Heimilisblaðið - 01.07.1968, Blaðsíða 6
nær og nær mýrlendisjaðrinuni í átt til liafs.
Öðru hverju rifu smáhópar sig lausa frá meg-
inherjunum og stukku til strandarinnar til
þess að leysa skipin og vinda upp segl. Engu
að síður virtist meginher fjandmannanna
ekkert minnka, en óþreyttir Grikkirnir sem
voru fyrirfram sigurvissir, hröktu liann hægt
og sígandi út í botnleysi mýranna, án þess
að hætta sér of nálægt sjálfir. — Skipin
vögguðust á öldum hafsins, og rauðgullin síð-
degissólin blikaði á þúsundum spjótsblaða.
Þeir sem voru á undanhaldinu hopuðu nú
ekki lengur undan röðum hinna grísku her-
manna. Sigurinn gaf sigurvegaranum aukna
bdrdagahvöt og hinum sigraða aukinn styrk.
Þrællinn kinkaði kolli hugsi. Án efa myndu
Grikkirnir sigra. Hann slakaði nú loks á
spennunni, teygði úr löngum fótleggjunuin,
rétti út hendurnar og þandi út brjóstið mót
svalandi golunni frá Ægerska hafinu.
En skyndilega var sem hann kipptist við.
Honum hafði dottið nokkuð í liug, fyrir-
varalaust. Hver yrðu sigurlaun þess manns,
sem fyrstur flytti til Aþenu fregnina, sem
allir biðu þar eftir með hvað mestri eftir-
væntingu? Ilvað ?
Hann leit til himins, þar sem örsmáir ský-
hnoðrar svifu fyrir veikri golu. Iíann virti
fyrir sér kraftalega fótleggi sína og hló við
lítið eitt. Svo leit hann fránum sjónum til
vígvallarins, til hafs, þar sem enn vögguðu
seglbúin skip, og til strandarinnar þar sem
bardaganum var að Ijúka og vopnabrakið
varð æ veikara.
Þrællinn kinkaði kolli af sannfæringu.
Síðan sneri hann sér við og gekk upp yfir
bjargbrúnina, unz liann kom á þjóðbraut-
ina sem lá til Aþenu. Iíann sneri í átt til
vesturs og hóf þá hlaup sitt, léttum og slöpp-
um hreyfingum, sem eru einkenni sterklega
vaxins manns.
Hann hljóp yfir næsta klettabelti, ýmist
upp í mót eða niður á við. Gatan var troðin
af herjum sem þar höfðu nýlega farið um.
Bykið þyrlaðist upp, og hann fann fyrir því
í kverkunum. Svitinn brauzt fram á enni
hans, rann brátt niður um andlitið og veitti
honum saltbragð á tunguna. En með jöfnum
og órofnum hraða lagði hann að baki sér
mílu eftir mílu, og þar sem hann hljóp kom
fram í liuga hans öðru hverju ein hugsun,
hvarf svo og kom aftur „Herkúles, veittu mér
þrek þitt, svo að ég komist fyrstur allra til
Aþenu.“ — „Ef ég sé einhvern sem virðist
geta komizt til Aþenu á undan mér, þá slæ
ég hann niður — rétt eins og Þeseus sigraði |
nautið á Maraþonsléttu' ‘ ...
En hver yrðu sigurlaun þess manns, seW :
fyrstur allra færði fréttina af sigrinum?
Mátti þræll taka við sigurlaunum?
Já, hann mátti taka við einum launum —'
frelsinu!
Lækkandi sól roðaði tinda Hymettusfjalla
á vinstri hönd, og bláir skuggar kvöldsins
skriðu upp úr dalbotnunum.
Þurr tungan loddi við góminn, varir lians
urðu harðar og stirðar og vildu lokast til
að verja hálsinn mót kaldri golunni sem leit-
aði niður í lungu við livern andardrátt. Þræll-
inn hljóp niður Pentelicushlíðar, og myrkrið
tók að lykja um hann. En hvað var þetta ;
— glaðlegt hljóð barst að eyrum hans. Það
var frá læk, sem rann stall af stalli niður
hlíðina. Þrællinn hljóp að læknum og skol-
aði fæturna og hristi úr skóm sínum sand- ;
inn, sem særði hann á hlaupunum. Svo skol-
aði hann munninn, en þorði ekki að drekka, I
því að hann hljóp á fastandi maga. Svo reis
hann aftur á fætur og svipaðist um.
Iíversu langt var liann annars kominn? !
Þrjá fjórðu hluta leiðarinnar að minnsta
kosti, — en síðasti fjórðungurinn yrði erfið-
astur. Blóðið suðaði fyrir eyrum hans, og
fætur hans skulfu þar sem hann stóð.
hann varð að lialda áfram! Að baki honuW,
einhvers staðar í fjöllunum, gat einhver ann-
ar verið, sem hlypi hraðar en hann. En neJ
— enginn gat hlaupið Jiraðar, hvort heldm'
var frjáls maður eða þræll Enginn liljóp
hraðar en hann. Yonarglampinn brann ur
augum hans, og svo hélt hann aftur á stað j
— í veslurátt. Hann skjögraði eilítið til ®
hlaupunum. Svitinn blindaði hann og gerði
rykið á fótleggjum hans að storku. Ó — bara
að hann mætti leggjast niður andartak og
slaka á ... helzt sofna — og dreyma það,
að hann hlypi á ofsahraða í átt til Aþeru1
með fréttina um stórsigurinn! Fætur haus
rákust í nibbur á grýttum veginum, og slæfð
meðvitund hans gældi við þankann um and-
artaks hvíld, enda þótt hann vissi að hiu
minnsta viðstaða gæti fært honum ósigur 1
þeirri baráttu sem hann háði . . . baráttunu1
fyrir frelsinu!
138
H E IM IL I S B L A Ð 15