Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1968, Blaðsíða 26

Heimilisblaðið - 01.07.1968, Blaðsíða 26
traustvekjandi. Flestar stúlkur liefðu senni- lega brugðizt öðru vísi við undir svipuðum kringumstæðum. Þjónn vísaði þeim að tveggja manna borði, og annar -—- sem fékk peningabragð í munn- inn þegar hann sá einkennisbúning Ninians — færði þeim vínkort. „Oskið þér eftir einhverju að drekka, herra?“ spurði hann. Ninian leit á vínkortið. „Iivað vilt þú fá, Jill? Sherry? Martini eða eitthvert annað vín ?‘ ‘ Gráu augun Ijómuðu spotzk. „Heyrðu mig nú, ég er frá Ástralíu ...“ sagði hún. „Ó!“ Ninian varð eilítið vandræðalegur. Svo hló hann við. „Þú meinar, að þú viljir aðeins fá bjór?“ Hún kinkaði kolli. „Já, gjarnan? Brtu hneykslaður ?“ „Nei, alls ekki.“ Svo pantaði hann. „Það er víst farið að tíðkast æ meir, að einnig kvenfólk drekki bjór, eða hvað ?“ „Eg veit það ekki, en ílöngun mín í bjór hneykslaði að minnsta kosti frönsku fjöl- skylduna sem ég bjó hjá, —- en ætlar þú ekki líka að fá þér?“ spurði hún, þegar þjónninn kom með vatnsglas handa Ninian. „Eg drekk ekki,“ svaraði hann í hugs- unarleysi, „það er að segja, ég má það ekki eins og sakir standa, samkvæmt fyrirskipun frá læknunum.“ Ilún leit forviða á hann. „Þú drakkst þó þarna um kvöldið. Meira að segja viský. En ég býst við að þú hafir gleymt þeim, — fyrirmælum lælmanna, á ég við.“ Hamingjan góða, hvað hann gat verið vit- laus! Hann tautaði eitthvað sem varla heyrð- ist og ákvað svo að gæta tungu sinnar betur eftirleiðis. Jill bragðaði á bjórnum og brosti. Hún talaði eðlilega og óþvingað yfir borð- um, og smám saman tókst Ninian að slaka á spennunni. Hann komst að raun um, að hún hafði stundað listnám og dvalizt í rúm tvö ár í Frakklandi. Hún talaði af dempaðri kald- hæðni um starf sitt, og hann fékk þá tilfinn- ingu, að hún tæki það ekki of alvarlega; hins vegar virtist hún hafa svo gott vit á list, að það kom ekki alveg heim og saman við alvöruleysið. Kannski var hún greindur við- vaningur, sem átti ríka foreldra —- honum varð aftur litið á ríkmannlegt armbandsúr liennar, sett gimsteinum; máski létu foreldi'- ar hana fá næga peninga til að leggja stund á listnám rétt eins og hvað annað sem vera kynni... Ilún gat einnig um foreldra sína. Faðii’ liennar var sauðfjárræktarbóndi í Nýja Suð- ur-Wales. Móðirin var að miklu leyti fötluð. Ninian leið vel af að hlusta á hana segja frá. Honum faunst þægilegt að sitja lijá þessari laglegu stúlku, virða fyrir sér lifandi svip liennar og heyra hressilegan og glaðan hlát- urinn. Hún var sömuleiðis prýðilega greind og talaði miklu frjálslegar um hvaðeina en nokk- ur ensk jafnaldra hennar liefði gert; og sjón- armið hennar voru í senn frumleg og tilgerð- arlaus. Það var vissulega ekkert undarlegt ]iótt Andrew hefði orðið heillaður af henni; hún var einmitt sú manngerð sem hann heill- aðist af, falleg, fjörug og fyndin — og gat reyndar gengið í augun á hvaða karlmanni sem var. Ef maðurinn var þá ekki fyrirfram kvæntur Ctahrine ... Þjónninn kom með kaffið, og þau tókn að ræða um Farquhar-fjölskylduna. Ninian hafði jafnan mætur á því fólki, einkum þó Jocelyn, sem var fyrirtaks listamaður og gerði lietjulega tilraun til að hafa allt í reiðu á stóru lieimili stórrar fjölskyldu. Hún var mjög vinsæl í Lorne, enda þótt hún væri ensk og af þeim sökum „útlendingur“. Nini- an hafði ekki séð hana í mörg ár, en Jill fullvissaði hann um, að hún „væri alltaf hún sjálf“. „Hún dvaldist hjá mér í París í tvær vik- ur,“ sagði hún, „að ráðum föður míns, býst ég við, til þess að líta eftir því hvernig ég spjaraði mig. Við erum í rauninni þremenn- ingar, og þetta var í fyrsta skipti sem við hittumst. En okkur ltom ágætlega saman, svo að þegar Joss bauð mér heim til Lorne þetta sumarið, þá hugsaði ég mig ekki um tvisvar. og að ógleymdu öllu öðru, þá er hún afbragðs listamaður, og ég get mikið af henni lært.‘' Jill lagði frá sér kaffibollann og tók við sígarettu, sem Ninian bauð henni. Þegar hann laut fram á við til að kveikja í fyrir liana, spurði hún sakleysislega: „Áttu ekki bróður? Tvíburabróður?“ Ninian stirðnaði. „Jú,“ svaraði hann stuttlega. „Hann heitir Andrew.“ „Eruð þið mjög líkir?“ 158 H E IM ILI S B L A Ð 15

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.