Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1977, Blaðsíða 29

Heimilisblaðið - 01.05.1977, Blaðsíða 29
8'ötu fátæks drengs. „Við eigum allir að nJóta sama réttar.“ Og hann endaði með þessum orðum, sem fengu góðar undirtektir hinna fjölmörgu áheyrenda: .iJá, á meðan við höfum. málfrelsi skul- um við tala máli frelsisins og vinna gegn t>i'ælahaldinu. Við viljum vinna og starfa Þnngað til sólin skín ekki, regnið fellur ekki og golan leikur ekki um neina mann- eskju, sem gengur til vinnu sinnar án þess uppskera laun fyi-ir erfiði sitt.“ Lincoln skipaði sér í flokk Republikana (samríkissinna). Andstæðingar þeirra yoru Demókratar (lýgveldissinnar). Enn I öag heita tveir helztu stjórnmálaflokk- arnir í Bandaríkjunum þessum nöfnum. En lýðveldissinnar báru ekki nafn með rettu. Þeir gátu ekki unnt negrunum L'elsis. Lincoln hafði spáð því, að þrælahaldið myndi koma af stað blóðugum ófriði milli Suður- og Norðurríkjanna. I Kansas hófu "hindamæraræningj arnir“ eyðileggingar- '9ih; þeir brenndu hús og skutu menn til hana frá Norðurríkjunum þar sem negr- ‘U'nir voru frjálsir, til þess að hræða tals- menn negranna. Douglas gekk í flokk samríkissinna, til hoss að ná kosningu í Senatið (öldunga- rleildina). En allir vissu vel í Illinois, að Petta var bragð hjá honum. Þeir þekktu Ugarfar hans til negranna og frelsisbar- áttu þeirra. . Og nú var unnið að kosningu Lincolns. Springfield komu kjörmennirnir sam- 'm- Þegar fundurinn hófst var borið inn ’ saiinn stórt spjald, sem á var letrað: X'lördæmi8 handa Abraham Lincoln. Og II u höfðu kjörmennirnir varla stjórn á sei. Þeir stukku upp á bekkina, veifuðu yöttunum og húrrahróp þeirra kváðu við 1 margar mínútur. ^braham hafði skrifað upp ræðu þá, Sem hann ætlaði að flytja. Seinni hluta a8s gekk hann inn í skrifctofu sína, læsti H E I M I L I S B L A Ð I Ð dyrunum og sagði við Herndon, sinn góða vin og félaga: „Leyfðu mér að lesa upp fyrir þig dá- lítið af ræðu minni.“ Hann las síðan fyrir hann og spurði: „Jæja, hvað finnst þér?“ „Þetta er sannleikur," sagði Herndon. „En er viturlegt af þér að segja það?“ En Lincoln kærði sig ekki um það. „Vissulega getur ekkert heimili staðizt, þar sem sundurlyndi ríkir. Svo hefur það verið í meira en 6000 ár. Ég mun segja það, þótt það verði til þess að ég nái ekki kosningu.“ Nokkrir vinir Lincolns voru kallaðir saman og hann las upp fyrir þeim kafla úr ræðu sinni. „Það er fimmtíu árum of snemmt að halda slíku fram,“ sagði einn. „Mjög óviturlegt," sagði annar. „Þess vegna tapar flokkur okkar,“ hróp- aði þriðji. „Lincoln tapar líka,“ sagði sá fjórði. „Þú gætir aldrei sagt neitt óviturlegra. Nú verður þú alls ekki kosinn,“ sagði sá fimmti. Það var aðeins Herndon, sem studdi Liconln. „Lestu ræðuna upp alveg eins og þú hefur skrifað hana,“ sagði hann. Lincoln gekk fram og aftur um gólfið. Nam síðan staðar og sagði: „Vinir mínir! Ég hef hugsað mikið um þetta mál. Ég hef athugað það frá öllum hliðum og er sannfærður um, að nú skal það ná fram að ganga. Ef ég fell vegna ræðu minnar þá látið mig falla. Ég ligg þá við hlið sannleikans. Gott er að falla með honum, að deyja fyrir það sem er satt og rétt.“ Um kvöldið flutti Abe ræðu þá, sem fræg varð í sögu Bandaríkjanna. Hún hefst þannig: „Heimili, þar sem sundurlyndi ríkir, stenzt ekki. Til lengdar getur það ástand ekki varað, að helmingur ríkjanna haldi 101

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.