Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1977, Blaðsíða 34

Heimilisblaðið - 01.05.1977, Blaðsíða 34
Kalli og' Palli oi'u að veiða fiðrildi. Það gengur vel ... þangað til allt í einu stendur stór maður bak við þá með stór fiörildanet og veiðir þá í net sitt. Ekkert gagnar að rífa í netið og gráta. Maðurinn fer með þá heim í stofuna sína og deyfir þá með eter og nælir þá niður með títtuprjónum eins og gert er við fiðrildi. Nú sitja þeir þarna með sinn hvorn títu- prjóninn í gegnum sig. En sem betur fer vakna KalU Palli samstundis. „Veiztu bara,“ segir Kalli, „ég vil aldrei framar fara á fiðrildaveiðar!" „Það vil ég held- ur ekki,“ seir Palli, „það er skammarleggt að veiða litlu fiðrildin og næla þau niður með títtuprjónum.“ „Sjáðu, þarna liggur króna!“ hrópar Palli og tek- ur hana upp. „Þetta boðar hamingju,“ segir Kalli, „nú getum við farið í bæinn og verzlað.“ Maríuerlan, sem hafði horft á þetta, segir páfagauknum og ap- anum frá þessu með öndina í hálsinum: „Kalli og Palli fundu tvær krónur!" Og páfagaukurinn og ap- inn halda hvor í sina áttina og segja öllum sem 9 vilja hlusta: „Kalli og Palli hafa fundið fjárfúlgu!‘ Og þannig barst sagan frá einu dýrinu til annars- Og þegar Kalli og Palli koma heim er tekið á mót* þeim með hamingjuóskum, sem væru þeir orðiú* milljónamæringar. Svona flýgur fiskisagan. J

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.