Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1977, Blaðsíða 5

Heimilisblaðið - 01.05.1977, Blaðsíða 5
af sömu tegund, fellur þetta blómryk af honum af sjálfu sér, og þar með hefur hann frjóvgað blómið. Sum dýr eru litblind og sjá heiminn umhverfis sig í svörtu, hvítu og gráu með ýmsum tilbrigðum. En jafnvel litblindur óvinur getur látið blekkjast af sérstökum huliðshjúp, sem dregur úr útlínum eða af- þær með öllu. Slanga, sem liggur hreyfingarlaus í grasi, leynist þar oft í krafti þess munsturs sem hún hefur á bakinu. Netmunstur gíraffans og rákir zebrahestsins gera það að verkum, að þessi óýr sjást síður á savanna-sléttunum, jafn- Vel ekki úr lítilli fjarlægð. Á sama hátt 5?eta lynghænur og akurhænur fallið alveg í engið eða skóginn, sökum tilheyrandi fjaðurhams. Erfiðast er að leyna því, sem er kringl- °tt, og þess vegna getur gætið auga vel homið upp um þann, sem það hefur. En þvottabjörninn hefur umhverfis augun einskonar grímu dökkra hára, sem leiðir athygijna frá Ijósopinu. Margir fuglar eru ^ð svört eða hvít strik „gegnum" aug- Un> eða einhverskonar bletti umliverfis þau, til að leyna kolsvörtum og starandi augasteininum. Og sumir fiskar eru með ,,fölsk“ augu á sporðum, þannig að maður er í vafa um, hvort þar er um raunveru- leg augu að ræða eða ekki, sem sagt hvað snýr fram eða aftur á fiskinum. í náttúrunni finnast þess einnig dæmi, að dýr, sem eru varnarlaus og umkomu- laus frá náttúrunnar hendi, taka að stæla önnur dýr í útliti og framkomu og geta á þann hátt komizt undan óvinum sínum. 1 Danmörku er t. d. fiðrildi eitt, sem minn- ir furðumikið á geitunga, en hefur alls ekki eiturbrodd geitungans. Þar er einnig blómfluga ein, sem varla er hægt að greina frá hunangsflugu. Til að kóróna allt sam- an verpir hún iðulega í hreiður hunangs- flugunnar. Ýmsar meinlausar slöngur njóta sömuleiðis góðs af því í lífsbaráttu sinni að líkjast eiturslöngum. Slíkir huliðshjálpar skipta þúsundum í náttúrunnar ríki, en enginn skyldi ætla, að þar ríki tilviljun ein. Þetta er bráð- nauðsynlegur þáttur í lífsbaráttunni og viðhaldi tegundanna. SjóliSsforingi hafði fallið útbyrðis, en var bjargað a einum af skipshöfninni. Þegar sjóliðsforinginn hafði náð sér, sagði hann: A hiorgun þakka ég þér lífgjöfina frammi fyrir allri skipshöfninni ~~ 1 hamingjunnar bænum gerið það ekki herra, Sa8ði sjómaðurinn. Ef þér gerið það, þá ganga þeir ar hiér dauðum! KeffvikingUr íeit á legsteininn sem á var letrað: ei hvílir lögfræðingurinn og ágætismaðurinn Jón onsson. — og hver skyldi hafa haldið, tautaði hann, a tveir menn kæmust fyrir í svona lítilli gröf. 8 MaSurinn bálreiður: — Mér þættti gaman að vita ers vegna guð skapaði ykkur konurnar svona fagr- r °g heimskar. Það skal ég segja þér, sagði kona hans blíðlega: 11 skapaði okkur fagrar til þess að þið elskuðuð okkur og svona heimskar til þess að við gætum elskað ykkur. & Sex unagr konur, sem bjuggu í sama húsi, urðu ósáttar og þær leituðu réttvísinnar. Þegar þangað kom rifust þær svo mikið að ekki heyrðist mannsins mál. Að lokum barði dómarinn í borðið svo að frúm- ar þögnuðu augnablik. — Sú elzta talar fyrst. Þær drógu sig allar í hlé. Lafmóður Akurnesingur kom hlaupandi niður bryggjuna, tók heljarmikið stökk og lenti á dekkinu á Akraborginni, sem var um það bil þrjá metra frá landi. — Jæja, sagði hann um leið og hann stóð á fætur, ég missti þó ekki af henni. — Hvaða skelfingar læti eru þetta, maður, sagði einn hásetinn, við erum að leggjast upp að. HeIMILISBLAÐIÐ 77

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.