Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1977, Blaðsíða 20

Heimilisblaðið - 01.05.1977, Blaðsíða 20
beygði greinarnar til hliðar, svo að varla heyrðist minnsta skrjáf. Þannig komst hann, án þess að honum væri veitt eftir- tekt, í lítið rjóður, þar sem tveir menn sátu andspænis hvor öðrum við lítið bál, og á því stóð steikarpanna. Annar þeirra var lítill, gildvaxinn og breiðleitur, og auð- sjáanlega hafði hann ekki rakað sig sein- ustu fjóra til fimm dagana. Sheriffinn var ósjálfrátt viss um, að þessi maður ætti þenna stirðlega hest, sem stóð í rjóðrinu, en hinn hesturinn, með hina vellöguðu hlaupafætur, var áreiðan- lega eign mannsins, sem sneri baki að honum; hann gat ekki séð framan í hann, sá einungis, að hann var allur grennri. Sömuleiðis var hann viss um, að það voru spor þessa manns, sem hann hafði rakið. Þau spor gátu ekki verið stigin af stutt- fættum stirðlegum hesti — svo allt benti í þá átt. Skyldi það vera Skugginn, sem hann stóð og horfði á bakið á? Algie Thomas lét fingurna renna yfir skammyssuna og athuga, hvort hún væri ekki öll í lagi. Og þá gekk hann inn í rjóðrið. Skeggjaði maðurinn æpti upp yfir sig, svo að sheriffinn vissi strax, að það gat ekki komið frá manni, sem væri vinveitt- ur réttvísinni eða þeim, sem áttu að sjá um að henni væri framfylgt. Hinn mað- urinn, sem sneri að honum bakinu, hreyfði sig ekki. Leit ekki einu sinni um öxl, fyrst þegar sheriffinn ávarpaði hann, leit hann upp. „Jæja, piltar,“ sagði Algie Thomas, án þess að nálgast skammbyssuna, sem hann hafði stungið í hylkið, áður en hann fór úr fylgsni sínu, „ég ætla að biðja ykkur að vera rólega og það er óþarfi, að láta fingurna hvíla á gikkjunum, því að ég hef augun hjá mér, get ég látið ykkur vita.“ Maðurinn, sem hafði snúið bakinu að, leit nú til hliðar, og sheriffinn sá vanga- svip föla mannsins, sem hann hafði talað við á herbergi Tom Converse á veitinga- húsinu. „Scottie, vertu rólegur, maður,“ sagði sá föli við skeggjaða manninn. „Þetta er bara sheriffinn, Algie Thomas, eins og þú sérð.“. „Algie Thomas,“ sagði hinn og greip andann á lofti. Það leit ekki út fyrir, að hann væri jafn ánægður yfir komu sher- iffans og félagi hans virtist vera. Hann hvítnaði alveg upp og var skelfingin ein uppmáluð. „Já,“ sagði hann og hnykkti höfðinu örlítið til, „það er sheriffinn, hann getur ekki orðið þér neittt til baga. Setjist nið- ur, sheriff, og lofið okkur að heyra, hvað það er, sem nú er á ferðinni." Þessi viðmótsþýða móttaka kom brosi fram á varir sheriffans, en brosið hvarf smát og smátt, þegar hann fór að athugt andlit föla mannsin vel, sem hann hafði ekki haft tækifæri til fyrr. Hann tók eftir ýmsu, sem hann hafði ekki séð fyrr: Hin harðlegi, illúðugi munnur, þessi dökku augu — þetta var andlit, sem mundi heilla marga stúlkuna, en karlmenn mundu hugsa sig um, áður en þeir treystu á hann. Augu hans voru leyndardómsfull, en glampinn í þeim sýndi, að það færi ekki margt fram hjá honum. „Þig hef ég hitt áður, félagi,“ sagði sheriffinn, „en ég man ekki hvað þú heit- ir.“ „Jim Cochrane." „Það er rétt, Jim Cochrane, ég ætla að biðja þig að koma með mér.“ „Er þetta handtaka?" „Það getur heitið það.“ Dökku augun hans neistuðu á þessu augnabliki vissi sheriffinn, að maðurinn hafði verið kominn á fremsta hlunn með að grípa skammbyssuna, en skyndilega hætt við, þegar Algie Thomas lét sína leika hylkislausa í höndum sér. Sheriffinn vai’ búinn að læra ýmislegt á að umgangast þorparana í fjöllunum. Líka sá hann það, 92 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.