Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1968, Blaðsíða 16

Heimilisblaðið - 01.07.1968, Blaðsíða 16
„Grípið ekki fram í fyrir mér ... Ég sé ... mann ... flóttamann, léttúðugan nokkuð ... já! ... Það er maðurinn yðar. Hann kefur farið frá yður!“ „Það er alveg dagsatt!11 hrópaði ávaxta- sölukonan grallaralaus. „0, bara að þér gæt- uð sagt mér ...“ „Iívar hann heldur til? Bíðið andartak, þér megið ekki segja neitt ...“ Hún tók stækkunargler og grandskoðaði korginn í bollanum með auknum áhuga. „Það er eins og ég sjái ...“ „Br hann einsamall?“ sppurði ávaxtasölu- lconan í ákefð. „Nei. Bn eftir þessari hlægilegu bítlatízku nú til dags get ég ekki séð hvort þetta er strákur eða stelpa sem er þarna lijá hon- um ...“ „Það er áreiðanlega stelpa.“ „Bn það má einu gilda, því ég sé, að mann- inn yðar langar aftur að koma heim.“ „Hvenær? Hvenær?“ spurði frú Gerbier málþola. „Bráðlega A sunnudaginn eða mánudag- inn ... já, nú sé ég það ... Það verður á mánudaginn! Og ég get meira að segja sagt yður klukkan hvað ... Hann kemur þegar hana vantar kortér í sex.“ „Eruð þér alveg viss?“ Spánkonan reis úr sæti all-virðuleg og mælti: „Prú Egypte skjátlast aldrei.“ Þetta var sagt í svo sannfærandi og virðu- legum tón, að andmæli komu ekki til greina. „Afsakið, frú. Og ... er ... þetta allt sem þér getið séð?“ „Hvað? Pinnst yður þetta ekki nóg?“ „Jú, svo sannarlega, frú,“ en bætti þó við í hljóði: Bara að þetta sé þá rétt ..“ — •— Sama kvöld og þessi einkasamræða hafði átt sér stað lét frú Bougeard þjónustustúlku sína fara á fund hins burthlaupna eiginmanns á hótelið þar sem hann bjó og kalla hann á sinn fund. Þegar Pascal kom þangað varð fyrir hon- um glæsileg eldri lcona, sem hóf mál sitt á því að skamma hann fyrir að strjúka frá konunni sinni og bauð honum síðan hundrað franka greiðslu, ef hann vildi snúa heim til hennar næstkomandi mánudag þegar klukk- una vantaði kortér í sex. Gerbier, sem í marga daga hafði varla haft til hnífs og skeiðar, varð himinlifandi og gelvk óðara að þessu tilboði. Dagana þrjá sem liðu til mánudags tjáði ávaxtxasölukonan öllum viðskiptavinum sín- um hvað frú Bougeard hafði sagt henni, en viðskiptavinirnir, sem fannst ýmislegt for- vitnislegt í orðum spákonunnar, trúðu sarnt alls ekki á það, að eiginmaðurinn myndi nokkru sinni snúa heim aftur. Svo þegar mánudagurinn rann upp og hinn tiltekni tími nálgaðist, voru allar slaðurdrós- ir hverfisins komnar á sína vaktpósta; sum- ar voru í verzluninni sjálfri, en aðrar kunnu ekki við að fara inn, heldur komu sér fyrir í grenndinni svo þær gætu fylgzt með utan- . frá. Prú Gerbier hafði farið í sitt bezta stáss til að taka virðulega á móti Pascal sínum- Hún gekk eirðarlaus fram og aftur og reyndi að afgreiða viðskiptavinina, án þess að hugsa um það sem hún var að gera. Eftirvæntingin hafði komizt í hápunkt, þegar klukkan í kirkjuturninum sló kortéra- : slagið fyrir sex. Skyldi Paseal láta sjá sig- Öllum til undrunar birtist hann á sarnri stundu. Hressilegur í fasi og með bros á vör gekk hann inn í verzlunina, jafn rólegur^og ef hann hefði farið þaðan út fyrir tíu mínútum. Konan hans, sem ljómaði öll af fögnuði, kastaði sér um háls lionum og sagði, án minnstu ásökunar, með tárin í augunum: „Elsku Pascal, taktu af þér frakkann. Þn verður að hjálpa mér til við að setja nýju sendinguna af niðursuðudósunum upp í hill' urnar.“ Eftir þennan spádómsárangur varð hin nýja spákona yfirmáta virt og vinsæl meðal bæjarbúa Orðrómurinn um snilld hennar barst langt út fyrir Saint-Plorentin-sur-Eure- En það er af þeim myndarlega manni PaS- cal að segja, að hann hafði tekið miklun1 breytingum til hins betra á meðan hann var að heiman. Hann tók nú að lijálpa kon'1 sinni við verzlunina að staðaldri, og friðm' og ánægja ríkti á heimili ávaxtasölukonunnar- Hann ljóstraði aldrei upp um bragðið seP spákonan liafði beitt — og enginn fékk held- ur að vita það, að stöku sinnum greiddi húa honum „viðbótarverðlaun“ fyrir það að hafa snúið aftur heim til konunnar — og fyör að vera þar um kyrtt. H E IM IL I S B L A Ð IP 148

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.