Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1977, Blaðsíða 16

Heimilisblaðið - 01.05.1977, Blaðsíða 16
Skugginn gaut hornauga til hennar í myrkrinu. „Bréf er hlutur út af fyrir sig,“ sagði hann svo. „En það, sem ég heyri þig sjálfa segja, er allt annað. Er það ekki rétt? Og þetta gekk allt svo fljótt og marg- ar truflanir, sem komu í milli, að ég gat eiginlega ekki áttað mig á því. Ég er held- ur ekki viss um, að ég hafi skilið það rétt.“ Sylvía hnyklaði brýnnar. Það var eitt- hvað bogið við þetta. Það var ekki Jim eðlilegt að vera svona grunnfærinn. „Já,“ sagði hún, „það er viðvíkjandi menn.“ „Hm!“ „Þér er hann kannski ekki geðfelldur? Ef til vill finnst þér ég halda of mikið upp á hann?“ sagði hún og brosti. „En sjáðu, Jim, Benn er í rauninni góður. Þeg- ar hann vissi um samband það, sem er okkar á milli, þá fannst honum, að ekkert væri hægt að þér að finna. Hann trúði heldur ekki öllu því illa, sem sagt var um þig.“ „Það var meinið.“ „Já. Hann sagði, að þegar mér geðj- aðist að þér, þá værir þú líka nógu góður fyrir hann. Hann hlustaði á allar sögurnar, sem sagðar voru af þér, og það illa tíndi hann úr þeim, en hugsaði um það góða. Á þann hátt safnaði hann hóp af þínum hetjuverkum, og að lokum fannst honum, að það einasta, sem væri nokkurs virði, væri að gera rán að lífsstarfi sínu, og ger- ast ræningi." Skugginn nísti tönnum. Hversu vel sem nafnið ræningi sómdi honum, þá átti hann bágt með að heyra hana tala þannig. „Því næst byrjaði hann að æfa sig í að skjóta með riffli og skammbyssu, og hann lærði, hvernig átti að brjóta upp peninga- skáp ...“ „Hvað segirðu — þessi drengur?" sagði hann steinhissa. „Hann getur varla talist drengur leng- ur, Jim. Núna er hann nítján ára, nógu gamall til að fara í tugthúsið." „Hvað meinarðu með þessu, Sylvía?“ „Það er það, sem ég skrifaði þér. Hann hefur framið innbrot og sprengt upp pen- ingaskáp. Og núna situr hann í Carlton- fangelsi. 0, Jim, hvernig getum við hjálp- að honum?“ Hann þagði, áður en hann svaraði. „Er þetta það, sem þú krefst af mér, að ég geri fyrir þig? Þú vilt, að ég brjótist inn í Carlton-fangelsið og nái honum út — til þess að þú sjáir, að ég hafi vilja til að gera eitthvað fyrir þig.“ „Ekki aðeins vegna þess, Jim, nei, ekki bara það. Þú átt líka að gera það hans vegna, þá trúi ég því líka, að ég megi reiða mig á þig. og að ég megi trúa þér fyrir sjálfri mér — allt lífið út í gegn.“ „Lofaðu mér að hugsa mig svolítið um,“ sagði Skugginn, en það var engin hrifn- ing í röddinni. Ilann gekk um gólf í her- berginu, og tautaði um leið: „Ég verð að hugsa mig um.“ Að lokum staðnæmdist hann, tók utan um báðar hendur hennar. „Ef ég næ honum út, viltu þá giftast mér, Sylvía? Vilt þú þá koma burt með mér, svo að við getum. haldið brúðkaup okkar.“ Málrómur hennar skalf: „Já,“ sagði hún. „Ég skal gera það, hvað sem þú vilt. Ég skal segja þér, að faðir Benns lítur mig á hverjum degi með svo miklum ásök- unarsvip, líkt og hann bölvi mér bara. Hann veit, að það er mér að kenna, að Benn er orðinn afbrotamaður. Að hann gerði það til að líkjast þér. — Þú veizt líka, hvað þau hafa gert fyrir mig . . . heimilið, sem. ég hef átt hjá þeim.“ Skugginn hneigði höfuðið til samþykkis. Hann var búinn að heyra nóg af því, sem hún hafði að segja, og hugur hans var líka annars staðar. Hann hafði ekki bú- izt við, að eiga nú að leysa af hendi nýtt og erfitt starf. Til baka hafði hann komið fyrst og fremst til að hefna sín á þessum þremur þrjótum, sem höfðu ráðist á hann, og svo til að fá Sylvíu til að flýja með sér. En nú kraíðist hún þess fyrst, að 88 HEIMILISBLAÐIÍ*

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.