira en nóg af einmanaleikanum. Kvöld nokkurt 1 aftaka veðri fann lestarverkstjóri, Pat Mc' Sweeney að nafni, Shep liggjandi fyrir utaö dyr sínar. Plonum tókst að fá hann til að ganga í hús, og þegar vetur kom með níst- andi frosti útbjó hann hlýjan bálk handa honum í einu útihúsa sinna. En fyrst í stað varð hann jafnan að leggjast sjálfur ásanit hundinum á bálkinn, til þess að koma hon- um í værð! Seppi hélt áfram að vakta hverja lest sem nam staðar við Fort Benton-stöðina. Auð- sjáanlega trúði hann því og treysti, að liús- bóndi hans myndi snúa aftur til sín. Sú kom þó tíð, að Shepp gat ekki- lengur sprett úr spori burt frá teinunum, heldur varð að drattast silalega af stað. Stundum þegar frostið varð hvað bitrast, varð hanu svo stirður af gikt, að hann gat aðeins með erfiðismunum drattast í átt að lestinni. Og þannig var það þ. 12 janúar 1942. Shep ráfaði í hægðum sínum í átt að 10,17-lest- inni. Ilann nam staðar milli teinanna eitt andartak og beið. Þegar lestin nálgaðist, gerðu menn ráð fyrir því, að hann tæki stökk og gætti alls öryggis. Ilann tók líka stökkið — en aðeinS sekúndu of seint ... Ilin langa vaktstaða Sheps var á enda. Vinir hans á brautarstöðinni bjuggu hon- um gröf uppi á lágri hæð, þar sem vel sást út yfir stöðvarsvæðið. Sehanehe sló saman kistu um hann, og nokkrir skátar báru seppa til hinztu hvílu. Þar með mætti ætla, að saga þessa hunds væri á enda — en sú var bara ekki raunin. íbúar í Fort Benton reistu lU' inn minnisvarða á gröfinni með áletruninn1 140 H E IM IL I S B L A Ð IU

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.