Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1977, Blaðsíða 9

Heimilisblaðið - 01.05.1977, Blaðsíða 9
aði hendinni þreytulega í átt til hunda- hópsins, sem hafði velt sér út af í fönn- ina um leið og numið var staðar. ».Ég sé það. En hvað er um að vera? Hvað hefur komið fyrir?“ Kimber dró hanzkann af hægri hendi og stakk henni djúpt í vasann á loðfeld- inum sínum. „Það get ég sagt þér. Ég er á flótta. Og þú skalt ekki reyna að fá mig til að hætta við það, Billy. Skilurðu það? Allt °g sumt sem ég fer fram á við þig er, að þú setjir þína eigin hunda fyrir sleðann minn, svo að ég geti komizt aftur héðan a stundinni — án þess það kosti of mikil iæti. Eg er búinn að fá nóg af slíku . . .“ ,,Er allt í lagi með þig?“ greip Billy fi'am í fyrir honum, steig feti nær og h°rfði inn í andlit mannsins. „Já! En gættu þín, Billy. Ég hef byssu 1 hendinni, og hún beinist að þér á þessari stundu. Eg vil fá hundana þína. Vertu nú ekki kjáni. Eftir tvo daga, kannski fyrr, hef ég lögregluna á hælunum, svo að þú skilur að ég má engan tíma missa. Spenntu hundana þína fyrir!“ Éilly hikaði andartak; síðan yppti hann 0Jdum og gekk að stólpanum þar sem hundataumarnir voru reyrðir. ,,Þú ert viti !°lnu fjær, Kimber," sagði hann. „Ef lög- r0gian er á hælunum á þér, þá nær hún frér fyrr eða síðar. Það ætti þér að vera ljóst.“ „Spenntu hundana fyrir og láttu mig um framhaldið!“ hvæsti Kimber. ,,Ég veit Vel hvað ég geri. Sérðu ækið sem ég er með Þui'na á sleðanum — það er tvöþúsund dollara virði í skinnum. Eg kem þeim í Peninga og hverf svo úr landi án þess n°kkur viti ... “ „Hvað?“ hváði Billy, sem var í þann Veginn að smeygja ólunum um háls Petes. „Að ég sendi kúlu í skrokkinn á Roy Tefft.« Billy lauk við að koma ólunum á Pete uður en hann svaraði: „Það var og. Ég ^éimilisbiaðið þykist vita, að þú hafir gert þetta út af neyð ...“ „Vitanlega,“ rumdi í Kimber. „Það var í sjálfsvörn. En hvern fæ ég til að trúa slíku?“ Billy svaraði ekki. Hann hélt áfram að spenna hundana sína fyrir sleða hins að- komna. „Þetta er nú ágætt,“ rumdi í hinum síð- amefnda. „Þú hefðir víst ekkert á móti því að bregða fyrir mig fæti og koma mér undir mannahendur ef þú gætir,“ bætti hann við og hló illyrmislega. „Nei — aldrei myndi ég gera slíkt,“ svaraði Billy með hægð. „O, það er sem ég sæi það,“ tautaði Kimber og hló við aftur. „En það verður ekkert úr því í þetta sinn. Og vertu sæll!“ Það tók að skyggja að kvöldi sama dags, og jafnframt tók storminn að lægja. Snjórinn féll nú næstum því lóðrétt, og élið var ekki eins þétt í sér. Loks stytti upp með öllu, og einskonar þrúgandi graf- arró lagðist yfir allt. Taban var dauðuppgefinn. Hann hafði lagt skottið milli fótanna, og í öðru hverju skrefi glefsaði hann í nýfallinn snjóinn. Taumurinn sargaði herðakamb hans, svo það var nánast illþolanlegt; svipuhöggin voru sár, þegar þau riðu um hann þver- an öðru hverju. Taban var rniklu erfiði vanur, en dag eins og þennan hafði hann aldrei upplif- að fyrr. Kimber hafði rekið hundana áfram af fullkomnu miskunnarleysi — og aðeins hvílzt þrisvar sinnum allan dag- inn og mjög stutt í hvert skipti. Um há- degisbil hafði hann dokað við nógu lengi til þess að geta tendrað eld og gleypt eitt- hvað ofan í sig. Síðan aftur af stað. Mestan part leiðarinnar hafði Kimber setið á sleðanum sem í móki, en þó nógu vel vakandi til þess að láta svipuna ríða öðru hverju, þegar hundarnir drógu úr 81

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.