Heimilisblaðið - 01.07.1968, Blaðsíða 24
greinilegar, að ekki væri liægt að rugla þeim
bræðrum saman á þann hátt.
Þannig hlaut það í rauninni að vera. Ann-
ars hefði Andrew ekki haft neina ástæðu til
að segja rangt til nafns. Enga ástæðu aðra
en þá, að hann var kvæntur maður ...
Hann var kvæntur Catherine, en —
Ungfrú Arden lagði höndina á handlegg
hans. „Ég veit ekki hvers vegna við stönd-
um svona,“ sagði hún.
„Nei, það veit ég heldur ekki,“ svaraði
Ninian. „Hvernig viljið þér sitja, — í átt-
ina sem lestin fer, eða ...“
„Mér er alveg sama,“ sagði hún. Svo sett-
ust þau livort andspænis öðru.
„Þetta er mjög merkilegt, finnst yður ekki
— hvernig við hittumst, meina ég,“ sagði
Ninian Hann varð að komast til botns í þessu
á einn eða annan hátt. „Ég þykist vita, að
þér hafið verið í samkvæmi nýlega ? Hjá ...
hjá ...“ Hann gat ekki munað nafn húsráð-
anda og þagnaði hikandi. Andrew hafði þó
sagt honum það. Það var eitthvert útlent
nafn. Pranskt, Duclos ellegar Dupont. Alla-
vega Paul. „1 samlrvæminu hjá Paul,“ sagði
hann og leit á stúlkuna fyrir framan sig.
Hún var óneitanlega mjög falleg.
„Pauline Delage,“ svaraði ungfrú Arden.
Hún hrukkaði brýnnar. „Ég bjó hjá henni.
Eins og ég sagði yður, þá var ég nýkomin
frá Frakklandi. En þér ... þér virtust ekki
vera neitt drukkinn í veizlunni. Ég á við, að
ef þér voruð það, þá var að minnsta kosti
ekki hægt að sjá það. Það er ekki beinlínis
til hróss fyrir mig, að þér virðist ekki muna
eftir mér. En kannski viljið þér ekkert muna.
Eða voruð þér máski drukkinn?"
Hann hristi höfuðið. „Ekki held ég það.“
Hamingjan góða, þetta var hræðilegt. í
hverju hafði Andrew eiginlega lent?
„Ég sá yður úti á brautarpallinum,“ sagði
stúlkan og roðnaði „Ef ég .... Ef þér viljið
að ég setjist í einhvern annan klefa ... þér
viljið kannski vera einn ... þá skuluð þér
bara segja það!“
„Nei, alls ekki,“ svaraði Ninian ákveðinn.
„Fyrir alla muni, sitjið kyrr, ungfrú Arden!“
Hún lyfti brúnum og roðnaði enn meir.
„Þér munið nafnið mitt?“
„Ég — já, ég sá það á,“ — hann leit hálf-
skömmustulega á merkisspjald farangursins.
— „Já, það gerði ég,“ bætti hann við af
skyndingu.
„Á þetta að vera fyndið ? Því að ef svo
er, þá get ég ekki sagt, að mér finnist það
neitt fyndið, Ninian. Ég á við, að ef þér hafið
verið svona drukkinn og hafið gleymt öllu
af þeim sökum, eða ef það stafar af þeim
erfiðleikum sem þér hafið gegnumgengizt, þá
skal ég reyna að skilja þetta allt. En ef þér
nú munið nafnið mitt ...“
„Ég ... ja, ég mundi það ekki. Ég sá það
standa á farangrinum.“ Iíann benti á merki-
spjaldið. „Hausinn á mér er alveg tómur.
Ég gleymi yfirleitt öllu. Reynið að fyrirgefa
mér, ef það er ekki til of mikils mælzt.‘ ‘ Hann
hallaðist fram á við, og nú tók lestin kipp>
sem kom honum næstum til að falla í fangið
á henni. Hún rétti fram hendurnar til að
taka af honum fallið.
Hún beit á vörina og horfði á hann. „Þér
kysstuð mig. Munið þér ... Munið þér það
í raun og veru alls ekki?“
Ninian varð æfareiður. Honum fannst eins
og verið væri að kyrkja sig. Andrew hafði
löngum verið upp á kvenhöndina, en nú var
hann kvæntur Cathrine! Auminginn sá arna!
Að líkindum hafði hann drukkið einum of
mikið og síðan farið að dufla við stúlkuna
þá arna, kysst hana og haft gaman af, án
þess að láta sér koma til hugar, að þau ættu
eftir að hittast aftur. En með einhverju móti
hafði hann komizt að því, að hún ætlaði til
Lorne, og þá hafði hann — eins og í gamla
daga — gefið upp nafnið Ninian í stað síns
eigins, þannig að Cathrine þyrfti ekki að
komast að þessu.
Að líkindum hafði hann ætlað sér að segja
Ninian frá þessu öllu, en síðan gleymt þvi-
Ellegar hann hafði viljandi látið það vera,
í von um að það yrði um alla eilífð óþarfi-
Það var líka tilviljun ein, að Ninian hafði
hitt stiilkuna í lestinni. Ekki var liðinn
klukkutími frá því hann vissi, hvort sér
myndi takast að ná í þessa lest. Andrew hafði
að sjálfsögðu aldrei grunað, að syndir hanS
myndu komast upp svo skyndilega. En ekki
vissi Ninian hvernig hann hafði hugsað sér
að komast undan því, að ungfrú Arden hitb
þá bræður báða fyrr eða síðar.
Allt í einu spurði hann: „Yorum við ann-
ars nokkurn tíma kynnt í samkvæminu, ung'
frú Arden?“
HEIMILISBLAÐl5
156