Heimilisblaðið - 01.05.1977, Blaðsíða 28
„Ég skal lána þér 500 dollara."
„Fyrirtak," sagði Abe og setti sig nið-
ur til að rita skuldabréf.
„Þú getur gefið stjúpu þinni jörðina
með því skilyrði, að þegar hún deyr —
hún hlýtur að vera orðin gömul — þá eign-
ist þú jörðina aftur,“ sagði vinur hans.
„Nei, alls ekki,“ sagði Abe ákveðinn.
„Það væri lítilfjörlegt endurgjald fyrir
alla ást þá og tryggð sem hin góða kona
hefur auðsýnt mér. Ekki vil ég launa henni
með því, sem er lítils eða einskis virði.“
Hægt, en sígandi fram á leið.
Árið 1846 var Abraham Lincoln kjör-
inn meðlimur sambandsþingsins — þannig
var ríkisþing Bandaríkjanna nefnt.
Hann notaði hvert tækifæri sem gafst
í sambandsþinginu til þess að berjast gegn
þrælahaldinu. Það er grimmilegt og órétt-
látt, sagði hann hvað eftir annað, að mönn-
um sé misþyrmt á svo skammarlegan hátt,
þótt svertingjar séu. Þeir eru þó menn,
eins og við, skapaðir af Guði.
Um þessar mundir var háð hörð bar-
átta um Texasríki. Suðurríkin vildu, að
Texas yrði líka „þrælaríki“. Auðvitað
barðist Lincoln gegn þessu. Það átti að
afnema þrælahaldið, en ekki láta það breið-
ast út.
Árið 1848 hafnaði Lincoln endurkosn-
ingu. Hann hafði komizt að raun um, að
hann átti margt eftir ólært. Hann las og
lærði af iðni, þótt hann væri nú orðinn
39 ára að aldri. Hann hafði séð, að ýmsir
ríkisþingmenn voru honum fróðari. En
hann varð aldrei of vitur né of gamall
til að læra. Og á örfáum árum jók hann
svo menntun sína, að hann varð þekktur
ræðuskörungur og rithöfundur. Framveg-
is var ekki hægt að ganga fram hjá hon-
um og segja, að hann væri maður úr sveit-
inni, sem ekkert skyldi né vissi.
Þannig verðskuldaði hann sökum mennt-
unar sinnar og þekkingar að skipa æðstu
trúnaðarstöðu í landinu.
Hann lifði i nokkur ár í kyrrþey. Öðru
hvoru ritaði hann greinar í blöðin eða
ferðaðist um til að stofna bindindisfélög.
En árið 1854 gat hann ekki lengur setið
aðgerðalaus. Hann varð að taka upp bar-
áttuna gegn áhangendum þrælahaldsins
og stjórnmálaspillingunni. Því hafði verið
lofað að þrælahaldið fengi ekki að breið-
ast til Norðvesturríkjanna. En loforð þetta
var svikið. Þrælahaldið festi rætur á lög-
legan hátt bæði í Kansas og Nebraska. Það
var maður að nafni Douglas, sem hafði
komið þessum svívirðilegu áformum fram.
En nú kom Abraham Lincoln fram á
sjónarsviðið.
Douglas flutti ræðu í Springfield. Degi
síðar talaði Lincoln gegn honum á sama
stað. í þrjár klukkustundir talaði hann.
Ýmist titraði rödd hans af meðaumkun
með hinum undirokuðu eða varð þrungin
gremju gegn þeim, sem vildu viðhalda
þrælahaldinu. Áheyrendurnir hlýddu á
hann kyrrlótir. En þegar hann lauk ræð-
unni brutust út húrrahróp og konurnar
veifuðu höfuðklútum sínum.
Douglas þorði ekki að segja meira í
Springfield.
En Lincoln fylgdi honum eftir til ann-
arra borga. Lincoln varð oft fyrir haturs-
fullum og grimmilegum árásum.
Á fundi einum var gripið fram í fyrir
honum með háðslegri röddu:
„Er það satt, hr. Lincoln, að þú hafir
haldið innreið þína í þetta ríki berfætt-
ur með uxa fyrir vagni þínum!“
Augnablik þagði Lincoln. Fyrir hug'
skotssjónum hans svifu minningarnar um
fátækt hans og þrældóm í æsku. Síðan
sagði hann:
„Ég held að minnsta kosti tylft við-
staddra, sem eru virðingarverðari menn
en sá, sem greip fram í fyrir mér, gætn
borið vitni um þennan atburð. Ég tel mér
það heiður, sem hann hæðist að mér fyrir.“
Síðan útskýrði hann hvernig frjáls-
lyndri ríkisstjórn bæri einnig að greiða
100
HEIMILISBLAÐIP