Heimilisblaðið - 01.05.1977, Blaðsíða 18
Algie gamli Thomas gerði líka eins og
hann hafði sagt. Reyndar þaut hann ekki
af stað út úr bænum til að leita; þegar
hann hafði sofið góðan blund, lagði hann
á hest sinn og fór svo einn af stað.
Hann var ekki kominn langt, áður en
var kallað og hrópað á hann. Jess Sher-
man hafði horfið af heimili sínu um nótt-
ina, og undir morguninn hafði hesturinn
komið með hnakknum á, en án eigandans.
Hvað gat hafa orðið af Sherman? Það,
sem menn vissu, var, að hann hafði hátt-
að án þess að vita, að Skugginn var slopp-
inn af veitingahúsinu.
Algie Thomas tók strax forystuna við
að leita að Sherman. Fyrir mann með
söm.u reynslu og sheriffinn hafði í þessum
efnum, var þetta ekki svo mikill vandi.
Þeir fundu slóðann eftir hest Shermans
strax, hann lá yfir gljúpan jarðveg, lá án
nokkurra útúrdúra beint að rjóðrinu í
skóginum.
Þar lá Sherman með andlitið upp í loft-
ið og rauðan blett í miðju enninu. Meiri
hlutinn af hópnum, sem var með sheriff-
anum, sneri nú heimleiðis með líkið, en
Algie Thomas og nokkrir aðrir héldu
áfram. Líkið var nú fundið og þau spor,
sem lágu frá staðnum, þar sem þetta voða-
lega verk var unnið, hlutu að vera spor
morðingjans.
Það lá bein slóð að húsi Plummers. Þar
hafði morðinginn stigið af baki. Algie steig
einnig þarna af baki og fylgdi nákvæm-
lega sporunum meðfram húsinu.
„Viljið þið sjá þetta herbergi hér í end-
anum,“ sagði hann við fylgdarmenn sína,
sem eftirvæntingarfullir komu á eftir
gamla manninum. ,,Á ég að segja ykkur,
hver það er, sem sefur hér?“
,,Hver?“ spurðu þeir. „Hefur þú komið
þar upp, sheriff?“
„Aldrei, en ég þori að ábyrgjast, að þetta
er herbergi Sylvíu Rann.“
Muldur, fullt af áhuga, var svarið, sem
hann fékk.
90
„Skrifaði Skugginn ekki bréf skömmu
eftir að ráðizt var á hann í rjóðrinu?
Skrifaði hann ekki, að hann mundi koma
aftur og þá skyldu þessir þrír launmorð-
ingjar fá nýjar fréttir af sér? Já, hann
sagði það og hefur líka efnt það. Hann
er kominn til baka, og Jess Sherman er
sá fyrsti, sem hann nær í. En hvað gerði
Skugginn svo eftir að hafa unnið þetta
verk? Hann fór beint til Sylvíu til að
segja henni, að hann væri kominn aftur
til hennar, og hann væri búinn að gera
upp reikningana við einn óvina sinna.
Finnst ykkur það hljóða nokkuð ólíklega?"
Þeir fylgdu sheriffanum í þessu máli
sem öðru, og héldu svo allir inn í húsið.
Sheriffinn hitti Sylvíu Rann frammi í eld-
húsi.
„Um hvert leyti var það, sem Skugg-
inn kom. í nótt, ungfrú Rann?“ spurði
sheriffinn.
„Það var . . .“ Hún þagnaði í einni svip-
an, en sá, að hún hafði talað af sér.
„Hann hefur komið til að segja yður,
hvað hann hafði unnið, var það ekki, ung-
frú Rann?“
Sylvía svaraði ekki, en það voru komn-
ir rauðir blettir í kinnarnar; samt leit
hún ekki undan, heldur horfði beint í
augu sheriffans með sínu rólega augna-
ráði.
„Verið óhræddar, ég kom ekki til að
reyna að fá yður til að segja nokkuð, sem
hægt væri að hylja lengi, því megið þér
trúa. Jess Shermans var saknað strax í
morgun, og við komum núna ofan frá
rjóðrinu, þar sem við fundum líkið ...“
„Jess Sherman dáinn?“
Það var ekki nokkur efi á, að geðshrær-
ing hennar var ósvikin. Hún reikaði til
á fótunum, greip höndum fyrir andlitið,
líkt og þessi frétt hefði blindað hana.
Þannig stóð hún um stund, með beygt höf-
uð og titrandi yfir allan líkamann.
Hann hafði komið til hennar og farið
að tala um ástir og hjónaband, — eftir
HEIMILISBLAÐIÐ