Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1977, Blaðsíða 19

Heimilisblaðið - 01.05.1977, Blaðsíða 19
að hafa unnið þannig ódæðisverk! Komið til hennar með mannsblóð á höndunum! ^að hafði alltaf verið eitthvað við hann, sem aðvaraði hana! Þessi hræðslutilfinn- ing, sem hún hafði fundið til í fyrsta skipti, sem hún talaði við hann, — hafði einnig gert vart við sig í nótt, þegar hann var 1 herberginu hjá henni. Og þessa stundina kom hræðslan með þúsundföldum mætti. Hann hafði alltaf verið glæpamaður myrk- ui’sins, og það mundi hann alltaf halda áfram að vera. Algie Thomas gekk til hennar. ,Vina mín,“ sagði hann, „ég hef heyrt heilmikið um yður, en þótt ég hefði aldrei heyrt neitt og aldrei séð yður fyrr en nú, þá er ég viss um, að þér eruð bæði góð °8' i’éttlát stúlka. Hvaða samband, sem er uhlli yðar og Skuggans, þá skal ég ekki skipta mér af því. En ég vildi gjarna segja .Vðar vegna, að þér ættuð að hugsa yður Vei um, áður en þér takið nokkra ákvörð- un. Er það líka ekki undarlegt, að stúlka eins og þér munduð bindast svona manni ? ^ tvö ár hafið þér ekki svo mikið sem lit- lh við nokkrum af ungu mönnunum hér 1 íÞ’enndinni. Vegna þess að Skugginn hef- ui’ alltaf ríkt í huga yðar. Og nú er hann kominn aftur, og það fyrsta, sem hann 8erir til að sýna gleði sína yfir að sjá yð- Ur> er að myi-ða mann .. . “ Hálfkæft óp kom frá ungu stúlkunni. ^yo sneri hún sér við og flýði út úr eld- húsinu. Frú Plummer, sem var komin og þe&jandi hafði hlustað á orð sheriffans, yetlaði að meina Sylvíu útgöngu, en sher- Hfinn hristi einungis höfuðið við því. „Það þýðir ekki neitt, þegar hún er sv°na, orðin fara inn um annað eyrað og át um hitt, frú Plummer. Ég hef sjálfur yerið kvæntur og átt eina dóttur, svo að e§ þekki það. En ég hugsa, að hún muni lugsa sig alvarlega um, áður en hún sér yeunan herra aftur. Hún snýr sér núna 1 uðra átt, frú Plummer, yður er óhætt að treysta því.“ hi E I M I L ISBLAÐIÐ Því næst yfirgaf hann húsið og sendi fylgdarmenn sína í burt. Hann sneri aftur til bæjarins, að hann sagði, og reið svo í þá átt og hinir hurfu í mótstæða átt. En jafnskjótt og þeir voru horfnir, sneri hann til baka þangað, sem spor morðingjans lágu. Þaðan fylgdi hann sporunum — frá húsi Plummers. Við þessa vinnu vildi hann helzt vera einsamall. Nú fann hann spor hests- ins og byrjaði hægt og rólega að rekja þau. Það var, eins og við var að búast, ekk- ert létt verk, sem hann var byrjaður á. Flóttamaðurinn hafði gert allt til að skýla sér, riðið margar mílur yfir grýttan jarð- veg, þar sem ekkert spor var sýnilegt. Á einum stað hafði hann riðið yfir vatns- fall. Sheriffinn fann stað, þar sem hann hafði lagt út í, en þurfti svo að ríða aft- ur og fram, áður en hann fann sporin hin- um megin. Sheriffinn þurfti sem fyrr að taka á þolinmæðinni, en hann var mað- ur, sem vann verk sín vel og flýtti sér ekki um of. Það eitt vissi hann, að Skugg- inn mundi halda sig öðru hvoru nálægt bústað Plummers vegna Sylvíu. Og áreið- anlega fyrr eða síðar heimsækja hana eða ná tali af henni á einn eða annan hátt. Það var farið að líða að kvöldi, þegar sheriffinn nam staðar. Myrkrið var að falla á, og hann var líka ákveðinn í að hætta vinnu sinni við svo búið, og snúa aftur til bæjarins, þegar hann fann votta fyrir reykjarlykt. Hesturinn hafði líka fundið lyktina, þótt hún væri dauf, enda lyfti hann höfðinu hátt og frýsaði. Fyrir hestinn þýðir rykj- arlykt tvennt ólíkt. Það hræðilegasta af öllum hættum eða mannabústað, sem er tilbúinn með hvíld og fóðri. Sheriffinn stökk af baki og gaf hest- inum bendingu um að bíða, og braut sér varlega braut gegnum kjarrið. Það var þaðan, sem rykurinn kom. Ekkert skógar- dýr hefði getað komizt hljóðlegar í gegn um þetta þétta kjarr en sheriffinn. Hann 91

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.