Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1977, Blaðsíða 12

Heimilisblaðið - 01.05.1977, Blaðsíða 12
Taban lyfti trýninu og snerti við glófa- lausri hönd mannsins, og ýlfraði lágt svo varla heryðist. Þá gerðist nokkuð merkilegt. Maðurinn beygði sig og leysti tauminn af hundinum. Síðan lagði hann handlegginn yfir herð- ar dýrsins, og með hinni hendinni fór hann varfærnislega um sært trýni hans. „Taban!“ hvíslaði hann. „Þú ert kom- inn aftur — þú vilt, að við séum vinir. Er það þannig sem þú vilt það sé, gamli félagi ?“ Taban ýlfraði lágt og neri trýninu inn í hlýjan lófa mannsins. Hann skalf allur, en það var ekki aðeins af því hann væri þjakaður og þreyttur. Á þessari stundu reyndi hann það í fyrsta skipti, hversu mikilsvert það er einum hundi að finna fyrir höndum vinar og heyra vin- gjarnlega rödd við eyra sér. „Og þú slapps frá honum,“ hélt mað- urinn áfram lágt. „Eg þori samt að veðja á það, að þú hefur skilið eftir markið þitt á honum, að launum fyrir það sem hann gerði við þig. Það verður ekki auðvelt að hafa uppi á honum.“ Taban leit upp, og þeir horfðust í augu. Taban tók við einhverju alveg nýju gegn- um augnaráð mannsins. Hann vildi gjarn- an leggja á sig mikla hættu og mikið erf- iði til að sýna endurgjald sitt fvrir þann skilning, sem hann varð nú var við í aug- um þessa manns. En þrátt fyrir allt og allt, þá var Tab- an aðeins sleðahundur. Þess vegna þrýsti hann aðeins særðri snoppu sinni inn í lófa mannsins, enn dýpra en fyrr, og sífr- aði lágt. Það var allt og sumt, sem hann var fær um að gera. En fyrir manninn var það nóg. „Ljóti, gamli félagi!“ tautaði hann blíð- lega. „Þú þarfnast svefns og hvíldar, en fyrst skaltu fá eitthvað ofan í þig!“ 84 HEIMILISBLAÐlÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.