Heimilisblaðið - 01.07.1968, Blaðsíða 28
ára piltungur var hann orðinn mikið kvenna-
gull. En sjúskapurinn með Cathrine hefði
þó átt að breyta honum eitthvað. Þau voru
þó ekki búin að vera gift nema í eitt ár ...
Jill spurði hann einhvers, og hann varð
að einbeita sér til þess að taka eftir því.
„Hvað sagðirðu? Ég heyrði það ekki vel.“
„Ég var að spyrja hvort þér finndist
nauðsynlegt að hlífa Andrew við einhverju."
„Já ...“ Þetta var óvænt spurning, og hann
langaði ekki til að svara henni. „Ég þykist
vita, að Andrew hafi verið vel kenndur, kom-
izt í samkvæmisstemningu og farið örlítið
yfir strikið. Það getur svo sem komið fyrir
beztu menn. Ég hélt það væri bezt fyrir alla
aðila að láta þig halda, að þetta hefði ver-
ið ég.“
Hún sat þögul og lirukkaði ennið hugsi.
Að lokum sagði hún: „Andrew var ekki
drukkinn. Hann hagaði sér eins og hann
meinti það sem hann sagði, og ég trúði hon-
um. Við ákváðum að borða saman daginn
eftir og fara út saman um kvöldið. Svo sagði
ég af tilviljun, að ég væri að fara til Lorne
í heimsókn til Farquhar, og það kom honum
úr jafnvægi. Ég sá það, en hann sagði ekk-
ert — nema það, að við myndum hittast þar.
Hann minntist ekkert heldur á stefnumót
okkar daginn eftir, en um morguninn fékk
ég skeyti þar sem hann baðst afsökunar, en
kvaðst nauðsynlega þurfa að fara strax heim
til Skotlands. Þess vegna var það sem ég
varð svo undrandi, þegar ég sá þig á brautar-
pallinum. Og þess vegna var það sem ég bað
burðarkarlinn um að setja farangurinn minn
í sama klefa og þú sazt í. Eins og þú getur
heyrt, þá tók ég alvarlega það sem hann
hafði sagt.“
„Æ,“ sagði Ninian. Hún liafði staðfest
verstu grunsemdir hans. „En ég geri ráð fyr-
ir, að ég standi mig ekki vel sem staðgengill
hans.“
Iíún brosti dálítið óstyrk að sjá. „Ég sá
hann aðeins koma og fara ... Ó, þetta er allt
í lagi. Þú þarft elcki að hafa neinar áhyggj-
ur. En samt sem áður kann ég ekki við það,
hvernig hann kom fram, og ég held, að þú
kunnir ekki við það heldur.“
„Nei, það geri ég ekki. í sannleika sagt!
Mér þykir þetta afar leitt þín vegna, Jill.
Og vegna Cathrine ...“
„Þú þarft engar áhyggjur að hafa af Cath-
rine vegna mín. Mér kæmi ekki til hugar að
segja henni hið minnst um þetta. En ...“
Hún þokaði kaffibollanum til hliðar og sagði
með hægð: „Má ég fá mér sígarettu núna ?
Ég held ég hefði gott af því. Þetta er þó
dálítið flókið allt saman, finnst þér ekki?“
Og það var það, vægast sagt, hugsaði Nini-
an. Eins og erfiðleikarnir hefði ekki verið
nógu miklir fyrir, þó að þetta bættist ekki
við!
Iíann rétti að henni sígarettuveskið og
skipti um umræðuefni, Jill til mikils léttis.
Nú tóku þau að ræða um Guise, og af ákaf-
anum við að segja henni frá æskustöðvum
sínum gleymdi Ninian fyrri hlédrægni sinni
og fannst nú í fyrsta skipti veruleg afþrey-
ing á öllu því sem hann sagði; auk þess
hvatti hún hann með spurningum í hvert
sinn sem hlé kom í frásöguna.
Nú var matarvagninn tekinn að tæmast af
fólki, og að lokum stóð hún upp. „Það er
víst bezt við förum að draga okkur í hlé,
ef við eigum ekki að verða alltof óvinsæl hja
þjónaliðinu.“
„Já, það er víst bezt,“ sagði Ninian, þótt
honum væri það þvert um geð. Þau fylgd-
ust að í sevfnvagninn og buðu hvort öðru
góða nótt.
Hún sneri sér að honum og brosti. „Hvað
svo sem fyrir kemur,“ sagði hún, „þá erum
við vinir, Ninian. Erum við það ekki?“
„Ég vil svo gjarnan vera vinur þinn, Jill,“
sagði hann alvarlegur. „Svo gjarnan.“ Sv°
tók hann í höndina á henni.
„Þú ert viðkunnanlegur maður,“ sagði hún
blátt áfram. „Mjög viðkunnanlegur. Það gleð-
ur mig að hafa kynnzt þér á þennan hátt
— og það gleður mig að þú ert að fara lieim
til Guise, og að þú skulir í rauninni eiga
heima þar. Þér þykir vænt um Guise, er það
ekki?“
„Jú,“ viðurkenndi hann, „ég elska Guise.
Ég held það hafi verið þess vegna sem ég
komst lífs af, — af því mig langaði til að
sjá þær slóðir aftur.“ Hann minntist þess
um leið, að þetta var í fyrsta skipti sem hann
hafði viðurkennt þetta fyrir nokkrum manni-
„Faðir minn sagði það sama um Colarena-
brei á þeim tíma sem hann var fangi,“ sagði
Jill. Svo losaði hún hönd sína. „Hann vann
við Thailandjárnbrautina í hálft þriðja ár,
og hann var enginn unglingur lengur. Margir
160
HEIMILISBLAÐlP